Ingvari gert að greiða Kaupþingi 2,6 milljarða Stígur Helgason skrifar 3. nóvember 2011 11:00 Ingvar Vilhjálmsson Ingvar Vilhjálmsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Kaupþingi, þarf að greiða þrotabúi bankans 2,6 milljarða króna sem hann fékk að láni til hlutabréfakaupa fyrir hrun. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, sem hefur staðfest tvær riftunarákvarðanir slitastjórnar bankans. Slitastjórn ákvað í vor að rifta þeirri ákvörðun stjórnar gamla bankans að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna af lánum til hlutabréfakaupa. Sú ákvörðun var tekin rétt fyrir hrun til að skera starfsfólkið úr snörunni vegna yfirvofandi þrots bankans. Alls fengu 80 starfsmenn Kaupþings samtals 32 milljarða króna að láni hjá bankanum fyrir hlutabréfakaupum í bankanum sjálfum. Daginn eftir setningu neyðarlaganna, 7. október 2008, flutti Ingvar skuldina í einkahlutafélag á eigin nafni. Kaupþing rifti einnig þeim gjörningi og fellst héraðsdómur á þá ákvörðun. Í niðurstöðu dómsins segir að svo virðist sem engar þær eignir hafi verið til í félaginu sem hefðu getað staðið undir greiðslu af láninu. „Af því verður ekki annað ráðið en að skuldaraskiptin hafi verið til málamynda eingöngu gerð í þeim tilgangi að losa stefnda undan persónulegri ábyrgð á lánssamningnum.“ Alls fengu ríflega sextíu starfsmenn Kaupþings lán til hlutabréfakaupa. Eftir ákvörðunina um að rifta niðurfellingu ábyrgðarinnar hefur slitastjórnin samið við ríflega helming þeirra um endurgreiðslur á hluta skuldanna, með fyrirvara um að dómar falli slitastjórninni í hag. Dómar hafa til þessa verið misvísandi. Mörg stærstu málin hafa hins vegar ratað fyrir dómstóla. Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Ingvar Vilhjálmsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Kaupþingi, þarf að greiða þrotabúi bankans 2,6 milljarða króna sem hann fékk að láni til hlutabréfakaupa fyrir hrun. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, sem hefur staðfest tvær riftunarákvarðanir slitastjórnar bankans. Slitastjórn ákvað í vor að rifta þeirri ákvörðun stjórnar gamla bankans að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna af lánum til hlutabréfakaupa. Sú ákvörðun var tekin rétt fyrir hrun til að skera starfsfólkið úr snörunni vegna yfirvofandi þrots bankans. Alls fengu 80 starfsmenn Kaupþings samtals 32 milljarða króna að láni hjá bankanum fyrir hlutabréfakaupum í bankanum sjálfum. Daginn eftir setningu neyðarlaganna, 7. október 2008, flutti Ingvar skuldina í einkahlutafélag á eigin nafni. Kaupþing rifti einnig þeim gjörningi og fellst héraðsdómur á þá ákvörðun. Í niðurstöðu dómsins segir að svo virðist sem engar þær eignir hafi verið til í félaginu sem hefðu getað staðið undir greiðslu af láninu. „Af því verður ekki annað ráðið en að skuldaraskiptin hafi verið til málamynda eingöngu gerð í þeim tilgangi að losa stefnda undan persónulegri ábyrgð á lánssamningnum.“ Alls fengu ríflega sextíu starfsmenn Kaupþings lán til hlutabréfakaupa. Eftir ákvörðunina um að rifta niðurfellingu ábyrgðarinnar hefur slitastjórnin samið við ríflega helming þeirra um endurgreiðslur á hluta skuldanna, með fyrirvara um að dómar falli slitastjórninni í hag. Dómar hafa til þessa verið misvísandi. Mörg stærstu málin hafa hins vegar ratað fyrir dómstóla.
Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira