Lögbann á lánainnheimtur, lögum samkvæmt Sturla Jónsson og Arngrímur Pálmason skrifar 21. nóvember 2011 14:00 Mikill ágreiningur ríkir um hvort stór hluti lánasamninga á Íslandi er löglegur og, ef þeir eru löglegir, hver löglegur eigandi þeirra er. Óvíst er því hver skuldar hverjum hvað og á hvaða kjörum. Nýleg „Lög um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu" nr. 151 frá 2010, sem sett voru til að eyða óvissunni eftir að Hæstiréttur dæmdi gengistryggð lán ólögleg, tóku aðeins á hluta óvissunnar og nú greinir menn á um hvort lögin sjálf brjóti þjóðréttarskuldbindingar. Landslög eru skýr um hvað skuli gera við slíkar aðstæður. Neytandinn, sem er lántakandinn, skal njóta vafans. Í lögum um neytendalán nr. 121 frá 1994 24.gr. segir: „Eigi má með samningi víkja frá ákvæðum laga þessara né reglugerða, sem settar kunna að verða samkvæmt lögunum, neytanda í óhag." Í 5.gr. Neytendaverndartilskipunar Evrópusambandsins 93/13/EBE sem innleidd er á Íslandi segir: „Í vafamálum um túlkun skilmála gildir sú túlkun sem kemur neytandanum best." Hver á þá að framfylgja því að neytandinn njóti í raun vafans og hvaða úrræði hefur sá valdhafi til að tryggja að svo sé? Framkvæmdarvaldið, í þessu tilfelli innanríkisráðuneytið, á að framfylgja lögum um að neytandinn njóti vafans og í þessu tilfelli hefur hann heimild til að stöðva lánainnheimtur þar til dómar taka af allan vafa. Samkvæmt 3.gr. „Laga um lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda" nr. 141 frá 2001 getur innanríkisráðuneytið „leitað lögbanns eða höfðað dómsmál til að vernda heildarhagsmuni íslenskra neytenda". Ráðherra getur jafnframt útnefnt íslensk félagasamtök sem gæta hagsmuna neytenda á ákveðnu sviði, t.d. Hagsmunasamtök heimilanna, til að beita þessari heimild. Eftir sjö fundi í ráðuneytinu með Ögmundi Jónasyni innanríkisráðherra, Einari Árnasyni, ráðgjafa ráðherra, Ragnhildi Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra og Bryndísi Helgadóttur skrifstofustjóra er ljóst að yfirmenn innanríkisráðuneytisins ætla að gera sig seka um glæpsamlega vanrækslu. Þeir ætla ekki að setja lögbann á lánainnheimtur sem brjóta lagalegan rétt neytenda til að njóta vafans. Þess í stað eru sýslumenn, sem heyra undir innanríkisráðuneytið, iðnir við að hjálpa fjármálafyrirtækjum að gera eigur lántakenda upptækar og setja á uppboð. Það er kominn tími til að aðrir en Geir Haarde séu dregnir persónulega til ábyrgðar fyrir vanrækslu í starfi. Stjórnendur innanríkisráðuneytisins eru persónulega ábyrgir fyrir því að vanrækja að „leita lögbanns eða hefja dómsmál til verndar heildarhagsmunum íslenskra neytenda", þar sem flestar fjölskyldur á Íslandi tóku húsnæðislán og eru enn að borga af þeim þó að vafi leiki á hvort þau séu lögleg, hver eigi þau og hvað skuli greiða af þeim. Þá eru það heildarhagsmunir neytenda að fá lögbann á lánainnheimtur sem ágreiningur er um þar til dómstólar taka af allan vafa, t.d. hvort löglegt sé að endurútreikna gengistryggð lán án samþykkis lántakenda. Ef dómstólar dæma bönkunum í hag verða lántakendur að greiða upp það sem þeir greiddu ekki á lögbannstímanum. En þangað til eiga lántakendur að njóta vafans og lögbann skal sitja á lánainnheimtum eins og lög kveða á um. Við leitum að fólki og félagasamtökum sem vilja snúa vörn í sókn. Við erum að leita allra tiltækra leiða til að draga persónulega til ábyrgðar alla þá einstaklinga sem valda lántakendum fjárhagslegum skaða með aðgerðum eða vanrækslu sem leitt hefur til þess að neytandinn nýtur ekki vafans eins og skýrt kveður á um í lögum. Sökum friðhelgis Ögmundar erum við að leita leiða til að stefna fyrst Ragnhildi Hjaltadóttir ráðuneytisstjóra til skaðabóta vegna vanrækslu í starfi og það er bara byrjunin. Að stefna fólki til skaðabóta kostar aðeins 15.000 krónur og er því ódýrasta leiðin fyrir skuldsett fólk til að sækja rétt sinn. Það er kominn tími til að draga einstaklinga til ábyrgðar og fá þá til að finna skaðann á eigin skinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Mannréttindabrot Orkuveitunnar? Yfirgengileg hækkun Orkuveitunnar á inntaksgjöldum hefur ekki farið fram hjá neinum. Allavega ekki þeim sem neyðst hefur til að versla við þetta einokunarfyrirtæki sem þessa dagana hefur verið afhjúpað sem eitthvað sem helst líkist sirkus, stjórnað af trúðum. 25. nóvember 2011 06:00 Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Sjá meira
Mikill ágreiningur ríkir um hvort stór hluti lánasamninga á Íslandi er löglegur og, ef þeir eru löglegir, hver löglegur eigandi þeirra er. Óvíst er því hver skuldar hverjum hvað og á hvaða kjörum. Nýleg „Lög um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu" nr. 151 frá 2010, sem sett voru til að eyða óvissunni eftir að Hæstiréttur dæmdi gengistryggð lán ólögleg, tóku aðeins á hluta óvissunnar og nú greinir menn á um hvort lögin sjálf brjóti þjóðréttarskuldbindingar. Landslög eru skýr um hvað skuli gera við slíkar aðstæður. Neytandinn, sem er lántakandinn, skal njóta vafans. Í lögum um neytendalán nr. 121 frá 1994 24.gr. segir: „Eigi má með samningi víkja frá ákvæðum laga þessara né reglugerða, sem settar kunna að verða samkvæmt lögunum, neytanda í óhag." Í 5.gr. Neytendaverndartilskipunar Evrópusambandsins 93/13/EBE sem innleidd er á Íslandi segir: „Í vafamálum um túlkun skilmála gildir sú túlkun sem kemur neytandanum best." Hver á þá að framfylgja því að neytandinn njóti í raun vafans og hvaða úrræði hefur sá valdhafi til að tryggja að svo sé? Framkvæmdarvaldið, í þessu tilfelli innanríkisráðuneytið, á að framfylgja lögum um að neytandinn njóti vafans og í þessu tilfelli hefur hann heimild til að stöðva lánainnheimtur þar til dómar taka af allan vafa. Samkvæmt 3.gr. „Laga um lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda" nr. 141 frá 2001 getur innanríkisráðuneytið „leitað lögbanns eða höfðað dómsmál til að vernda heildarhagsmuni íslenskra neytenda". Ráðherra getur jafnframt útnefnt íslensk félagasamtök sem gæta hagsmuna neytenda á ákveðnu sviði, t.d. Hagsmunasamtök heimilanna, til að beita þessari heimild. Eftir sjö fundi í ráðuneytinu með Ögmundi Jónasyni innanríkisráðherra, Einari Árnasyni, ráðgjafa ráðherra, Ragnhildi Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra og Bryndísi Helgadóttur skrifstofustjóra er ljóst að yfirmenn innanríkisráðuneytisins ætla að gera sig seka um glæpsamlega vanrækslu. Þeir ætla ekki að setja lögbann á lánainnheimtur sem brjóta lagalegan rétt neytenda til að njóta vafans. Þess í stað eru sýslumenn, sem heyra undir innanríkisráðuneytið, iðnir við að hjálpa fjármálafyrirtækjum að gera eigur lántakenda upptækar og setja á uppboð. Það er kominn tími til að aðrir en Geir Haarde séu dregnir persónulega til ábyrgðar fyrir vanrækslu í starfi. Stjórnendur innanríkisráðuneytisins eru persónulega ábyrgir fyrir því að vanrækja að „leita lögbanns eða hefja dómsmál til verndar heildarhagsmunum íslenskra neytenda", þar sem flestar fjölskyldur á Íslandi tóku húsnæðislán og eru enn að borga af þeim þó að vafi leiki á hvort þau séu lögleg, hver eigi þau og hvað skuli greiða af þeim. Þá eru það heildarhagsmunir neytenda að fá lögbann á lánainnheimtur sem ágreiningur er um þar til dómstólar taka af allan vafa, t.d. hvort löglegt sé að endurútreikna gengistryggð lán án samþykkis lántakenda. Ef dómstólar dæma bönkunum í hag verða lántakendur að greiða upp það sem þeir greiddu ekki á lögbannstímanum. En þangað til eiga lántakendur að njóta vafans og lögbann skal sitja á lánainnheimtum eins og lög kveða á um. Við leitum að fólki og félagasamtökum sem vilja snúa vörn í sókn. Við erum að leita allra tiltækra leiða til að draga persónulega til ábyrgðar alla þá einstaklinga sem valda lántakendum fjárhagslegum skaða með aðgerðum eða vanrækslu sem leitt hefur til þess að neytandinn nýtur ekki vafans eins og skýrt kveður á um í lögum. Sökum friðhelgis Ögmundar erum við að leita leiða til að stefna fyrst Ragnhildi Hjaltadóttir ráðuneytisstjóra til skaðabóta vegna vanrækslu í starfi og það er bara byrjunin. Að stefna fólki til skaðabóta kostar aðeins 15.000 krónur og er því ódýrasta leiðin fyrir skuldsett fólk til að sækja rétt sinn. Það er kominn tími til að draga einstaklinga til ábyrgðar og fá þá til að finna skaðann á eigin skinni.
Mannréttindabrot Orkuveitunnar? Yfirgengileg hækkun Orkuveitunnar á inntaksgjöldum hefur ekki farið fram hjá neinum. Allavega ekki þeim sem neyðst hefur til að versla við þetta einokunarfyrirtæki sem þessa dagana hefur verið afhjúpað sem eitthvað sem helst líkist sirkus, stjórnað af trúðum. 25. nóvember 2011 06:00
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun