Erlent

Axarárás fer fyrir hæstarétt

Fyrir hæstarétt Maðurinn sem réðst inn á heimili Kurts Westergaard hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi en fær nú að flytja mál sitt fyrir hæstarétti.NordicPhotos/AFP
Fyrir hæstarétt Maðurinn sem réðst inn á heimili Kurts Westergaard hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi en fær nú að flytja mál sitt fyrir hæstarétti.NordicPhotos/AFP
Mál mannsins sem réðst inn á heimili skopteiknarans Kurt Westergaard á nýársdag í fyrra fer fyrir hæstarétt eftir úrskurð áfrýjunarnefndar í gær.

Muhudiin Mohamed Geele hefur þegar verið fundinn sekur um hryðjuverk og morðtilraun í neðri dómsstigum og var dæmdur í tíu ára fangelsi í sumar.

Hann vill hins vegar ekki meina að um hryðjuverk hafi verið að ræða þar sem ætlunin með því að brjótast inn vopnaður öxi hafi verið að hræða Westergaard, sem vakti mikla úlfúð með skopteikningum sínum af spámanninum Múhameð.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×