Ekki bara sætabrauðsdrengur 3. nóvember 2011 13:00 February 19, 1995: Brad Pitt Avoids Photographers With His Mystery Date At The Buffalo Club In Beverly Hills, California. (Photo By David Keeler/Getty Images) 96619/42271/Brad Pitt Brad Pitt er sennilega ein stærsta kvikmyndastjarna heims um þessar mundir. Hann er stöðugt viðfangsefni fréttamiðla, sem hafa fjallað um einkalíf leikarans af miklum móð í næstum tvo áratugi. Ólíkt mörgum slíkum stjörnum, sem þrífast á forsíðum glanstímarita, hefur Pitt sannað sig sem leikari. Nýjasta kvikmynd Brad Pitt, Moneyball, er byggð á bók bandaríska blaðamannsins Michael Lewis, Moneyball: The Art of Winning an Unfair Game. Lewis þennan ættu margir Íslendingar að kannast við, hann skrifaði ákaflega umdeilda grein í Vanity Fair um efnahagshrunið á Íslandi. Myndin segir frá hafnaboltaþjálfaranum Billy Beane, sem breytti umhverfi íþróttarinnar þegar hann innleiddi tölfræði og tölvur sem tæki við kaup á nýjum leikmönnum. Þessa stefna hafði gríðarlega góð áhrif á hafnaboltaliðið Oakland Athletics, sem Beane stjórnaði, en því tókst, eftir áralanga eyðimerkurgöngu, að verða meðal sterkustu liða bandarísku hafnaboltadeildarinnar. Með önnur hlutverk í myndinni fara þau Jonah Hill, Philip Seymour Hoffman og Robin Wright en leikstjóri er Bennett Miller, sá hinn sami og gerði hina mögnuðu kvikmynd Capote. Brad Pitt er fæddur í desember árið 1963 í Oklahoma. Foreldrar hans voru dæmigert millistéttarfólk; faðir hans var framkvæmdastjóri hjá vörubílafyrirtæki. Pitt ól snemma með sér þann draum að verða kvikmyndastjarna og flutti ungur að árum til Hollywood, þar sem hann vann ýmiss konar forvitnileg störf meðfram því að reyna koma sér á framfæri í kvikmyndaborginni; hann sá meðal annars um að keyra fatafellur í einkasamkvæmi. Pitt lék lítil hlutverk í þekktum sápum, honum bregður meðal annars fyrir í nokkrum þáttum af Dallas og Glory Days, en þar lék hann Walker Lovejoy. Það var hins vegar Ridley Scott sem gaf honum stóra tækifærið árið 1991. Hann fékk þá hlutverk kúrekaglaumgosa sem dró þær Thelmu og Louise á tálar í eftirminnilegri mynd. Þá strax varð Pitt að miklu kyntákni, en leikarinn hefur markvisst reynt að þrífa þann stimpil reglulega af sér. Kvikmyndirnar A River Runs Through It, Kalifornia, Interview with the Vampire og Legends of the Fall gerðu hins vegar lítið til að draga úr áhuga kvenpeningsins á honum. Árið 1995 breytti hins vegar ferli Pitt, áhugi fjölmiðla á sambandi hans og bandarísku leikkonunnar Gwyneth Paltrow var gríðarlegur og kvikmynd þeirra Se7en sló í gegn svo um munaði. Pitt var síðan tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í framtíðartryllinum Twelve Monkeys. Leið hans hefur síðan þá eingöngu legið upp á við; hann er ötull framleiðandi og á meðal annars kvikmyndafyrirtæki með fyrrverandi eiginkonu sinni, Jennifer Aniston (lætin í kringum þeirra skilnað og samband Pitt og Jolie væru auðvitað efni í aðra grein, jafnvel bók). Pitt hefur sjálfur varla stigið feilspor á síðastliðnum árum og verið ófeiminn við að ögra sjálfum sér í kvikmyndum á borð við The Curious Case of Benjamin Button og Inglourious Basterds. Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Mest lesið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Irv Gotti er látinn Lífið Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Sjá meira
Brad Pitt er sennilega ein stærsta kvikmyndastjarna heims um þessar mundir. Hann er stöðugt viðfangsefni fréttamiðla, sem hafa fjallað um einkalíf leikarans af miklum móð í næstum tvo áratugi. Ólíkt mörgum slíkum stjörnum, sem þrífast á forsíðum glanstímarita, hefur Pitt sannað sig sem leikari. Nýjasta kvikmynd Brad Pitt, Moneyball, er byggð á bók bandaríska blaðamannsins Michael Lewis, Moneyball: The Art of Winning an Unfair Game. Lewis þennan ættu margir Íslendingar að kannast við, hann skrifaði ákaflega umdeilda grein í Vanity Fair um efnahagshrunið á Íslandi. Myndin segir frá hafnaboltaþjálfaranum Billy Beane, sem breytti umhverfi íþróttarinnar þegar hann innleiddi tölfræði og tölvur sem tæki við kaup á nýjum leikmönnum. Þessa stefna hafði gríðarlega góð áhrif á hafnaboltaliðið Oakland Athletics, sem Beane stjórnaði, en því tókst, eftir áralanga eyðimerkurgöngu, að verða meðal sterkustu liða bandarísku hafnaboltadeildarinnar. Með önnur hlutverk í myndinni fara þau Jonah Hill, Philip Seymour Hoffman og Robin Wright en leikstjóri er Bennett Miller, sá hinn sami og gerði hina mögnuðu kvikmynd Capote. Brad Pitt er fæddur í desember árið 1963 í Oklahoma. Foreldrar hans voru dæmigert millistéttarfólk; faðir hans var framkvæmdastjóri hjá vörubílafyrirtæki. Pitt ól snemma með sér þann draum að verða kvikmyndastjarna og flutti ungur að árum til Hollywood, þar sem hann vann ýmiss konar forvitnileg störf meðfram því að reyna koma sér á framfæri í kvikmyndaborginni; hann sá meðal annars um að keyra fatafellur í einkasamkvæmi. Pitt lék lítil hlutverk í þekktum sápum, honum bregður meðal annars fyrir í nokkrum þáttum af Dallas og Glory Days, en þar lék hann Walker Lovejoy. Það var hins vegar Ridley Scott sem gaf honum stóra tækifærið árið 1991. Hann fékk þá hlutverk kúrekaglaumgosa sem dró þær Thelmu og Louise á tálar í eftirminnilegri mynd. Þá strax varð Pitt að miklu kyntákni, en leikarinn hefur markvisst reynt að þrífa þann stimpil reglulega af sér. Kvikmyndirnar A River Runs Through It, Kalifornia, Interview with the Vampire og Legends of the Fall gerðu hins vegar lítið til að draga úr áhuga kvenpeningsins á honum. Árið 1995 breytti hins vegar ferli Pitt, áhugi fjölmiðla á sambandi hans og bandarísku leikkonunnar Gwyneth Paltrow var gríðarlegur og kvikmynd þeirra Se7en sló í gegn svo um munaði. Pitt var síðan tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í framtíðartryllinum Twelve Monkeys. Leið hans hefur síðan þá eingöngu legið upp á við; hann er ötull framleiðandi og á meðal annars kvikmyndafyrirtæki með fyrrverandi eiginkonu sinni, Jennifer Aniston (lætin í kringum þeirra skilnað og samband Pitt og Jolie væru auðvitað efni í aðra grein, jafnvel bók). Pitt hefur sjálfur varla stigið feilspor á síðastliðnum árum og verið ófeiminn við að ögra sjálfum sér í kvikmyndum á borð við The Curious Case of Benjamin Button og Inglourious Basterds.
Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Mest lesið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Irv Gotti er látinn Lífið Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Sjá meira