Sigur íslamskra umbótasinna í höfn 29. október 2011 01:00 Rached Ghannouchi og Intissar Kherigi Leiðtogi og einn stofnenda Endurreisnarflokksins ásamt dóttur sinni, sem er mannréttindalögfræðingur og hefur starfað bæði hjá Sameinuðu þjóðunum og Evrópuþinginu.nordicphotos/AFP Sigurvegarar þingkosninganna í Túnis um síðustu helgi voru félagar í Endurreisnarflokknum, Ennahda, sem er sagður vera hófsamur flokkur íslamista. Þegar talningu atkvæða var lokið á fimmtudaginn reyndist flokkurinn hafa fengið 41,47 prósent atkvæða og 90 sæti á 217 manna stjórnlagaþingi, sem fær það tvískipta hlutverk að semja nýja stjórnarskrá og skipa bráðabirgðastjórn sem fer með völd í landinu þangað til hin nýja stjórnskipan tekur gildi. Endurreisnarflokkurinn var stofnaður í núverandi mynd árið 1989, sama ár og Berlínarmúrinn hrundi, en starfsemi hans var bönnuð strax þetta sama ár. Leiðtogi hans, Rashid Ghannouchi, sem hafði áður setið árum saman í fangelsi fyrir stjórnarandstöðu sína, flúði land og sneri ekki aftur fyrr en í janúar síðastliðnum, þegar stjórnarbylting var orðin að veruleika. Hann vill leggja íslömsk gildi til grundvallar samfélaginu en er þó enginn bókstafstrúarmaður heldur umbótasinni. Hann hefur samkvæmt því meðal annars barist fyrir réttindum verkafólks og kvenréttindum. Nærri þrjátíu aðrir flokkar og óháð framboð náðu kjöri, en þrír þeir stærstu, fyrir utan Endurreisnarflokkinn, eru samkvæmt stefnuskrá sinni allir veraldlegir flokkar. Flokkur stuðningsmanna og fyrrverandi samstarfsmanna Zine el Abidine Ben Ali forseta, sem hrökklaðist frá völdum í byltingunni í janúar, náði 19 mönnum á þing en þeir hafa ekki þegið þingsæti til að mótmæla úrskurði kjörnefndar, sem á fimmtudag lýsti því yfir að kosning nokkurra frambjóðenda flokksins væri ógild. Í gær brutust svo út óeirðir víða í landinu þar sem stuðningsmenn flokksins mótmæltu þessum úrskurði. Eftir stendur að Endurreisnarflokkurinn þarf að fá til liðs við sig að minnsta kosti 19 þingmenn til að mynda starfhæfa meirihlutastjórn og hefur þá úr þremur veraldlegum flokkum að velja. Innlendir jafnt sem erlendir eftirlitsmenn segja framkvæmd þessara fyrstu frjálsu kosninga í landinu hafa verið til fyrirmyndar. Óðum styttist í næstu kosningar arabíska vorsins svonefnda, því í næsta mánuði ganga Egyptar að kjörborði og velja sér nýtt þing. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Sigurvegarar þingkosninganna í Túnis um síðustu helgi voru félagar í Endurreisnarflokknum, Ennahda, sem er sagður vera hófsamur flokkur íslamista. Þegar talningu atkvæða var lokið á fimmtudaginn reyndist flokkurinn hafa fengið 41,47 prósent atkvæða og 90 sæti á 217 manna stjórnlagaþingi, sem fær það tvískipta hlutverk að semja nýja stjórnarskrá og skipa bráðabirgðastjórn sem fer með völd í landinu þangað til hin nýja stjórnskipan tekur gildi. Endurreisnarflokkurinn var stofnaður í núverandi mynd árið 1989, sama ár og Berlínarmúrinn hrundi, en starfsemi hans var bönnuð strax þetta sama ár. Leiðtogi hans, Rashid Ghannouchi, sem hafði áður setið árum saman í fangelsi fyrir stjórnarandstöðu sína, flúði land og sneri ekki aftur fyrr en í janúar síðastliðnum, þegar stjórnarbylting var orðin að veruleika. Hann vill leggja íslömsk gildi til grundvallar samfélaginu en er þó enginn bókstafstrúarmaður heldur umbótasinni. Hann hefur samkvæmt því meðal annars barist fyrir réttindum verkafólks og kvenréttindum. Nærri þrjátíu aðrir flokkar og óháð framboð náðu kjöri, en þrír þeir stærstu, fyrir utan Endurreisnarflokkinn, eru samkvæmt stefnuskrá sinni allir veraldlegir flokkar. Flokkur stuðningsmanna og fyrrverandi samstarfsmanna Zine el Abidine Ben Ali forseta, sem hrökklaðist frá völdum í byltingunni í janúar, náði 19 mönnum á þing en þeir hafa ekki þegið þingsæti til að mótmæla úrskurði kjörnefndar, sem á fimmtudag lýsti því yfir að kosning nokkurra frambjóðenda flokksins væri ógild. Í gær brutust svo út óeirðir víða í landinu þar sem stuðningsmenn flokksins mótmæltu þessum úrskurði. Eftir stendur að Endurreisnarflokkurinn þarf að fá til liðs við sig að minnsta kosti 19 þingmenn til að mynda starfhæfa meirihlutastjórn og hefur þá úr þremur veraldlegum flokkum að velja. Innlendir jafnt sem erlendir eftirlitsmenn segja framkvæmd þessara fyrstu frjálsu kosninga í landinu hafa verið til fyrirmyndar. Óðum styttist í næstu kosningar arabíska vorsins svonefnda, því í næsta mánuði ganga Egyptar að kjörborði og velja sér nýtt þing. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira