Framtak til fyrirmyndar Ingólfur Sverrisson skrifar 12. nóvember 2011 10:30 Sól skein skært við Skagfirðingum og gestum þeirra þegar Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki tók í notkun nýtt Hátæknimenntasetur á dögunum. Þar með var staðfest merkilegt samstarf iðnfyrirtækja á svæðinu, sveitarstjórna, skólans og HAAS Automation í Belgíu en það opinberast í nýjum og tæknilega fullkomnum CNC stýrðum vélum sem kennt verður á í framtíðinni í skólanum. Hér er um mikla fjárfestingu að ræða sem ber vott um stórhug skólans og atvinnulífsins í Skagafirði. Framtakið lýsir jafnframt sannfæringu fyrir því að með því að bjóða slíkt nám innan málm- og véltæknigreinarinnar gefast ný og áður óþekkt tækifæri í héraðinu til að efla tæknigrein sem aðrar þjóðir hafa byggt velferð sína á. Undirstaða alls þessa er þó að skólinn geti kennt verðandi iðnaðarmönnum hina nýju og heillandi tækni. Til þess þarf réttu tækin og kunnáttu kennara. Síðan er það fyrirtækjanna að nýta þá þekkingu til að færa út starfsemi sína með hönnun og framleiðslu verðmætra og eftirsóttra vara eða íhluta í stærri heildir. Fordæmi FinnaÞað, sem gerir þessa atburðarás athyglisverða, er hið uppbyggilega samstarf sem tekist hefur milli skóla og atvinnulífsins á Sauðárkróki og hefur víða boðað nýja tíma eins og best sést í Finnlandi. Eftir hrunið þar upp úr 1990 varð Finnum ljóst að beina þurfti sjónum strax að skólakerfinu og stuðla að víðtækri samvinnu þess við atvinnulífið og sveitar- og svæðisstjórnir um allt land. Á hverju svæði var mótuð stefna um hvaða atvinnugreinar skyldi efla sérstaklega. Lykillinn var skýr framtíðarsýn í verk- og tæknimenntun og samvinna atvinnulífs, skóla og svæðisstjórna. Í kjölfarið voru styrktir einskonar fjöltækniskólar sem síðan hafa veitt hagnýta menntun og starfsþjálfun í samræmi við markaða atvinnustefnu á svæðinu. Afrakstur þessarar aðferðar Finna er verulegur og ekki þarf að efast um að þetta framtak Skagfirðinga mun á sama hátt færa þeim farsæld í framtíðinni. Að bíða eftir öðrumEkki er vitað til að í aðdraganda þessa merka framtaks á Sauðárkróki hafi verið leitað „suður“ til að koma setrinu á fót. Hve oft er sá steinn klappaður að ekki sé nægur skilningur hjá þeim „fyrir sunnan“ á því að koma nauðsynlegum framfaramálum í framkvæmd? Einlægt er beðið eftir að þingmenn, ráðherrar eða eitthvert annað galdrafólk komi færandi hendi og bregði töfrasprota sínum á loft til að efla atvinnulífið. Þegar slík undur gerast ekki þá kvarta menn gjarnan sáran um skilningsleysi og jafnvel andúð fyrrnefndra á viðkomandi byggðarlagi. Verða af þessu öllu oft hin mestu leiðindi. En Skagfirðingar létu ekki deigan síga í þessum efnum frekar en öðrum. Þess í stað tóku fyrirtæki á svæðinu, skólinn og sveitarfélagið saman höndum og leituðu út í hinn víða heim með góðra manna hjálp og úr varð tæknivætt hámenntasetur sem á eftir að lyfta verkmenntun í héraðinu á hærra stig. Málinu fylgt eftirTil að leggja áherslu á vilja sinn og staðfestu afhentu samtök stuðningsaðila, sem kalla sig Sáttmála til sóknar, skólanum eina milljón króna við vígsluathöfnina til að markaðssetja hann. Það er vissulega gott fordæmi og til marks um að full alvara fylgir því að efla veg og virðingu málm- og véltæknigreinarinnar. Sú viðleitni verður áreiðanlega mikið gæfuspor fyrir þróun atvinnulífs í Skagafirði, hefur víðtæk áhrif og verður öðrum gott fordæmi. Ekki er vanþörf á þegar leitað er logandi ljósi um allt land að arðbærum og áhugaverðum störfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Sól skein skært við Skagfirðingum og gestum þeirra þegar Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki tók í notkun nýtt Hátæknimenntasetur á dögunum. Þar með var staðfest merkilegt samstarf iðnfyrirtækja á svæðinu, sveitarstjórna, skólans og HAAS Automation í Belgíu en það opinberast í nýjum og tæknilega fullkomnum CNC stýrðum vélum sem kennt verður á í framtíðinni í skólanum. Hér er um mikla fjárfestingu að ræða sem ber vott um stórhug skólans og atvinnulífsins í Skagafirði. Framtakið lýsir jafnframt sannfæringu fyrir því að með því að bjóða slíkt nám innan málm- og véltæknigreinarinnar gefast ný og áður óþekkt tækifæri í héraðinu til að efla tæknigrein sem aðrar þjóðir hafa byggt velferð sína á. Undirstaða alls þessa er þó að skólinn geti kennt verðandi iðnaðarmönnum hina nýju og heillandi tækni. Til þess þarf réttu tækin og kunnáttu kennara. Síðan er það fyrirtækjanna að nýta þá þekkingu til að færa út starfsemi sína með hönnun og framleiðslu verðmætra og eftirsóttra vara eða íhluta í stærri heildir. Fordæmi FinnaÞað, sem gerir þessa atburðarás athyglisverða, er hið uppbyggilega samstarf sem tekist hefur milli skóla og atvinnulífsins á Sauðárkróki og hefur víða boðað nýja tíma eins og best sést í Finnlandi. Eftir hrunið þar upp úr 1990 varð Finnum ljóst að beina þurfti sjónum strax að skólakerfinu og stuðla að víðtækri samvinnu þess við atvinnulífið og sveitar- og svæðisstjórnir um allt land. Á hverju svæði var mótuð stefna um hvaða atvinnugreinar skyldi efla sérstaklega. Lykillinn var skýr framtíðarsýn í verk- og tæknimenntun og samvinna atvinnulífs, skóla og svæðisstjórna. Í kjölfarið voru styrktir einskonar fjöltækniskólar sem síðan hafa veitt hagnýta menntun og starfsþjálfun í samræmi við markaða atvinnustefnu á svæðinu. Afrakstur þessarar aðferðar Finna er verulegur og ekki þarf að efast um að þetta framtak Skagfirðinga mun á sama hátt færa þeim farsæld í framtíðinni. Að bíða eftir öðrumEkki er vitað til að í aðdraganda þessa merka framtaks á Sauðárkróki hafi verið leitað „suður“ til að koma setrinu á fót. Hve oft er sá steinn klappaður að ekki sé nægur skilningur hjá þeim „fyrir sunnan“ á því að koma nauðsynlegum framfaramálum í framkvæmd? Einlægt er beðið eftir að þingmenn, ráðherrar eða eitthvert annað galdrafólk komi færandi hendi og bregði töfrasprota sínum á loft til að efla atvinnulífið. Þegar slík undur gerast ekki þá kvarta menn gjarnan sáran um skilningsleysi og jafnvel andúð fyrrnefndra á viðkomandi byggðarlagi. Verða af þessu öllu oft hin mestu leiðindi. En Skagfirðingar létu ekki deigan síga í þessum efnum frekar en öðrum. Þess í stað tóku fyrirtæki á svæðinu, skólinn og sveitarfélagið saman höndum og leituðu út í hinn víða heim með góðra manna hjálp og úr varð tæknivætt hámenntasetur sem á eftir að lyfta verkmenntun í héraðinu á hærra stig. Málinu fylgt eftirTil að leggja áherslu á vilja sinn og staðfestu afhentu samtök stuðningsaðila, sem kalla sig Sáttmála til sóknar, skólanum eina milljón króna við vígsluathöfnina til að markaðssetja hann. Það er vissulega gott fordæmi og til marks um að full alvara fylgir því að efla veg og virðingu málm- og véltæknigreinarinnar. Sú viðleitni verður áreiðanlega mikið gæfuspor fyrir þróun atvinnulífs í Skagafirði, hefur víðtæk áhrif og verður öðrum gott fordæmi. Ekki er vanþörf á þegar leitað er logandi ljósi um allt land að arðbærum og áhugaverðum störfum.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun