Skoðun

Niðurskurður á Alþingi

Íslendinga hefur beðið mikinn hnekki meðal þjóðarinnar síðustu misseri og í raun hneykslað venjulegt fólk með framkomu fjölmargra þingmanna. Þurfum við í alvöru að hafa 63 þingmenn sem hver hefur um eina milljón í laun og tengd gjöld á mánuði, sem virðast að mestu standa í kaffistofudægurmálaþrasi? Það finnst mér ekki eiga að vera hlutverk Alþingis.

63 þingmenn eru allt of margir í 300 þúsund manna þjóðfélagi. Ég myndi telja að okkur myndi nægja alveg um það bil 12 þingmenn. Það gæti sparað ríkissjóði yfir 1 milljarð á ári að fækka þingmönnum um 51 stykki. Niðurskurður á erfiðleikatímum á líka að ná til Alþingis og ríkisstjórnar.

Og ríkisstjórn á ekki að sitja á Alþingi. Bæjar- og sveitarstjórnir geta sinnt málefnum landsbyggðar og eftir atvikum skotið þeim til Alþingis. 12 þingmönnum myndi líka nægja minna húsnæði en nú er og þá væri t.d. alveg tilvalið að spara byggingu nýs fangelsis og breyta þinghúsinu í fangelsi. Ég gæti trúað að orðaforði fanga í þinghúsinu (fangelsinu) yrði lítið verri en sumra alþingismanna, með fullri virðingu fyrir föngum.




Skoðun

Sjá meira


×