Frábiður sér hnýsni í kortafærslur 26. október 2011 03:00 Líður eins og í 1984 Jón Magnússon vill að Seðlabankinn verði sviptur heimild til að skoða kreditkortafærslur. „Við erum bara komin í þjóðfélag sem George Orwell lýsti í bók sinni 1984. Hið vakandi auga ríkisins hefur eftirlit með þér,“ segir Jón Magnússon, lögmaður og fyrrverandi alþingismaður, sem hefur stefnt Persónuvernd fyrir dómstóla og krafist ógildingar á úrskurði hennar. „Persónuvernd heimilaði Seðlabanka Íslands að skoða kreditkortafærslur allra Íslendinga með tilliti til gjaldeyrisyfirfærslna. Það var gert án nokkurs lágmarks eða skilyrða. Ég tel að þarna sé brotinn réttur á mér með því að heimila óeðlilega hnýsni í mín einkamálefni,“ segir Jón. Hann segir engan einstakling í þjóðfélaginu undanskilinn í heimild Seðlabankans og því hljóti hann að teljast hagsmunaaðili í málinu, eins og allir aðrir. „Það er alveg hægt að viðurkenna að þegar menn setji svona fyrirbrigði eins og gjaldeyrishöft geti þurft að fylgja því eftir með víðtækum skoðunum í þjóðfélaginu, en þá ber náttúrulega að takmarka það þannig að þú sért ekki með fjármál allra borgara í landinu gjörsamlega opin fyrir skoðunarmönnum,“ segir Jón. „Ég vil bara ekki að Stóri bróðir geti verið með nefið ofan í öllu mínu,“ bætir hann við og kveðst munu láta kalla seðlabankastjóra og fleiri fyrir dóminn til að gera grein fyrir málinu.- sh Fréttir Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
„Við erum bara komin í þjóðfélag sem George Orwell lýsti í bók sinni 1984. Hið vakandi auga ríkisins hefur eftirlit með þér,“ segir Jón Magnússon, lögmaður og fyrrverandi alþingismaður, sem hefur stefnt Persónuvernd fyrir dómstóla og krafist ógildingar á úrskurði hennar. „Persónuvernd heimilaði Seðlabanka Íslands að skoða kreditkortafærslur allra Íslendinga með tilliti til gjaldeyrisyfirfærslna. Það var gert án nokkurs lágmarks eða skilyrða. Ég tel að þarna sé brotinn réttur á mér með því að heimila óeðlilega hnýsni í mín einkamálefni,“ segir Jón. Hann segir engan einstakling í þjóðfélaginu undanskilinn í heimild Seðlabankans og því hljóti hann að teljast hagsmunaaðili í málinu, eins og allir aðrir. „Það er alveg hægt að viðurkenna að þegar menn setji svona fyrirbrigði eins og gjaldeyrishöft geti þurft að fylgja því eftir með víðtækum skoðunum í þjóðfélaginu, en þá ber náttúrulega að takmarka það þannig að þú sért ekki með fjármál allra borgara í landinu gjörsamlega opin fyrir skoðunarmönnum,“ segir Jón. „Ég vil bara ekki að Stóri bróðir geti verið með nefið ofan í öllu mínu,“ bætir hann við og kveðst munu láta kalla seðlabankastjóra og fleiri fyrir dóminn til að gera grein fyrir málinu.- sh
Fréttir Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira