Stjórnarmenn vildu fresta ESB-ályktun 11. nóvember 2011 07:30 Samtök atvinnulífsins leggjast gegn því að aðildarumsókn að Evrópusambandinu verði dregin til baka og aðildarviðræðum slitið. Þau telja að leiða eigi viðræðurnar til lykta og leggja samning fyrir þjóðina. Meirihluti stjórnar samtakanna samþykkti þetta á átakafundi í gær. Tíu stjórnarmenn kusu með tillögunni en sex gegn henni. Tveir sátu hjá og þrír voru fjarverandi. „Það eru deildar meiningar um þetta eins og margt annað en Samtök atvinnulífsins eru lýðræðisleg samtök þannig að þetta var ákveðið með þessum meirihluta og þeir sem urðu undir í þessu lúta þessari niðurstöðu,“ segir Vilmundur Jósefsson, formaður SA. „Það er engin lausn að okkar mati að hætta núna og svo kæmi málið bara aftur upp eftir einhver ár.“ Hann segist ekki hafa neina ástæðu til að ætla að málið valdi klofningi í samtökunum nú. Fyrir þremur árum ákváðu samtökin að beita sér ekki fyrir aðild að Evrópusambandinu. Það var gert vegna hættu á klofningi, en Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) hótaði þá úrsögn ef samtökunum yrði beitt fyrir aðild. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, tekur undir að ekki sé hætta á klofningi, þar sem þessi ályktun bindi ekki einstök aðildarsamtök eða fyrirtæki varðandi afstöðu til aðildar eða umsóknarferlisins. „Atkvæðagreiðslan breytir því ekki að Samtök atvinnulífsins þurfa að gæta hagsmuna allra félagsmanna og þar er enginn rétthærri en annar.“ Meðal þess sem rætt var á fundinum var að fresta kosningu um tillöguna þar til eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem hefst eftir rúma viku. Friðrik vildi ekki ræða það við Fréttablaðið. Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, segir að mörg sjónarmið hafi verið á lofti á fundinum. Ef fresta hefði átt afgreiðslunni væri þó aldrei að vita hvenær málið hefði verið tekið fyrir. „Tímapunkturinn er sá að stjórnin hittist bara fjórum sinnum á ári. Samtök atvinnulífsins eiga ekki að hafa skoðun eða álykta með og á móti eftir því hvenær stjórnmálaöfl í landinu halda landsfundi. Við erum ekki deild í einum flokki, við erum bara að vinna að hagsmunum atvinnulífsins. Hvort að á þeim tíma séu landsfundir eftir viku eða á næsta ári, það á bara ekki að hafa áhrif á okkar afstöðu.“ Hún segir það hagsmuni atvinnulífsins að skoða alla kosti, þar á meðal Evrópusambandið. „Hver sá kostur er vitum við aldrei nema við klárum þetta ferli.“ Ekki eigi að taka valkostinn af félagsmönnum SA. „Nú eru áhrifamikil öfl að álykta að draga eigi umsóknina til baka. Þá verður atvinnulífið að bregðast við og gæta hagsmuna sinna félaga,“ segir Margrét. thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Samtök atvinnulífsins leggjast gegn því að aðildarumsókn að Evrópusambandinu verði dregin til baka og aðildarviðræðum slitið. Þau telja að leiða eigi viðræðurnar til lykta og leggja samning fyrir þjóðina. Meirihluti stjórnar samtakanna samþykkti þetta á átakafundi í gær. Tíu stjórnarmenn kusu með tillögunni en sex gegn henni. Tveir sátu hjá og þrír voru fjarverandi. „Það eru deildar meiningar um þetta eins og margt annað en Samtök atvinnulífsins eru lýðræðisleg samtök þannig að þetta var ákveðið með þessum meirihluta og þeir sem urðu undir í þessu lúta þessari niðurstöðu,“ segir Vilmundur Jósefsson, formaður SA. „Það er engin lausn að okkar mati að hætta núna og svo kæmi málið bara aftur upp eftir einhver ár.“ Hann segist ekki hafa neina ástæðu til að ætla að málið valdi klofningi í samtökunum nú. Fyrir þremur árum ákváðu samtökin að beita sér ekki fyrir aðild að Evrópusambandinu. Það var gert vegna hættu á klofningi, en Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) hótaði þá úrsögn ef samtökunum yrði beitt fyrir aðild. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, tekur undir að ekki sé hætta á klofningi, þar sem þessi ályktun bindi ekki einstök aðildarsamtök eða fyrirtæki varðandi afstöðu til aðildar eða umsóknarferlisins. „Atkvæðagreiðslan breytir því ekki að Samtök atvinnulífsins þurfa að gæta hagsmuna allra félagsmanna og þar er enginn rétthærri en annar.“ Meðal þess sem rætt var á fundinum var að fresta kosningu um tillöguna þar til eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem hefst eftir rúma viku. Friðrik vildi ekki ræða það við Fréttablaðið. Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, segir að mörg sjónarmið hafi verið á lofti á fundinum. Ef fresta hefði átt afgreiðslunni væri þó aldrei að vita hvenær málið hefði verið tekið fyrir. „Tímapunkturinn er sá að stjórnin hittist bara fjórum sinnum á ári. Samtök atvinnulífsins eiga ekki að hafa skoðun eða álykta með og á móti eftir því hvenær stjórnmálaöfl í landinu halda landsfundi. Við erum ekki deild í einum flokki, við erum bara að vinna að hagsmunum atvinnulífsins. Hvort að á þeim tíma séu landsfundir eftir viku eða á næsta ári, það á bara ekki að hafa áhrif á okkar afstöðu.“ Hún segir það hagsmuni atvinnulífsins að skoða alla kosti, þar á meðal Evrópusambandið. „Hver sá kostur er vitum við aldrei nema við klárum þetta ferli.“ Ekki eigi að taka valkostinn af félagsmönnum SA. „Nú eru áhrifamikil öfl að álykta að draga eigi umsóknina til baka. Þá verður atvinnulífið að bregðast við og gæta hagsmuna sinna félaga,“ segir Margrét. thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira