Innlent

Varðskipi fagnað með fallbyssuskoti

hleypt af í eyjum Þór, nýtt varðskip Íslendinga, kom í gær til Íslands frá Síle og lagði að bryggju í Vestmannaeyjum þar sem áhöfninni og hinu glæsilega fleyi var fagnað með fallsbyssuskoti. Í dag klukkan tvö er áætlað að Þór leggi að bryggju í Reykjavíkurhöfn þar sem almenningi gefst tækifæri til að stíga um borð um helgina.Mynd/Óskar P. Friðriksson
hleypt af í eyjum Þór, nýtt varðskip Íslendinga, kom í gær til Íslands frá Síle og lagði að bryggju í Vestmannaeyjum þar sem áhöfninni og hinu glæsilega fleyi var fagnað með fallsbyssuskoti. Í dag klukkan tvö er áætlað að Þór leggi að bryggju í Reykjavíkurhöfn þar sem almenningi gefst tækifæri til að stíga um borð um helgina.Mynd/Óskar P. Friðriksson
Þór, nýtt varðskip Landhelgisgæslunnar, lagði í gær í fyrsta sinn að íslenskri bryggju í höfninni í Vestmannaeyjum. Var skipinu vel fagnað af heimamönnum.

Með því að gera Heimaey að fyrsta áfangastað Þórs á Íslandi eftir um fjögurra vikna og fjórtán þúsund kílómetra siglingu frá Síle var þess minnst að fyrsta varðskip þjóðarinnar hét einnig Þór og var það skip frá Vestmannaeyjum. Nýja skipið er það fjórða sem ber nafnið Þór hjá Landhelgisgæslunni.

Áætlað er að Þór leggi að bryggju í Reykjavíkurhöfn klukkan tvö eftir hádegi í dag. Þar mun almenningi gefast um helgina kostur á að skoða skipið sem Eyjamenn lýstu í gær sem hinu glæsilegasta fleyi í alla staði.

Þess má geta að forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur hvatt starfsfólk sitt að klæðast einkennisklæðnaði og fjölmenna til að taka á móti Þór í dag. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×