Hita upp fyrir veigamestu jazzveislu Íslendinga erlendis 2. nóvember 2011 13:00 Gítarleikarinn Ómar hitar upp fyrir Barbican Center á Jazzklúbbnum Múlanum í kvöld. Hljómsveit gítarleikarans Ómars Guðjónssonar heldur tónleika á Jazzklúbbnum Múlanum í Norræna húsinu í kvöld. Tilefnið er að hita upp fyrir tónleika sveitarinnar á London Jazzfestival í næstu viku. Þar mun hljómsveitin koma fram ásamt þremur öðrum íslenskum böndum. „Við komum fram laugardaginn 12. nóvember á sviði sem verður tileinkað íslenskum tónum. Ásamt okkur leika Samúel Jón Samúelsson Big Band, Tríó Sunnu Gunnlaugsdóttur og Frelsissveit Hauks Gröndal," segir Ómar spenntur yfir komandi Bretlandsferð. Hann lofar jafnframt að rafmagnaður djass verði leikinn á Múlanum í kvöld. „Við erum með tvo trommuleikara og rafmagnsbassa, sem er ekki mjög algengt í djassi. Við hugsum svolítið út fyrir djassrammann." Íslensku jazzsveitirnar koma fram í Barbican Centre 12. nóvember þar sem íslenskur jazz mun hljóma samfleytt frá kl. 15 til 19. Þetta er í fyrsta skipti sem staðið er fyrir kynningu sem þessari á London Jazz Festival og án efa ein veigamesta jazzveisla sem Íslendingar hafa staðið fyrir erlendis. Verkefnið er tilkomið eftir þátttöku ÚTÓN og Jazzhátíðar Reykjavíkur í þýsku hátíðinni Jazzahead. Þar buðu forsvarsmenn London Jazz Festival ofangreindum listamönnum eftir að hafa heyrt tónlist þeirra og hitt þá í Þýskalandi. Af því tilefni kom ritstjóri Jazzwise á Jazzhátíð Reykjavíkur og í nýjasta tölublaði tímaritsins er mikil umfjöllun um íslenskan jazz og þá listamenn sem koma fram í London í blaðinu. Iceland Express og Sendiráð Íslands í London eru samstarfsaðilar verkefnisins. Anna Hildur Hildibrandsdóttir framkvæmdastjóri ÚTÓN segir ánægjulegt að sjá hversu mikill árangur og tengsl hafi náðst í fyrsta skipti sem ÚTÓN setti upp bás á Jazzahead. „Við munum halda áfram þessari kynningu og taka þátt í Jazzahead aftur á næsta ári. Þetta er greinilega ráðstefna sem skilar árangri sem skiptir máli." Pétur Grétarsson segir að með þessu hafi tekist að lenda einu mikilvægasta samstarfsverkefni sem Jazzhátíð Reykjavíkur hefur staðið fyrir en þetta er í fyrsta skipti sem formlegt samstarf af þessu tagi gengur eftir. Sveitirnar hita einnig upp fyrir London með jazzveislu í sal FÍH í Rauðagerði næstkomandi sunnudag klukkan 16. Tónlist Mest lesið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Fleiri fréttir Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Hljómsveit gítarleikarans Ómars Guðjónssonar heldur tónleika á Jazzklúbbnum Múlanum í Norræna húsinu í kvöld. Tilefnið er að hita upp fyrir tónleika sveitarinnar á London Jazzfestival í næstu viku. Þar mun hljómsveitin koma fram ásamt þremur öðrum íslenskum böndum. „Við komum fram laugardaginn 12. nóvember á sviði sem verður tileinkað íslenskum tónum. Ásamt okkur leika Samúel Jón Samúelsson Big Band, Tríó Sunnu Gunnlaugsdóttur og Frelsissveit Hauks Gröndal," segir Ómar spenntur yfir komandi Bretlandsferð. Hann lofar jafnframt að rafmagnaður djass verði leikinn á Múlanum í kvöld. „Við erum með tvo trommuleikara og rafmagnsbassa, sem er ekki mjög algengt í djassi. Við hugsum svolítið út fyrir djassrammann." Íslensku jazzsveitirnar koma fram í Barbican Centre 12. nóvember þar sem íslenskur jazz mun hljóma samfleytt frá kl. 15 til 19. Þetta er í fyrsta skipti sem staðið er fyrir kynningu sem þessari á London Jazz Festival og án efa ein veigamesta jazzveisla sem Íslendingar hafa staðið fyrir erlendis. Verkefnið er tilkomið eftir þátttöku ÚTÓN og Jazzhátíðar Reykjavíkur í þýsku hátíðinni Jazzahead. Þar buðu forsvarsmenn London Jazz Festival ofangreindum listamönnum eftir að hafa heyrt tónlist þeirra og hitt þá í Þýskalandi. Af því tilefni kom ritstjóri Jazzwise á Jazzhátíð Reykjavíkur og í nýjasta tölublaði tímaritsins er mikil umfjöllun um íslenskan jazz og þá listamenn sem koma fram í London í blaðinu. Iceland Express og Sendiráð Íslands í London eru samstarfsaðilar verkefnisins. Anna Hildur Hildibrandsdóttir framkvæmdastjóri ÚTÓN segir ánægjulegt að sjá hversu mikill árangur og tengsl hafi náðst í fyrsta skipti sem ÚTÓN setti upp bás á Jazzahead. „Við munum halda áfram þessari kynningu og taka þátt í Jazzahead aftur á næsta ári. Þetta er greinilega ráðstefna sem skilar árangri sem skiptir máli." Pétur Grétarsson segir að með þessu hafi tekist að lenda einu mikilvægasta samstarfsverkefni sem Jazzhátíð Reykjavíkur hefur staðið fyrir en þetta er í fyrsta skipti sem formlegt samstarf af þessu tagi gengur eftir. Sveitirnar hita einnig upp fyrir London með jazzveislu í sal FÍH í Rauðagerði næstkomandi sunnudag klukkan 16.
Tónlist Mest lesið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Fleiri fréttir Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp