Skipulag höfuðborgarsvæðisins - magn eða gæði 8. nóvember 2011 06:00 Í dag er alþjóðlegi skipulagsdagurinn og því vel við hæfi að leiða hugann í meira mæli að skipulagsmálum en alla jafna. Ekkert svæði á Íslandi hefur verið skipulagt jafn mikið og höfuðborgarsvæðið og segja má að þar kristallist nálgun okkar Íslendinga í skipulagsmálum sem einkennist meira af magni en gæðum. Höfuðborgarsvæðið er ungt, varð til á seinni hluta síðustu aldar. Á miðri 20. öldinni voru kaupstaðirnir tveir Reykjavík og Hafnarfjörður sem engum datt í hug að spyrða saman. Frá þeim tíma hefur íbúafjöldi fjórfaldast, farið úr 50 þúsund í 200 þúsund. Í dag nær höfuðborgarsvæðið á milli þessara tveggja gömlu kaupstaða og þær raddir verða sífellt háværari að sameina beri þau sveitarfélög sem mynda höfuðborgarsvæðið. Um þetta hraðvaxtarskeið höfuðborgarsvæðisins gilda sömu lögmál og önnur slík. Kappið, sem er tvenns konar, vill verða meira en forsjáin. Annars vegar hefur verið kapp milli sveitarfélaga um fólk og fyrirtæki. Hins vegar hefur kappið birst í einskærri framkvæmdagleði sem nær sér reglulega á flug milli þess sem byggingariðnaðurinn hrynur. Þetta hefur haldist í hendur því þegar hamarshöggin byrja að dynja í einu sveitarfélaginu hefur það næsta kynt undir sínum mönnum og svo koll af kolli. Niðurstaðan af þessu kappi blasir við okkur; höfuðborgarsvæðið er samfelld en þó sundurlaus byggð sem dreifir sér yfir allt of stórt svæði. Það hefur verið rólegt í skipulagsmálum undanfarin tvö ár. Ýmis teikn eru nú á lofti um að brátt fari boltinn að rúlla á ný þó snúningarnir verði ekki eins hraðir og fyrir hrun. Þá vaknar sú spurning; höfum við eitthvað lært, mun okkur takast betur við að skipuleggja höfuðborgarsvæðið í framtíðinni? Svarið við þeirri spurningu gæti verið já, það gerist þó ekki sjálfkrafa. Áherslan verður að færast frá magni yfir í gæði ef næsta vaxtarskeið á að vera með öðrum hætti en það síðasta. Til að svo megi verða þarf að auka skilning á skipulagsmálum. Rannsóknir og athuganir á skipulagsmálum á Íslandi eru sáralitlar en hafa þó aukist upp á síðkastið. Því er ekki síst að þakka að íslenskir háskólar hafa í auknum mæli tekið upp kennslu og rannsóknir á sviði skipulagsmála. Það gefast því tækifæri til auka skilning þeirra sem koma að skipulagsmálum. Í tilefni alþjóðlega skipulagsdagsins vill Skipulagsfræðingafélag Íslands vekja athygli á afrakstri slíkrar vinnu með hádegisfundi í Þjóðarbókhlöðunni. Þar verður fjallað um þróun byggðar á höfuðborgarsvæðinu síðasta áratuginn sem er hluti af rannsóknarverkefni í HR. Einnig munu niðurstöður viðhorfskönnunar um helstu skipulagsmistök á höfuðborgarsvæðinu verða kynntar en sú könnun er hluti af meistaraverkefni við LbhÍ. Hvoru tveggja á erindi við alla þá sem láta sig skipulagsmál varða og vilja læra af fortíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegi skipulagsdagurinn og því vel við hæfi að leiða hugann í meira mæli að skipulagsmálum en alla jafna. Ekkert svæði á Íslandi hefur verið skipulagt jafn mikið og höfuðborgarsvæðið og segja má að þar kristallist nálgun okkar Íslendinga í skipulagsmálum sem einkennist meira af magni en gæðum. Höfuðborgarsvæðið er ungt, varð til á seinni hluta síðustu aldar. Á miðri 20. öldinni voru kaupstaðirnir tveir Reykjavík og Hafnarfjörður sem engum datt í hug að spyrða saman. Frá þeim tíma hefur íbúafjöldi fjórfaldast, farið úr 50 þúsund í 200 þúsund. Í dag nær höfuðborgarsvæðið á milli þessara tveggja gömlu kaupstaða og þær raddir verða sífellt háværari að sameina beri þau sveitarfélög sem mynda höfuðborgarsvæðið. Um þetta hraðvaxtarskeið höfuðborgarsvæðisins gilda sömu lögmál og önnur slík. Kappið, sem er tvenns konar, vill verða meira en forsjáin. Annars vegar hefur verið kapp milli sveitarfélaga um fólk og fyrirtæki. Hins vegar hefur kappið birst í einskærri framkvæmdagleði sem nær sér reglulega á flug milli þess sem byggingariðnaðurinn hrynur. Þetta hefur haldist í hendur því þegar hamarshöggin byrja að dynja í einu sveitarfélaginu hefur það næsta kynt undir sínum mönnum og svo koll af kolli. Niðurstaðan af þessu kappi blasir við okkur; höfuðborgarsvæðið er samfelld en þó sundurlaus byggð sem dreifir sér yfir allt of stórt svæði. Það hefur verið rólegt í skipulagsmálum undanfarin tvö ár. Ýmis teikn eru nú á lofti um að brátt fari boltinn að rúlla á ný þó snúningarnir verði ekki eins hraðir og fyrir hrun. Þá vaknar sú spurning; höfum við eitthvað lært, mun okkur takast betur við að skipuleggja höfuðborgarsvæðið í framtíðinni? Svarið við þeirri spurningu gæti verið já, það gerist þó ekki sjálfkrafa. Áherslan verður að færast frá magni yfir í gæði ef næsta vaxtarskeið á að vera með öðrum hætti en það síðasta. Til að svo megi verða þarf að auka skilning á skipulagsmálum. Rannsóknir og athuganir á skipulagsmálum á Íslandi eru sáralitlar en hafa þó aukist upp á síðkastið. Því er ekki síst að þakka að íslenskir háskólar hafa í auknum mæli tekið upp kennslu og rannsóknir á sviði skipulagsmála. Það gefast því tækifæri til auka skilning þeirra sem koma að skipulagsmálum. Í tilefni alþjóðlega skipulagsdagsins vill Skipulagsfræðingafélag Íslands vekja athygli á afrakstri slíkrar vinnu með hádegisfundi í Þjóðarbókhlöðunni. Þar verður fjallað um þróun byggðar á höfuðborgarsvæðinu síðasta áratuginn sem er hluti af rannsóknarverkefni í HR. Einnig munu niðurstöður viðhorfskönnunar um helstu skipulagsmistök á höfuðborgarsvæðinu verða kynntar en sú könnun er hluti af meistaraverkefni við LbhÍ. Hvoru tveggja á erindi við alla þá sem láta sig skipulagsmál varða og vilja læra af fortíðinni.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun