Orkunýting og búmennska 29. október 2011 06:00 Í leiðara Fréttablaðsins föstudaginn 28. október segir Steinunn Stefánsdóttir að umgengni Íslendinga við auðlindir hafi fram til þessa borið meiri svip af veiðimennsku en búskap, og á þar við umgengni um orkuauðlindir. Vandséð er hvernig aðstoðarritstjórinn kemst að þessari niðurstöðu. Eða þekkir Steinunn einhver dæmi um að gengið hafi verið of nærri íslenskum orkuauðlindum? Ef átt er við að einhverjar virkjanir hafi haft óæskileg áhrif á náttúruna þá verða vissulega ávallt uppi mismunandi sjónarmið í þeim efnum, en við Íslendingar erum þó Evrópumeistarar í verndun landsvæða og mikil áform eru uppi um að ganga enn lengra í þeim efnum. Steinunn fer mikinn og talar meðal annars um rétt þeirra sem ófædd eru, en munu þau ekki einmitt njóta ávaxtanna af því að reistar hafi verið hér virkjanir og jafnvel þegar afskrifaðar, þótt þær skapi þjóðinni áfram verðmæti? Hún kallar það mýtu að með nýtingu endurnýjanlegra orkuauðlinda hérlendis séum við Íslendingar að leggja okkar af mörkum til umhverfismála á alþjóðavísu, þar sem fyrir vikið sé minni þörf á notkun mengandi orkugjafa annars staðar. Ástæðan sé sú að í alheimssamhengi sé framleiðanleg orka á Íslandi ekki svo mikil. Samkvæmt þessari röksemdafærslu getum við þá t.d. látið það eiga sig að sinna þróunaraðstoð, þar sem okkar framlag telur varla mikið slíku í alheimssamhengi. Formaður loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna kom þó hingað um árið og hvatti Íslendinga til að halda áfram að nýta hér endurnýjanlegar orkuauðlindir, í þágu baráttunnar gegn áhrifum svonefndra gróðurhúsalofttegunda. Orkan er ekki álLoks skal hér nefnt að í leiðaranum er kvartað undan tilvísunum í störfin við álframleiðsluna sem við taki að loknum virkjanaframkvæmdum. Nú er það vissulega svo að þrjú öflug álfyrirtæki eru langstærstu viðskiptavinir íslenskra orkufyrirtækja. Sú staða segir hins vegar ekkert til um framhaldið og engin ástæða er til að tengja virkjanir framtíðarinnar endilega við framleiðslu á áli. Við Íslendingar búum við þá algeru sérstöðu að hér er svo gott sem öll raforka unnin úr endurnýjanlegum orkugjöfum, og sama gildir um húshitun. Við hljótum að geta sameinast um að vera stolt af þessari einstöku stöðu. Svo mikið er víst að margur kola- og olíubrennandi nágranninn lítur hingað öfundaraugum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins föstudaginn 28. október segir Steinunn Stefánsdóttir að umgengni Íslendinga við auðlindir hafi fram til þessa borið meiri svip af veiðimennsku en búskap, og á þar við umgengni um orkuauðlindir. Vandséð er hvernig aðstoðarritstjórinn kemst að þessari niðurstöðu. Eða þekkir Steinunn einhver dæmi um að gengið hafi verið of nærri íslenskum orkuauðlindum? Ef átt er við að einhverjar virkjanir hafi haft óæskileg áhrif á náttúruna þá verða vissulega ávallt uppi mismunandi sjónarmið í þeim efnum, en við Íslendingar erum þó Evrópumeistarar í verndun landsvæða og mikil áform eru uppi um að ganga enn lengra í þeim efnum. Steinunn fer mikinn og talar meðal annars um rétt þeirra sem ófædd eru, en munu þau ekki einmitt njóta ávaxtanna af því að reistar hafi verið hér virkjanir og jafnvel þegar afskrifaðar, þótt þær skapi þjóðinni áfram verðmæti? Hún kallar það mýtu að með nýtingu endurnýjanlegra orkuauðlinda hérlendis séum við Íslendingar að leggja okkar af mörkum til umhverfismála á alþjóðavísu, þar sem fyrir vikið sé minni þörf á notkun mengandi orkugjafa annars staðar. Ástæðan sé sú að í alheimssamhengi sé framleiðanleg orka á Íslandi ekki svo mikil. Samkvæmt þessari röksemdafærslu getum við þá t.d. látið það eiga sig að sinna þróunaraðstoð, þar sem okkar framlag telur varla mikið slíku í alheimssamhengi. Formaður loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna kom þó hingað um árið og hvatti Íslendinga til að halda áfram að nýta hér endurnýjanlegar orkuauðlindir, í þágu baráttunnar gegn áhrifum svonefndra gróðurhúsalofttegunda. Orkan er ekki álLoks skal hér nefnt að í leiðaranum er kvartað undan tilvísunum í störfin við álframleiðsluna sem við taki að loknum virkjanaframkvæmdum. Nú er það vissulega svo að þrjú öflug álfyrirtæki eru langstærstu viðskiptavinir íslenskra orkufyrirtækja. Sú staða segir hins vegar ekkert til um framhaldið og engin ástæða er til að tengja virkjanir framtíðarinnar endilega við framleiðslu á áli. Við Íslendingar búum við þá algeru sérstöðu að hér er svo gott sem öll raforka unnin úr endurnýjanlegum orkugjöfum, og sama gildir um húshitun. Við hljótum að geta sameinast um að vera stolt af þessari einstöku stöðu. Svo mikið er víst að margur kola- og olíubrennandi nágranninn lítur hingað öfundaraugum.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar