Eygló og óvinurinn Ingimundur Gíslason skrifar 27. október 2011 06:00 Fimmtudaginn 20. október sl. birtist grein eftir Eygló Harðardóttur alþingismann undir heitinu „Plan B á verðtrygginguna“. Greinin ber ríkan keim af þeirri óljósu og þokukenndu notkun á orðum og hugtökum sem tröllríður allri umræðu á Íslandi. Eygló er tíðrætt um skuldara og fjármagnseigendur og rekur svo endahnútinn með áskorun að við (væntanlega við Íslendingar) hættum að koðna frammi fyrir óvininum. Hver er svo óvinurinn? Við lestur greinarinnar er erfitt að finna svar við þeirri spurningu. Er það húsbóndinn í neðra? Er verðtryggingin sem slík óvinurinn eða svo kallaðir fjármagnseigendur? Á meðal hugsanlegra fjármagnseigenda er gamla fólkið í landi okkar, gamla fólkið sem á innstæður í lífeyrissjóðum sem allir vilja hrifsa til sín. Innstæður sem það hefur safnað saman á langri ævi og tekist bærilega, þökk sé meðal annars verðtryggingunni. Án hennar hefði það aldrei tekist. Verðtryggingu var komið á vegna þess að Íslendingar búa við gjaldmiðil sem enginn treystir og enginn í framtíð mun taka mark á og allra síst nú eftir hrun. En við skulum endilega kalla þetta fólk fjármagnseigendur. Það hljómar svo vel þegar við mundum vígapennann. Án verðtryggingar mun enginn fá lán í íslenskum krónum nema með mjög háum vöxtum. Eða þá með skömmtun eins og tíðkaðist fyrr á árum. Þá var lán í banka gjöf í óðaverðbólgunni enda langar biðraðir á hverjum morgni til geta betlað nokkrar krónur. Viljum við svona ástand aftur? Viljum við láta klíkuskap eða flokksskírteini ráða því hverjir fái ókeypis lán? En svarið við fyrstu spurningunni hér fyrir ofan er þetta: Óvinurinn er handónýt íslensk króna. Er nú ekki kominn tími til að við hættum að stilla þegnum Íslands upp í meira og minna ímyndaða hópa og egna þeim síðan til átaka? Eða eigum við sem erum að komast eða erum komin á aldur að skunda niður á Austurvöll með skiltin hátt á lofti? Ellilífeyrisþegar Íslands sameinumst! Og myndum nýtt stjórnmálaafl? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Fimmtudaginn 20. október sl. birtist grein eftir Eygló Harðardóttur alþingismann undir heitinu „Plan B á verðtrygginguna“. Greinin ber ríkan keim af þeirri óljósu og þokukenndu notkun á orðum og hugtökum sem tröllríður allri umræðu á Íslandi. Eygló er tíðrætt um skuldara og fjármagnseigendur og rekur svo endahnútinn með áskorun að við (væntanlega við Íslendingar) hættum að koðna frammi fyrir óvininum. Hver er svo óvinurinn? Við lestur greinarinnar er erfitt að finna svar við þeirri spurningu. Er það húsbóndinn í neðra? Er verðtryggingin sem slík óvinurinn eða svo kallaðir fjármagnseigendur? Á meðal hugsanlegra fjármagnseigenda er gamla fólkið í landi okkar, gamla fólkið sem á innstæður í lífeyrissjóðum sem allir vilja hrifsa til sín. Innstæður sem það hefur safnað saman á langri ævi og tekist bærilega, þökk sé meðal annars verðtryggingunni. Án hennar hefði það aldrei tekist. Verðtryggingu var komið á vegna þess að Íslendingar búa við gjaldmiðil sem enginn treystir og enginn í framtíð mun taka mark á og allra síst nú eftir hrun. En við skulum endilega kalla þetta fólk fjármagnseigendur. Það hljómar svo vel þegar við mundum vígapennann. Án verðtryggingar mun enginn fá lán í íslenskum krónum nema með mjög háum vöxtum. Eða þá með skömmtun eins og tíðkaðist fyrr á árum. Þá var lán í banka gjöf í óðaverðbólgunni enda langar biðraðir á hverjum morgni til geta betlað nokkrar krónur. Viljum við svona ástand aftur? Viljum við láta klíkuskap eða flokksskírteini ráða því hverjir fái ókeypis lán? En svarið við fyrstu spurningunni hér fyrir ofan er þetta: Óvinurinn er handónýt íslensk króna. Er nú ekki kominn tími til að við hættum að stilla þegnum Íslands upp í meira og minna ímyndaða hópa og egna þeim síðan til átaka? Eða eigum við sem erum að komast eða erum komin á aldur að skunda niður á Austurvöll með skiltin hátt á lofti? Ellilífeyrisþegar Íslands sameinumst! Og myndum nýtt stjórnmálaafl?
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun