Foreldrar gegn einelti Bryndís Jónsdóttir og Guðrún Valdimarsdóttir skrifar 8. nóvember 2011 06:00 Einelti gegn börnum er grafalvarlegt samfélagsmein. Í könnunum Menntasviðs Reykjavíkur um viðhorf foreldra til grunnskólastarfs kemur fram að einelti hefur ekki farið minnkandi síðustu ár, að mati foreldra. Tæp 16% foreldra í könnun frá 2010 telja að börn þeirra hafi orðið fyrir einelti á síðustu tólf mánuðum. Í fjögur hundruð barna skóla eru þetta um sextíu og fjórir nemendur. Tæpur þriðjungur foreldra segir í sömu könnun að fljótt og vel hafi verið tekið á eineltinu en rúmlega þriðjungur segir að skólinn hafi ekki tekið á málinu. Kannanir frá árunum 2004, 2006 og 2008 sýna einnig að rúmlega þriðjungur foreldra var frekar ósáttur eða mjög ósáttur við það hvernig var tekið á eineltinu í skólanum. Það er ekki á færi einstaklinga að vinna bug á einelti heldur verðum við fullorðna fólkið í samfélaginu að taka höndum saman, axla ábyrgð og grípa til aðgerða. Skólasamfélagið allt þarf að líta í eigin barm og skoða hvernig gera má betur. Ábyrgðin er líka okkar foreldra. Sum börn eru ótrúlega fær í að fela líðan sína þegar þau vilja ekki íþyngja foreldrum sínum. Afskipti af barni sem á erfitt getur hreinlega bjargað lífi þess og breytt tilveru heillar fjölskyldu. Með því að hvetja börnin okkar til að láta einhvern fullorðinn vita ef þau verða vör við að önnur börn ástundi óæskilega hegðun, eða verða fyrir áreiti af hálfu annarra barna eða fullorðinna, getum við lagt okkar af mörkum. Samvinna okkar fullorðna fólksins, sem myndum öryggisnet barns, er besta leiðin til að fyrirbyggja að upp komi vandamál. Mikilvægt er að eiga reglulega samræður um málefni líðandi stundar, verkefni dagsins, væntingar, gleði og vonbrigði. Þessar samræður þurfa líka að eiga sér stað í skólastofunni. Þær efla traust og trúnað og auðvelda börnum að tjá sig um viðkvæmari málefni ef þess gerist þörf. Fylgjumst með því að enginn sé einn og skilinn útundan í bekknum, myndum vinahópa, gerum eitthvað skemmtilegt með hópnum öllum og setjum reglur um samskipti, afmælisboð og þess háttar. Ef foreldrarnir í bekknum þekkjast vel og börnin líka verða öll samskipti betri og auðveldara er að grípa inn í ef eitthvað bjátar á. Munum að börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Hvernig talar þú um fólk við eldhúsborðið heima hjá þér? Leyfir þú barninu þínu að tala á neikvæðan hátt um skólann, bekkjarfélaga, vini eða fjölskyldumeðlimi? Getum við ætlast til þess að börnin okkar beri virðingu fyrir öðrum ef við stöndum fyrir eða samþykkjum slíkt tal? Lítum í eigin barm. Leyfum okkur ekki að líta í hina áttina ef grunur um einelti vaknar. Börnin okkar, í víðasta skilningi þess orðs, eiga betra skilið en að við stingum vandamálum þeirra undir stól. Sýnum þeim þá virðingu að hlusta, meðtaka og bregðast við. Enginn er undanskilinn ábyrgð ef einelti þrífst í nærumhverfi okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Einelti gegn börnum er grafalvarlegt samfélagsmein. Í könnunum Menntasviðs Reykjavíkur um viðhorf foreldra til grunnskólastarfs kemur fram að einelti hefur ekki farið minnkandi síðustu ár, að mati foreldra. Tæp 16% foreldra í könnun frá 2010 telja að börn þeirra hafi orðið fyrir einelti á síðustu tólf mánuðum. Í fjögur hundruð barna skóla eru þetta um sextíu og fjórir nemendur. Tæpur þriðjungur foreldra segir í sömu könnun að fljótt og vel hafi verið tekið á eineltinu en rúmlega þriðjungur segir að skólinn hafi ekki tekið á málinu. Kannanir frá árunum 2004, 2006 og 2008 sýna einnig að rúmlega þriðjungur foreldra var frekar ósáttur eða mjög ósáttur við það hvernig var tekið á eineltinu í skólanum. Það er ekki á færi einstaklinga að vinna bug á einelti heldur verðum við fullorðna fólkið í samfélaginu að taka höndum saman, axla ábyrgð og grípa til aðgerða. Skólasamfélagið allt þarf að líta í eigin barm og skoða hvernig gera má betur. Ábyrgðin er líka okkar foreldra. Sum börn eru ótrúlega fær í að fela líðan sína þegar þau vilja ekki íþyngja foreldrum sínum. Afskipti af barni sem á erfitt getur hreinlega bjargað lífi þess og breytt tilveru heillar fjölskyldu. Með því að hvetja börnin okkar til að láta einhvern fullorðinn vita ef þau verða vör við að önnur börn ástundi óæskilega hegðun, eða verða fyrir áreiti af hálfu annarra barna eða fullorðinna, getum við lagt okkar af mörkum. Samvinna okkar fullorðna fólksins, sem myndum öryggisnet barns, er besta leiðin til að fyrirbyggja að upp komi vandamál. Mikilvægt er að eiga reglulega samræður um málefni líðandi stundar, verkefni dagsins, væntingar, gleði og vonbrigði. Þessar samræður þurfa líka að eiga sér stað í skólastofunni. Þær efla traust og trúnað og auðvelda börnum að tjá sig um viðkvæmari málefni ef þess gerist þörf. Fylgjumst með því að enginn sé einn og skilinn útundan í bekknum, myndum vinahópa, gerum eitthvað skemmtilegt með hópnum öllum og setjum reglur um samskipti, afmælisboð og þess háttar. Ef foreldrarnir í bekknum þekkjast vel og börnin líka verða öll samskipti betri og auðveldara er að grípa inn í ef eitthvað bjátar á. Munum að börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Hvernig talar þú um fólk við eldhúsborðið heima hjá þér? Leyfir þú barninu þínu að tala á neikvæðan hátt um skólann, bekkjarfélaga, vini eða fjölskyldumeðlimi? Getum við ætlast til þess að börnin okkar beri virðingu fyrir öðrum ef við stöndum fyrir eða samþykkjum slíkt tal? Lítum í eigin barm. Leyfum okkur ekki að líta í hina áttina ef grunur um einelti vaknar. Börnin okkar, í víðasta skilningi þess orðs, eiga betra skilið en að við stingum vandamálum þeirra undir stól. Sýnum þeim þá virðingu að hlusta, meðtaka og bregðast við. Enginn er undanskilinn ábyrgð ef einelti þrífst í nærumhverfi okkar.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar