Um klíníska þjónustu, vændi, hjúkrun og ritstörf Helga Bragadóttir skrifar 29. október 2011 06:00 Ágæti Guðmundur Andri. Ég má til með að leiðrétta leiðan misskilning sem birtist í pistli þínum mánudaginn 24. október sl. Í pistlinum birtir þú hugleiðingar þínar um vændiskaup og -sölu sem uppátæki Stóru systra hafa vakið hjá þér. Ég ætla ekki að gera óljósa skoðun þína á vændi að umfjöllunarefni heldur tel ég mér bæði ljúft og skylt að leiðrétta misskilning þann sem birtist í skrifum þínum um klínísk störf og hjúkrun. Sem hjúkrunarfræðingur tilheyri ég klínískri stétt heilbrigðisvísinda og get því talað af nokkurri þekkingu og reynslu. Klínísk hjúkrun felur í sér að samþætta fræðilega þekkingu hjúkrunarfræðinnar faglegri færni í því að annast einstaklinga og hópa á heildrænan hátt. Þannig er leitast við á jafningjagrunni með samstarfi við sjúklinga að efla heilbrigði þeirra. Þar er fullt tillit tekið til allra mannlegra þátta, bæði líkamlegra, andlegra/tilfinningalegra og félagslegra. Ég get með engu móti séð að vændi feli þetta í sér og þar af leiðandi er út í hött að spyrða vændi við klíník og líkja því við hjúkrun. Af pistli þínum má ætla að það að hjúkra feli eingöngu í sér kalda líkamlega þjónustu. Það er af og frá. Að minnsta kosti vona ég að þú og þínir njótið umhyggjusamrar og heildrænnar hjúkrunar í samskiptum við heilbrigðiskerfið. Ég get fullyrt við þig að hjúkrunarfræðingum og öðrum sem sinna umönnunarstörfum er annt um sjúklinga sína, einnig þegar þeir eru að sinna líkamlegum þörfum sjúklinganna. Hjúkrunarfræðin leitast við að byggja upp þekkingu á því hvernig mæta má á sem bestan hátt þörfum sjúklinga, styðja þá til sjálfshjálpar eða aðstoða þá sem ekki geta sinnt sínum þörfum án hjálpar. Hjúkrun snýst ekki um að framkvæma verk á vélrænan hátt heldur að nota vitsmuni og þekkingu á flókin viðfangsefni þar sem gagnrýnni nálgun er beitt af innsæi, þarfir sjúklinga metnar, meðferðir skipulagðar, þeim hrint í framkvæmd og árangur metinn. Því get ég með engu móti skilið hvernig þú getur líkt vændi við klíníska vinnu sem hjúkrun og geng því út frá því að um leiðan misskilning eða hreinlega vanþekkingu sé að ræða. Til frekari fróðleiks um klíníska hjúkrun bendi ég á Tímarit hjúkrunarfræðinga sem er opið öllum á veraldarvefnum á heimasíðu Félags íslenska hjúkrunarfræðinga, bók Kristínar Björnsdóttur Líkami og sál sem gerir grein fyrir þróun hjúkrunarfræðinnar á Íslandi og bók Margrétar Guðmundsdóttur Saga hjúkrunar á Íslandi á 20. öld sem er hvoru tveggja falleg og fræðandi. Að lokum vil ég taka fram að pistlar þínir hafa jafnan vakið hjá mér ánægju og hlakka ég til að sjá þann næsta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Ágæti Guðmundur Andri. Ég má til með að leiðrétta leiðan misskilning sem birtist í pistli þínum mánudaginn 24. október sl. Í pistlinum birtir þú hugleiðingar þínar um vændiskaup og -sölu sem uppátæki Stóru systra hafa vakið hjá þér. Ég ætla ekki að gera óljósa skoðun þína á vændi að umfjöllunarefni heldur tel ég mér bæði ljúft og skylt að leiðrétta misskilning þann sem birtist í skrifum þínum um klínísk störf og hjúkrun. Sem hjúkrunarfræðingur tilheyri ég klínískri stétt heilbrigðisvísinda og get því talað af nokkurri þekkingu og reynslu. Klínísk hjúkrun felur í sér að samþætta fræðilega þekkingu hjúkrunarfræðinnar faglegri færni í því að annast einstaklinga og hópa á heildrænan hátt. Þannig er leitast við á jafningjagrunni með samstarfi við sjúklinga að efla heilbrigði þeirra. Þar er fullt tillit tekið til allra mannlegra þátta, bæði líkamlegra, andlegra/tilfinningalegra og félagslegra. Ég get með engu móti séð að vændi feli þetta í sér og þar af leiðandi er út í hött að spyrða vændi við klíník og líkja því við hjúkrun. Af pistli þínum má ætla að það að hjúkra feli eingöngu í sér kalda líkamlega þjónustu. Það er af og frá. Að minnsta kosti vona ég að þú og þínir njótið umhyggjusamrar og heildrænnar hjúkrunar í samskiptum við heilbrigðiskerfið. Ég get fullyrt við þig að hjúkrunarfræðingum og öðrum sem sinna umönnunarstörfum er annt um sjúklinga sína, einnig þegar þeir eru að sinna líkamlegum þörfum sjúklinganna. Hjúkrunarfræðin leitast við að byggja upp þekkingu á því hvernig mæta má á sem bestan hátt þörfum sjúklinga, styðja þá til sjálfshjálpar eða aðstoða þá sem ekki geta sinnt sínum þörfum án hjálpar. Hjúkrun snýst ekki um að framkvæma verk á vélrænan hátt heldur að nota vitsmuni og þekkingu á flókin viðfangsefni þar sem gagnrýnni nálgun er beitt af innsæi, þarfir sjúklinga metnar, meðferðir skipulagðar, þeim hrint í framkvæmd og árangur metinn. Því get ég með engu móti skilið hvernig þú getur líkt vændi við klíníska vinnu sem hjúkrun og geng því út frá því að um leiðan misskilning eða hreinlega vanþekkingu sé að ræða. Til frekari fróðleiks um klíníska hjúkrun bendi ég á Tímarit hjúkrunarfræðinga sem er opið öllum á veraldarvefnum á heimasíðu Félags íslenska hjúkrunarfræðinga, bók Kristínar Björnsdóttur Líkami og sál sem gerir grein fyrir þróun hjúkrunarfræðinnar á Íslandi og bók Margrétar Guðmundsdóttur Saga hjúkrunar á Íslandi á 20. öld sem er hvoru tveggja falleg og fræðandi. Að lokum vil ég taka fram að pistlar þínir hafa jafnan vakið hjá mér ánægju og hlakka ég til að sjá þann næsta.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar