Ég skrifa alvöru bókmenntir 29. október 2011 15:00 1 Útlendingar spyrja mig stundum hvort ég dragi ekki upp óþarflega dökka mynd af Íslendingum í mínum bókum,“ segir Arnaldur Indriðason rithöfundur, sem hefur sérhæft sig í sögum af glæpum. „Ég hef svarað því til að Íslendingar séu fullfærir um að sjálfir og þurfi enga hjálp frá mér í þeim efnum,“ bætir hann við og hlær. Umræðuefnið er nýafstaðin Bókamessa í Frankfurt, þar sem Arnaldur hélt opnunarerindi, og velgengni bóka hans á erlendri grund. Hann hefur selt sex og hálfa milljón eintaka erlendis undanfarin ár og um 300 þúsund eintök hér heima, sem er afrek út af fyrir sig. Hann hefur nú sent frá sér bók á ári fimmtán ár í röð og verið áskrifandi að efsta sæti metsölulistans fyrir hver jól undanfarinn áratug. Tilefni viðtalsins er einmitt fimmtánda skáldsaga hans, Einvígið, sem kemur út á þriðjudag – 1. nóvember, eins og aðrar bækur hans. Hér bregður Arnaldur sér aftur í tímann, til ársins 1972 nánar tiltekið, þegar heimsmeistaraeinvígi Bobby Fischer og Boris Spassky var háð í Laugardalshöll 1972. Unglingspiltur er stunginn til bana í Hafnarbíó í aðdraganda skákeinvígisins. Marion Briem, sem lesendur Arnalds kannast við úr fyrri bókum hans, tekur að sér rannsókn málsins og fljótlega berast böndin að einvíginu, sem hefur gert Ísland að miðdepli heimsins í skamma stund. Er Erlendur dáinn?Áður en lengra er haldið verður þó ekki komist hjá því að staðnæmast við endalok síðustu bókar, Furðustranda og spyrja að því sem allir sem lásu bókina vilja vita: Er Erlendur Sveinsson rannsóknarlögreglumaður, höfuðpersóna flestra bóka Arnalds og lykillinn að vinsældum þeirra, dáinn? „Það verður hver og einn að lesa í það,“ segir Arnaldur. „Ég skrifaði bók um hann , sem gerðist fyrir austan. Hún endar eins og hún endar og ég hef sáralitlu við það að bæta. Ég hef síðan komist að því að sumir halda að hann sé dáinn, en jafn margir virðast halda að hann sé lifandi. Svarið liggur í Furðuströndum fyrir hvern og einn að uppgötva.“ Kynlaus aðalpersónaÍ Einvíginu koma saman tvær hugmyndir sem hafa blundað með Arnaldi lengi, annars vegar að skrifa bók um Marion Briem, lærimeistara Erlendar í lögreglunni, sem og sögu heimsmeistaraeinvígisins í skák. „Ég er búinn að skrifa sögu allra í þessu rannsóknarlögregluteymi Erlends,nema Marion,“ segir hann. „Til þess þurfti ég að fara aftur í tímann og þá kom ég að árinu, 1972, sem var ansi merkilegt út af einvíginu og gerir okkur á litlum tímapunkti að miðju heimsins. Hingað streymdi fólk og við komumst í fréttirnar. Mér fannst þetta bjóða upp á ansi marga möguleika og ákvað því að staðsetja söguna þar. Kalda stíðið var í hámarki, streitan á milli austurs og vesturs var mikil og og öll sú taugaveiklun kom svo berlega í ljós í þessu einvígi. En sagan er um margt fleira. Á einum stað í bókinni segir að við heyjum öll okkar einvígi svo titillinn hefur líka breiðari skírskotun.“ Eitt af sérkennum persónunnar Marion er að aldrei hefur komið fram hvort hún er karl eða kona og Arnaldur hefur leikið sér að því að ýja að hvoru tveggja. Á því er engin breyting í Einvíginu, hvergi í bókinni kemur ótvírætt fram af hvaða kyni aðalpersónan er. Sjálfur segir Arnaldur það ekki einu sinni skýrt í sínum huga. „Ég veit það ekki enn þá hvort Marion er karl eða kona. Í bókinni er ýmislegt gefið í skyn í báðar áttir. Það var mjög erfitt að skrifa heila bók þar sem aðalpersónan er í rauninni kynlaus, en að sama skapi afskaplega skemmtilegt. Ég vona bara að lesendur geri upp sinn eigin hug með það.“ Mesta rannsóknarvinnan hingað tilEinvígið er margslungin bók og þótt hún gerist 1972 teygir hún anga sína allt aftur til kreppuáranna, á berklahælin á Vífilstöðum og í Kolding í Danmörku. Arnaldur segir að líklega hafi engin af fyrri bókum hans útheimt jafn mikla rannsóknarvinnu og undirbúning. „Ég hafði mikinn áhuga á að skrifa um þetta tímabil, upphaf áttunda áratugarins, sem var mikið breytingarskeið fyrir okkur. Það var heilmikið að gerast í menningu og listum, Breiðholtið að byggjast upp og svo auðvitað þetta einvígi. Ég er sagnfræðimenntaður og hef mjög gaman af því að velta fortíðinni fyrir mér en þetta er líka saga um Marion, sem kemur í ljós að var berklasjúklingur og átti sér sérkennilegan uppruna. Mér fannst spennandi að blanda þessu tvennu saman; byrja á því að fara aftur til 1972 og síðan enn lengra til að kafa dýpra í aðalpersónuna. Ég þurfti því að skoða alls konar hluti í sambandi við þessa bók, starfsumhverfi lögreglunnar á þessum tíma, skákmótið sjálft, sögu berklasjúklinga á kreppuárunum. Ég fór meðal annars til Kolding, berklahælisins í Danmörku, sem er lúxushótel í dag. Það fór talsverður tími í þetta en það er svo gaman að leita aftur; kynna sér tíðaranda, andrúmsloft og segja frá því í sögu, án þess að ég vilji festa mig of mikið í einhverjum veruleika heldur nota skáldaleyfið eins og ég get.“ Einn hluta bókarinnar viðurkennir Arnaldur að byggja sjálfum sér, það er allt að því þráhyggjukenndan bíóáhuga einnar persónunnar. „Ég var bíósjúkur og fór á allar myndir sem voru sýndar; margar oftar en einu sinni, stundum með félögum mínum, stundum einn. Oft fór ég á fimm-sýningarnar, eins og persónan í bókinni, þá var meira næði og maður gat valið sér sæti. Ég var ellefu ára 1972, þetta var sá tími þegar maður fór að vakna til vitundar um heiminn og hann fór að stækka. Mér fannst mjög gaman að rifja þetta upp og fletti til dæmis upp á gömlum bíóauglýsingum og Undir urðarmána með Gregory Peck var einmitt sýnd í Hafnarbíó á þessum tíma, eins og kemur fram í bókinni.“ Auðvelt að týna sér í sviðsljósinuArnaldur gefur sjaldan færi á löngum viðtölum. Síðast var rætt við hann í þessu blaði fyrir fimm árum, í tilefni Konungsbókar. Þá var hann löngu búinn að festa sig í sessi sem vinsælasti rithöfundur landsins og farinn að njóta þónokkurrar velgengni erlendis. Í millitíðinni hefur vegur hans vaxið gífurlega, bækur hans seljast í milljónum eintaka, hann er orðinn að stofnun íslensku bókmenntalífi og nafn hans að hálfgerðu vörumerki. Hvaða áhrif hefur „Arnalds-iðnaðurinn“ á höfundinn? „Ég er alltaf að reyna að halda þessu frá mér. Það eina sem ég hef áhuga á er að skrifa, segja mínar sögur. Þetta hefur hlaðið gríðarlega utan á sig en ég vil helst fá að vera í friði og fá næði. Auðvitað er afskaplega gaman að bækurnar séu svona vinsælar og þýddar á mörg tungumál. Ég reyni að fylgjast með þar sem þær koma út og er í sambandi við útgefendur. Ég hef aftur á móti dregið mjög mikið úr ferðalögum, rétt eins og ég hef dregið mikið úr viðtölum. Ég held að það sé nefnilega mjög auðvelt að týnast í þessu; leggjast í ferðalög, liggja á hótelum og njóta sviðsljóssins. Það vekur hins vegar engan áhuga hjá mér, kannski vegna þess að ég byrjaði svo seint að skrifa. Ef ég væri tuttugu árum yngri hefði þessi lífstíll kannski freistað mín en ég er einfaldlega kominn á þann aldur að það höfðar ekki svo mikið til mín.“ Hann segist enn finna fyrir sömu ástríðu gagnvart skriftunum og áður. „Sem betur fer, já. Það held ég að helgist af því að ég hef náð að halda þessu algjörlega aðskildu gætt þess að gefa mér tíma til að einbeita mér að bókunum. Öðruvísi hefði ég ekki getað eina bók á ári í fimmtán ár, það kostar þetta. Einsemdin er höfundinum svo dýrmæt, án hennar gerist ekkert. Að geta setið við tölvuna, einn með sína sögu, það er draumurinn.“ Fæst við alvöru skáldskapurArnaldi er einatt hrósað fyrir hversu gott vald hann hefur á glæpasagnaforminu, svo gott að mati sumra gagnrýnenda að nú sé orðið tímabært að hann taki sig til og skrifi „hefðbundna“ – með öðrum orðum „alvöru“ – skáldsögu. Þessi umræða hefur ekki farið fram hjá Arnaldi, sem þykir heldur lítið gert úr glæpasagnaforminu. „Mér finnst þetta satt að segja heldur hlægileg umræða. Auðvitað yddast maður með hverri bók, ég vona að minnsta kosti að ég sé að skána sem höfundur. Ég hef aldrei litið á það sem ég hef verið gera sem annað en hreinar og klárar bókmenntir – „alvarlegar bókmenntir“, eins og það er stundum kallað. Þær eru inn í þessu glæpasagnaformi og ég er mjög sáttur við það. Ég komst að því fljótlega eftir að ég fór að skrifa að það á furðu vel við mig búa til gátur; að setja upp mál sem lesendur vilja vita meira um. Og ég nýt þess einlæglega. Ég blæs á alla umræðu um að ég eigi að færa mig yfir í alvöru skáldskap, ég fæst við hann nú þegar.“ Bækur Arnaldar fjalla enda sjaldnast um glæpi sem slíka, heldur notar hann glæpasöguna til að bregða ljósi á önnur málefni, samfélagsmein og mannlegar tilfinningar. „Ég hef engan áhuga á íslenska glæpaheiminum. Það sem ég hef áhuga á er áfallið, sem glæpurinn veldur í lífi fólks; missirinn sem af honum hlýst, reiðin og hefndin. Ég er miklu frekar að fjalla um þessar stóru tilfinningar en einhver glæpaplott. Mér er nokkuð sama þótt lesandi komist að því hver morðinginn er um miðja bók, ef ég fæ bara að segja mína sögu.“ Mótefni við trylltum tíðarandaÍ bókunum birtist oft lágstemmd en beinskeytt ádeila á íslenskan tíðaranda og í Svörtuloftum var útrásarbraskið tekið markvisst fyrir. Sjálfur dró Arnaldur ekki dul á það viðtali 2006 að sér hugnaðist ekki efnishyggjan, sem var allsráðandi, og í opnunarræðu sinni á bókamessunni í Frankfurt gagnrýndi hann það sem hann kallaði „skýjaborgir frjálshyggjunnar“. „Ég leit lengi á Erlend sem mótefni við því sem var að gerast; að við ættum aðeins að hægja á okkur og huga að því hvar við værum og hvaðan við erum komin. Við vorum bændasamfélag, sem þar til fyrir nokkrum áratugum var bláfátækt, en verðum á örskömmum tíma ein ríkasta þjóð heims. Í kjölfarið ætlum við að kenna heiminum kaupsýslu og úr verður bóla sem springur. Engin vissi hvaðan peningarnir komu og engin veit hvert peningarnir fóru en eftir sitjum við í rústum einhverrar frjálshyggju. Auðvitað er þetta að mörgu leyti óskiljanlegt. Í bókum mínum hef ég hins vegar alltaf verið að leita aftur til einfaldari tíma, sem Erlendur stendur fyrir. Ég er líka að gera það í þessari bók, að leita að einhverjum einfaldari sannleik um lífið. Þetta var orðið alltof tryllt.“ Spurður hvort hann ætli að skrifa meira um hrunið og afleiðingar þess, segist Arnaldur sjálfsagt eiga eftir að gera það. „Við erum í sjálfu sér enn inn í storminum og sjáum ekki alveg út enn þá, svo ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér með það. En þetta eru erfiðir tímar og það er margt söguefnið.“ Skilur reiðina í samfélaginuHvernig upplifir Arnaldur sjálfur ástandið á Íslandi í kjölfar hruns? „Ég hef í sjálfu sér ekki haft mikinn áhuga á íslenskri pólitík,mér finnst hún leiðinleg. Það er aftur á móti enn mikil reiði í samfélaginu og ég skil ekki af hverju ekki hefur verið reynt að sefa hana á markvissari hátt. Reiðin stafar að hluta til vegna stöðu heimilanna í kjölfar hrunsins, sem er mjög slæm, og svo auðvitað vegna þess að það virðist ganga mjög hægt að draga menn til ábyrgðar. Ég, eins og hver annar Íslendingur, fylgist með því sem er að gerast og skil þá reiði.“ Bækur Arnaldar hafa sem fyrr segir selst í milljónum eintaka og hann fyrir vikið stórefnast. Hvaða áhrif hefur það haft á hann? Finnst honum hann vera í verri aðstöðu til að gagnrýna efnishyggju í ljósi þess að hann hefur auðgast? „Ég hef efnast eingöngu út á sölu bóka minna og það hefur gert mér kleift að sinna ritstörfunum alfarið. Það er það eina sem ég hef nýtt mér í sambandi við þessar breyttu aðstæður. Ég hef frið til að til að vinna að bókum mínum en áður þurfti ég að vinna tvö störf. Arnaldur segir það ekki fara í taugarnar á sér þótt athyglin sem beinist að honum snúi ekki síður að sölutölum og peningum en sjálfum ritverkunum. „Þessi umræða er skiljanleg á sinn hátt, það eru ekki margir rithöfundar í þessari stöðu sem ég er í. Þetta er vissulega einhver leiðinlegasta umræða sem ég get hugsað mér, en hún er fylgifiskur þess að maður selur margar bækur.“ Les aldrei eigin bækurHjá Arnaldi er hver dagur öðrum líkur, fyrir utan sumrin, þar sem hann leyfir sér að taka langt frí og ferðast um landið. Þar fyrir utan er hann rútínumaður, er sestur við tölvuna klukkan níu að morgni. Í hádeginu les hann í einn til einn og hálfan tíma; Skagfirðingabók, Stefan Zweig, ljóð, Tinna og allt þar á milli, áður en hann sest aftur við tölvuna og vinnur fram eftir degi. Hver bók byrjar á stórri hugmynd – heimilisofbeldi, Austur-Þýskaland, skákeinvígi – sem hann síðan býr til aðstæður í. „Ég veit yfirleitt ekki hvernig bókin endar þegar ég sest niður og byrja á henni. Oft kvikna persónur í miðri sögu sem ég sníð til og reynast hafa mikið vægi þegar upp er staðið. Dag eftir dag, þegar maður situr við, kvikna svo allar þessar milljón litlu hugmyndir sem gera bók að bók. Það er það sem gerir þetta starf svo skemmtilegt; maður er alltaf að uppgötva eitthvað sem maður vissi ekki að maður ætlaði að skrifa um. Svo veit maður aldrei hvort maður nái á annað borð að klára sögu eða verði ánægður með hana þegar henni er lokið. Segjum sem svo að manni takist það, þá taka við kannski þrír til fjórir mánuðir í að skoða hana, laga, bæta við og taka úr.“ Hann hefur þó aldrei lent í því að þurfa að kasta handriti sem hann er langt komin með. „Nei, en það hefur komið hik á mann og ýmislegt sem hefur þurft að hugsa upp á nýtt en sem betur fer hefur mér alltaf tekist að klára bók.“ Þegar bókin er komin út lítur hann svo á að hann hafi lokið sínu. Hann hefur aldrei lesið eigin bók eftir að hún er útgefin. „Ég veit ekki hvers vegna; ég gef mér bara ekki tíma til þess og hef í sjálfu sér ekki mikinn áhuga á því. Maður hefur lifað svo lengi með þessum verkum og undir lokin er óneitanlega komin þreyta í mann. Þegar bókin er komin út þá einfaldlega snýr maður sér að öðru. Það kemur fyrir að ég lesi einstaka hluta, málsgreinar sem ég man að voru mér að skapi, en aldrei heila bók.“ Hann segir enga sérstaka ástæðu fyrir því að 1. nóvember hafi orðið fyrir valinu sem fastur útgáfudagur. „Ég er að minnsta kosti búinn að steingleyma því, þessi dagur hefur ekki neitt tilfinningagildi fyrir mig þannig séð. Þetta er heppilegur tími til að setja bók á markað fyrir jólavertíðina og bara hefð sem myndaðist. Mér finnst gott að halda í hefðir.“ Stoltastur af KonungsbókkSpurður hvort hann sé stoltari af einhverri einni bók en annarri, nefnir hann Konungsbók. „Það er bók sem ég hafði mikla ánægju af að skrifa og kynna mér þá hluti sem koma við sögu í henni. Ég er sérlega stoltur af því að hafa tekist að koma hápunkti sögunnar í Gullfoss á siglingu sinni til Íslands eftir að Halldór Laxness fékk tilkynninguna um Nóbelinn. Það eru svona hlutir sem maður hefur gaman af, þótt aðrir hafi það kannski ekki. Þetta er það sem skáldsagan gefur manni; það er hægt að leyfa sér svo margt og leika sér með veruleikann með því að snúa aðeins upp á hann.“ Konungsbók tileinkaði hann föður sínum, Indriða G. Þorsteinssyni, á sínum tíma og hefur áður rætt hversu mikil áhrif hann hefur átt á sig. Fyrr á árinu kom skáldsagan 79 af stöðinni eftir Indriða út í Þýskalandi og hefur hlotið lofsamlega dóma, sem er Arnaldi ekki lítið ánægjuefni. „Þýskir gagnrýnendur hafa tekið bókinni fagnandi, sem er merkilegt í ljósi þess að bókin er skrifuð 1955. En hún á greinilega enn þá erindi, ekki síður erlendis en hér og hefur sitt að segja nýjum lesendum. Það er mjög ánægjulegt að verða vitni að því. Það er hins ekki bara bókin hans pabba sem gerir það gott; það er með ólíkindum hvað það er að koma út mikið af íslenskum bókum í Þýskalandi. Tækifærin sem það felur í sér eru mikil, ekki bara í þar í landi heldur víðar. Ég þekki það sjálfur, því eftir að það var byrjað að gefa út bækurnar mínar í Þýskalandi fyrir um áratug opnaði það aðrar dyr og mörg önnur lönd bættust í hópinn.“ Rithöfundar láti ekki segja sér fyrir verkumÍslenska glæpasagan hefur fest sig svo rækilega í sessi að það er auðvelt að gleyma hversu ungt þetta form; að ekki er nema hálfur annar áratugur síðan það var álitið ómögulegt að semja trúverðuga íslenska glæpasögu. Arnaldur hefur verið í lykilhlutverki í þeirri þróun. Spurður hvaða þýðingu hann telji glæpasöguna hafa haft fyrir íslensk bókmenntalíf hugsar hann sig um. „Mér dettur í fljótu bragði tvennt í hug. Í fyrsta lagi hafa glæpasögurnar náð miklum vinsældum, ekki bara sögunar mínar heldur annarra líka. Þær hafa vakið áhuga á lestri og íslenskum bókmenntum, ekki síst meðal ungs fólks. Það hlýtur að vera fagnaðarefni. Í öðru lagi hefur velgengni glæpasögunnar opnað á þá hugmynd að allt sé mögulegt. Það eru engin takmörk, rithöfundar geta leyft sér að skrifa um hvað sem er. Ég man hvað það var talið bjánalegt í fyrstu að skrifa glæpasögu á Íslandi. Rannsóknarlögreglumaður sem heitir Erlendur, það þótti ekki lítið asnalegt. Þetta sýnir að rithöfundar eiga ekki að láta segja sér fyrir verkum. Það á enginn að ákveða fyrir mann hvað er hægt að skrifa um og hvað ekki.“ Fréttir Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Útlendingar spyrja mig stundum hvort ég dragi ekki upp óþarflega dökka mynd af Íslendingum í mínum bókum,“ segir Arnaldur Indriðason rithöfundur, sem hefur sérhæft sig í sögum af glæpum. „Ég hef svarað því til að Íslendingar séu fullfærir um að sjálfir og þurfi enga hjálp frá mér í þeim efnum,“ bætir hann við og hlær. Umræðuefnið er nýafstaðin Bókamessa í Frankfurt, þar sem Arnaldur hélt opnunarerindi, og velgengni bóka hans á erlendri grund. Hann hefur selt sex og hálfa milljón eintaka erlendis undanfarin ár og um 300 þúsund eintök hér heima, sem er afrek út af fyrir sig. Hann hefur nú sent frá sér bók á ári fimmtán ár í röð og verið áskrifandi að efsta sæti metsölulistans fyrir hver jól undanfarinn áratug. Tilefni viðtalsins er einmitt fimmtánda skáldsaga hans, Einvígið, sem kemur út á þriðjudag – 1. nóvember, eins og aðrar bækur hans. Hér bregður Arnaldur sér aftur í tímann, til ársins 1972 nánar tiltekið, þegar heimsmeistaraeinvígi Bobby Fischer og Boris Spassky var háð í Laugardalshöll 1972. Unglingspiltur er stunginn til bana í Hafnarbíó í aðdraganda skákeinvígisins. Marion Briem, sem lesendur Arnalds kannast við úr fyrri bókum hans, tekur að sér rannsókn málsins og fljótlega berast böndin að einvíginu, sem hefur gert Ísland að miðdepli heimsins í skamma stund. Er Erlendur dáinn?Áður en lengra er haldið verður þó ekki komist hjá því að staðnæmast við endalok síðustu bókar, Furðustranda og spyrja að því sem allir sem lásu bókina vilja vita: Er Erlendur Sveinsson rannsóknarlögreglumaður, höfuðpersóna flestra bóka Arnalds og lykillinn að vinsældum þeirra, dáinn? „Það verður hver og einn að lesa í það,“ segir Arnaldur. „Ég skrifaði bók um hann , sem gerðist fyrir austan. Hún endar eins og hún endar og ég hef sáralitlu við það að bæta. Ég hef síðan komist að því að sumir halda að hann sé dáinn, en jafn margir virðast halda að hann sé lifandi. Svarið liggur í Furðuströndum fyrir hvern og einn að uppgötva.“ Kynlaus aðalpersónaÍ Einvíginu koma saman tvær hugmyndir sem hafa blundað með Arnaldi lengi, annars vegar að skrifa bók um Marion Briem, lærimeistara Erlendar í lögreglunni, sem og sögu heimsmeistaraeinvígisins í skák. „Ég er búinn að skrifa sögu allra í þessu rannsóknarlögregluteymi Erlends,nema Marion,“ segir hann. „Til þess þurfti ég að fara aftur í tímann og þá kom ég að árinu, 1972, sem var ansi merkilegt út af einvíginu og gerir okkur á litlum tímapunkti að miðju heimsins. Hingað streymdi fólk og við komumst í fréttirnar. Mér fannst þetta bjóða upp á ansi marga möguleika og ákvað því að staðsetja söguna þar. Kalda stíðið var í hámarki, streitan á milli austurs og vesturs var mikil og og öll sú taugaveiklun kom svo berlega í ljós í þessu einvígi. En sagan er um margt fleira. Á einum stað í bókinni segir að við heyjum öll okkar einvígi svo titillinn hefur líka breiðari skírskotun.“ Eitt af sérkennum persónunnar Marion er að aldrei hefur komið fram hvort hún er karl eða kona og Arnaldur hefur leikið sér að því að ýja að hvoru tveggja. Á því er engin breyting í Einvíginu, hvergi í bókinni kemur ótvírætt fram af hvaða kyni aðalpersónan er. Sjálfur segir Arnaldur það ekki einu sinni skýrt í sínum huga. „Ég veit það ekki enn þá hvort Marion er karl eða kona. Í bókinni er ýmislegt gefið í skyn í báðar áttir. Það var mjög erfitt að skrifa heila bók þar sem aðalpersónan er í rauninni kynlaus, en að sama skapi afskaplega skemmtilegt. Ég vona bara að lesendur geri upp sinn eigin hug með það.“ Mesta rannsóknarvinnan hingað tilEinvígið er margslungin bók og þótt hún gerist 1972 teygir hún anga sína allt aftur til kreppuáranna, á berklahælin á Vífilstöðum og í Kolding í Danmörku. Arnaldur segir að líklega hafi engin af fyrri bókum hans útheimt jafn mikla rannsóknarvinnu og undirbúning. „Ég hafði mikinn áhuga á að skrifa um þetta tímabil, upphaf áttunda áratugarins, sem var mikið breytingarskeið fyrir okkur. Það var heilmikið að gerast í menningu og listum, Breiðholtið að byggjast upp og svo auðvitað þetta einvígi. Ég er sagnfræðimenntaður og hef mjög gaman af því að velta fortíðinni fyrir mér en þetta er líka saga um Marion, sem kemur í ljós að var berklasjúklingur og átti sér sérkennilegan uppruna. Mér fannst spennandi að blanda þessu tvennu saman; byrja á því að fara aftur til 1972 og síðan enn lengra til að kafa dýpra í aðalpersónuna. Ég þurfti því að skoða alls konar hluti í sambandi við þessa bók, starfsumhverfi lögreglunnar á þessum tíma, skákmótið sjálft, sögu berklasjúklinga á kreppuárunum. Ég fór meðal annars til Kolding, berklahælisins í Danmörku, sem er lúxushótel í dag. Það fór talsverður tími í þetta en það er svo gaman að leita aftur; kynna sér tíðaranda, andrúmsloft og segja frá því í sögu, án þess að ég vilji festa mig of mikið í einhverjum veruleika heldur nota skáldaleyfið eins og ég get.“ Einn hluta bókarinnar viðurkennir Arnaldur að byggja sjálfum sér, það er allt að því þráhyggjukenndan bíóáhuga einnar persónunnar. „Ég var bíósjúkur og fór á allar myndir sem voru sýndar; margar oftar en einu sinni, stundum með félögum mínum, stundum einn. Oft fór ég á fimm-sýningarnar, eins og persónan í bókinni, þá var meira næði og maður gat valið sér sæti. Ég var ellefu ára 1972, þetta var sá tími þegar maður fór að vakna til vitundar um heiminn og hann fór að stækka. Mér fannst mjög gaman að rifja þetta upp og fletti til dæmis upp á gömlum bíóauglýsingum og Undir urðarmána með Gregory Peck var einmitt sýnd í Hafnarbíó á þessum tíma, eins og kemur fram í bókinni.“ Auðvelt að týna sér í sviðsljósinuArnaldur gefur sjaldan færi á löngum viðtölum. Síðast var rætt við hann í þessu blaði fyrir fimm árum, í tilefni Konungsbókar. Þá var hann löngu búinn að festa sig í sessi sem vinsælasti rithöfundur landsins og farinn að njóta þónokkurrar velgengni erlendis. Í millitíðinni hefur vegur hans vaxið gífurlega, bækur hans seljast í milljónum eintaka, hann er orðinn að stofnun íslensku bókmenntalífi og nafn hans að hálfgerðu vörumerki. Hvaða áhrif hefur „Arnalds-iðnaðurinn“ á höfundinn? „Ég er alltaf að reyna að halda þessu frá mér. Það eina sem ég hef áhuga á er að skrifa, segja mínar sögur. Þetta hefur hlaðið gríðarlega utan á sig en ég vil helst fá að vera í friði og fá næði. Auðvitað er afskaplega gaman að bækurnar séu svona vinsælar og þýddar á mörg tungumál. Ég reyni að fylgjast með þar sem þær koma út og er í sambandi við útgefendur. Ég hef aftur á móti dregið mjög mikið úr ferðalögum, rétt eins og ég hef dregið mikið úr viðtölum. Ég held að það sé nefnilega mjög auðvelt að týnast í þessu; leggjast í ferðalög, liggja á hótelum og njóta sviðsljóssins. Það vekur hins vegar engan áhuga hjá mér, kannski vegna þess að ég byrjaði svo seint að skrifa. Ef ég væri tuttugu árum yngri hefði þessi lífstíll kannski freistað mín en ég er einfaldlega kominn á þann aldur að það höfðar ekki svo mikið til mín.“ Hann segist enn finna fyrir sömu ástríðu gagnvart skriftunum og áður. „Sem betur fer, já. Það held ég að helgist af því að ég hef náð að halda þessu algjörlega aðskildu gætt þess að gefa mér tíma til að einbeita mér að bókunum. Öðruvísi hefði ég ekki getað eina bók á ári í fimmtán ár, það kostar þetta. Einsemdin er höfundinum svo dýrmæt, án hennar gerist ekkert. Að geta setið við tölvuna, einn með sína sögu, það er draumurinn.“ Fæst við alvöru skáldskapurArnaldi er einatt hrósað fyrir hversu gott vald hann hefur á glæpasagnaforminu, svo gott að mati sumra gagnrýnenda að nú sé orðið tímabært að hann taki sig til og skrifi „hefðbundna“ – með öðrum orðum „alvöru“ – skáldsögu. Þessi umræða hefur ekki farið fram hjá Arnaldi, sem þykir heldur lítið gert úr glæpasagnaforminu. „Mér finnst þetta satt að segja heldur hlægileg umræða. Auðvitað yddast maður með hverri bók, ég vona að minnsta kosti að ég sé að skána sem höfundur. Ég hef aldrei litið á það sem ég hef verið gera sem annað en hreinar og klárar bókmenntir – „alvarlegar bókmenntir“, eins og það er stundum kallað. Þær eru inn í þessu glæpasagnaformi og ég er mjög sáttur við það. Ég komst að því fljótlega eftir að ég fór að skrifa að það á furðu vel við mig búa til gátur; að setja upp mál sem lesendur vilja vita meira um. Og ég nýt þess einlæglega. Ég blæs á alla umræðu um að ég eigi að færa mig yfir í alvöru skáldskap, ég fæst við hann nú þegar.“ Bækur Arnaldar fjalla enda sjaldnast um glæpi sem slíka, heldur notar hann glæpasöguna til að bregða ljósi á önnur málefni, samfélagsmein og mannlegar tilfinningar. „Ég hef engan áhuga á íslenska glæpaheiminum. Það sem ég hef áhuga á er áfallið, sem glæpurinn veldur í lífi fólks; missirinn sem af honum hlýst, reiðin og hefndin. Ég er miklu frekar að fjalla um þessar stóru tilfinningar en einhver glæpaplott. Mér er nokkuð sama þótt lesandi komist að því hver morðinginn er um miðja bók, ef ég fæ bara að segja mína sögu.“ Mótefni við trylltum tíðarandaÍ bókunum birtist oft lágstemmd en beinskeytt ádeila á íslenskan tíðaranda og í Svörtuloftum var útrásarbraskið tekið markvisst fyrir. Sjálfur dró Arnaldur ekki dul á það viðtali 2006 að sér hugnaðist ekki efnishyggjan, sem var allsráðandi, og í opnunarræðu sinni á bókamessunni í Frankfurt gagnrýndi hann það sem hann kallaði „skýjaborgir frjálshyggjunnar“. „Ég leit lengi á Erlend sem mótefni við því sem var að gerast; að við ættum aðeins að hægja á okkur og huga að því hvar við værum og hvaðan við erum komin. Við vorum bændasamfélag, sem þar til fyrir nokkrum áratugum var bláfátækt, en verðum á örskömmum tíma ein ríkasta þjóð heims. Í kjölfarið ætlum við að kenna heiminum kaupsýslu og úr verður bóla sem springur. Engin vissi hvaðan peningarnir komu og engin veit hvert peningarnir fóru en eftir sitjum við í rústum einhverrar frjálshyggju. Auðvitað er þetta að mörgu leyti óskiljanlegt. Í bókum mínum hef ég hins vegar alltaf verið að leita aftur til einfaldari tíma, sem Erlendur stendur fyrir. Ég er líka að gera það í þessari bók, að leita að einhverjum einfaldari sannleik um lífið. Þetta var orðið alltof tryllt.“ Spurður hvort hann ætli að skrifa meira um hrunið og afleiðingar þess, segist Arnaldur sjálfsagt eiga eftir að gera það. „Við erum í sjálfu sér enn inn í storminum og sjáum ekki alveg út enn þá, svo ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér með það. En þetta eru erfiðir tímar og það er margt söguefnið.“ Skilur reiðina í samfélaginuHvernig upplifir Arnaldur sjálfur ástandið á Íslandi í kjölfar hruns? „Ég hef í sjálfu sér ekki haft mikinn áhuga á íslenskri pólitík,mér finnst hún leiðinleg. Það er aftur á móti enn mikil reiði í samfélaginu og ég skil ekki af hverju ekki hefur verið reynt að sefa hana á markvissari hátt. Reiðin stafar að hluta til vegna stöðu heimilanna í kjölfar hrunsins, sem er mjög slæm, og svo auðvitað vegna þess að það virðist ganga mjög hægt að draga menn til ábyrgðar. Ég, eins og hver annar Íslendingur, fylgist með því sem er að gerast og skil þá reiði.“ Bækur Arnaldar hafa sem fyrr segir selst í milljónum eintaka og hann fyrir vikið stórefnast. Hvaða áhrif hefur það haft á hann? Finnst honum hann vera í verri aðstöðu til að gagnrýna efnishyggju í ljósi þess að hann hefur auðgast? „Ég hef efnast eingöngu út á sölu bóka minna og það hefur gert mér kleift að sinna ritstörfunum alfarið. Það er það eina sem ég hef nýtt mér í sambandi við þessar breyttu aðstæður. Ég hef frið til að til að vinna að bókum mínum en áður þurfti ég að vinna tvö störf. Arnaldur segir það ekki fara í taugarnar á sér þótt athyglin sem beinist að honum snúi ekki síður að sölutölum og peningum en sjálfum ritverkunum. „Þessi umræða er skiljanleg á sinn hátt, það eru ekki margir rithöfundar í þessari stöðu sem ég er í. Þetta er vissulega einhver leiðinlegasta umræða sem ég get hugsað mér, en hún er fylgifiskur þess að maður selur margar bækur.“ Les aldrei eigin bækurHjá Arnaldi er hver dagur öðrum líkur, fyrir utan sumrin, þar sem hann leyfir sér að taka langt frí og ferðast um landið. Þar fyrir utan er hann rútínumaður, er sestur við tölvuna klukkan níu að morgni. Í hádeginu les hann í einn til einn og hálfan tíma; Skagfirðingabók, Stefan Zweig, ljóð, Tinna og allt þar á milli, áður en hann sest aftur við tölvuna og vinnur fram eftir degi. Hver bók byrjar á stórri hugmynd – heimilisofbeldi, Austur-Þýskaland, skákeinvígi – sem hann síðan býr til aðstæður í. „Ég veit yfirleitt ekki hvernig bókin endar þegar ég sest niður og byrja á henni. Oft kvikna persónur í miðri sögu sem ég sníð til og reynast hafa mikið vægi þegar upp er staðið. Dag eftir dag, þegar maður situr við, kvikna svo allar þessar milljón litlu hugmyndir sem gera bók að bók. Það er það sem gerir þetta starf svo skemmtilegt; maður er alltaf að uppgötva eitthvað sem maður vissi ekki að maður ætlaði að skrifa um. Svo veit maður aldrei hvort maður nái á annað borð að klára sögu eða verði ánægður með hana þegar henni er lokið. Segjum sem svo að manni takist það, þá taka við kannski þrír til fjórir mánuðir í að skoða hana, laga, bæta við og taka úr.“ Hann hefur þó aldrei lent í því að þurfa að kasta handriti sem hann er langt komin með. „Nei, en það hefur komið hik á mann og ýmislegt sem hefur þurft að hugsa upp á nýtt en sem betur fer hefur mér alltaf tekist að klára bók.“ Þegar bókin er komin út lítur hann svo á að hann hafi lokið sínu. Hann hefur aldrei lesið eigin bók eftir að hún er útgefin. „Ég veit ekki hvers vegna; ég gef mér bara ekki tíma til þess og hef í sjálfu sér ekki mikinn áhuga á því. Maður hefur lifað svo lengi með þessum verkum og undir lokin er óneitanlega komin þreyta í mann. Þegar bókin er komin út þá einfaldlega snýr maður sér að öðru. Það kemur fyrir að ég lesi einstaka hluta, málsgreinar sem ég man að voru mér að skapi, en aldrei heila bók.“ Hann segir enga sérstaka ástæðu fyrir því að 1. nóvember hafi orðið fyrir valinu sem fastur útgáfudagur. „Ég er að minnsta kosti búinn að steingleyma því, þessi dagur hefur ekki neitt tilfinningagildi fyrir mig þannig séð. Þetta er heppilegur tími til að setja bók á markað fyrir jólavertíðina og bara hefð sem myndaðist. Mér finnst gott að halda í hefðir.“ Stoltastur af KonungsbókkSpurður hvort hann sé stoltari af einhverri einni bók en annarri, nefnir hann Konungsbók. „Það er bók sem ég hafði mikla ánægju af að skrifa og kynna mér þá hluti sem koma við sögu í henni. Ég er sérlega stoltur af því að hafa tekist að koma hápunkti sögunnar í Gullfoss á siglingu sinni til Íslands eftir að Halldór Laxness fékk tilkynninguna um Nóbelinn. Það eru svona hlutir sem maður hefur gaman af, þótt aðrir hafi það kannski ekki. Þetta er það sem skáldsagan gefur manni; það er hægt að leyfa sér svo margt og leika sér með veruleikann með því að snúa aðeins upp á hann.“ Konungsbók tileinkaði hann föður sínum, Indriða G. Þorsteinssyni, á sínum tíma og hefur áður rætt hversu mikil áhrif hann hefur átt á sig. Fyrr á árinu kom skáldsagan 79 af stöðinni eftir Indriða út í Þýskalandi og hefur hlotið lofsamlega dóma, sem er Arnaldi ekki lítið ánægjuefni. „Þýskir gagnrýnendur hafa tekið bókinni fagnandi, sem er merkilegt í ljósi þess að bókin er skrifuð 1955. En hún á greinilega enn þá erindi, ekki síður erlendis en hér og hefur sitt að segja nýjum lesendum. Það er mjög ánægjulegt að verða vitni að því. Það er hins ekki bara bókin hans pabba sem gerir það gott; það er með ólíkindum hvað það er að koma út mikið af íslenskum bókum í Þýskalandi. Tækifærin sem það felur í sér eru mikil, ekki bara í þar í landi heldur víðar. Ég þekki það sjálfur, því eftir að það var byrjað að gefa út bækurnar mínar í Þýskalandi fyrir um áratug opnaði það aðrar dyr og mörg önnur lönd bættust í hópinn.“ Rithöfundar láti ekki segja sér fyrir verkumÍslenska glæpasagan hefur fest sig svo rækilega í sessi að það er auðvelt að gleyma hversu ungt þetta form; að ekki er nema hálfur annar áratugur síðan það var álitið ómögulegt að semja trúverðuga íslenska glæpasögu. Arnaldur hefur verið í lykilhlutverki í þeirri þróun. Spurður hvaða þýðingu hann telji glæpasöguna hafa haft fyrir íslensk bókmenntalíf hugsar hann sig um. „Mér dettur í fljótu bragði tvennt í hug. Í fyrsta lagi hafa glæpasögurnar náð miklum vinsældum, ekki bara sögunar mínar heldur annarra líka. Þær hafa vakið áhuga á lestri og íslenskum bókmenntum, ekki síst meðal ungs fólks. Það hlýtur að vera fagnaðarefni. Í öðru lagi hefur velgengni glæpasögunnar opnað á þá hugmynd að allt sé mögulegt. Það eru engin takmörk, rithöfundar geta leyft sér að skrifa um hvað sem er. Ég man hvað það var talið bjánalegt í fyrstu að skrifa glæpasögu á Íslandi. Rannsóknarlögreglumaður sem heitir Erlendur, það þótti ekki lítið asnalegt. Þetta sýnir að rithöfundar eiga ekki að láta segja sér fyrir verkum. Það á enginn að ákveða fyrir mann hvað er hægt að skrifa um og hvað ekki.“
Fréttir Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira