Hjólastólnum stolið af fötluðum manni 7. nóvember 2011 09:00 Benedikt Hákon og aðstoðarkona hans voru í göngutúr í Elliðaárdal þegar hjólastól hans var stolið. fréttablaðið/stefán „Ég er orðin svo gömul að ég er nánast alveg hætt að verða hissa yfir nokkrum hlut, en ég er mjög hissa yfir þessu. Ég trúi þessu eiginlega ekki,“ segir Dóra Bjarnason prófessor. Fatlaður sonur Dóru, Benedikt Hákon Bjarnason, varð fyrir því að hjólastól hans var stolið meðan hann brá sér í göngutúr með aðstoðarkonu sinni síðastliðinn þriðjudag. Benedikt Hákon, sem býr ásamt aðstoðarfólki í vesturbæ Reykjavíkur, þarfnast aðstoðar við flestar daglegar athafnir og notar hjólastól mikið. „Sonur minn þarf þó að halda fótunum við og fer því í stuttan göngutúr, ásamt aðstoðarfólki, án hjólastólsins á hverjum degi,“ segir Dóra og bætir við að á þriðjudaginn hafi Benedikt Hákon og aðstoðarkona hans ákveðið að keyra í Elliðaárdalinn í göngutúr í ljósaskiptunum. „Fyrst fóru þau í göngutúr með hjólastólinn og svo án hans, en hjólastóllinn stóð við hlið bílsins á meðan. Þegar þau komu aftur að bílnum að lokinni um tíu mínútna gönguför var hjólastóllinn horfinn. Þarna hefur einhver með skrýtið skopskyn verið að verki, því svona gerir ekki nokkur maður.“ Aðstoðarkona Benedikts Hákons tilkynnti þjófnaðinn til lögreglu og segist Dóra trúa því að hjólastóllinn skili sér að lokum. Benedikt Hákon notast nú við annan hjólastól sem hann fékk að láni hjá Hjálpartækjabankanum, þar sem Dóra segist hafa fengið snögga og frábæra þjónustu.- kg Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð Sjá meira
„Ég er orðin svo gömul að ég er nánast alveg hætt að verða hissa yfir nokkrum hlut, en ég er mjög hissa yfir þessu. Ég trúi þessu eiginlega ekki,“ segir Dóra Bjarnason prófessor. Fatlaður sonur Dóru, Benedikt Hákon Bjarnason, varð fyrir því að hjólastól hans var stolið meðan hann brá sér í göngutúr með aðstoðarkonu sinni síðastliðinn þriðjudag. Benedikt Hákon, sem býr ásamt aðstoðarfólki í vesturbæ Reykjavíkur, þarfnast aðstoðar við flestar daglegar athafnir og notar hjólastól mikið. „Sonur minn þarf þó að halda fótunum við og fer því í stuttan göngutúr, ásamt aðstoðarfólki, án hjólastólsins á hverjum degi,“ segir Dóra og bætir við að á þriðjudaginn hafi Benedikt Hákon og aðstoðarkona hans ákveðið að keyra í Elliðaárdalinn í göngutúr í ljósaskiptunum. „Fyrst fóru þau í göngutúr með hjólastólinn og svo án hans, en hjólastóllinn stóð við hlið bílsins á meðan. Þegar þau komu aftur að bílnum að lokinni um tíu mínútna gönguför var hjólastóllinn horfinn. Þarna hefur einhver með skrýtið skopskyn verið að verki, því svona gerir ekki nokkur maður.“ Aðstoðarkona Benedikts Hákons tilkynnti þjófnaðinn til lögreglu og segist Dóra trúa því að hjólastóllinn skili sér að lokum. Benedikt Hákon notast nú við annan hjólastól sem hann fékk að láni hjá Hjálpartækjabankanum, þar sem Dóra segist hafa fengið snögga og frábæra þjónustu.- kg
Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð Sjá meira