Lögbann á lánainnheimtur, lögum samkvæmt Sturla Jónsson og Arngrímur Pálmason skrifar 21. nóvember 2011 14:00 Mikill ágreiningur ríkir um hvort stór hluti lánasamninga á Íslandi er löglegur og, ef þeir eru löglegir, hver löglegur eigandi þeirra er. Óvíst er því hver skuldar hverjum hvað og á hvaða kjörum. Nýleg „Lög um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu" nr. 151 frá 2010, sem sett voru til að eyða óvissunni eftir að Hæstiréttur dæmdi gengistryggð lán ólögleg, tóku aðeins á hluta óvissunnar og nú greinir menn á um hvort lögin sjálf brjóti þjóðréttarskuldbindingar. Landslög eru skýr um hvað skuli gera við slíkar aðstæður. Neytandinn, sem er lántakandinn, skal njóta vafans. Í lögum um neytendalán nr. 121 frá 1994 24.gr. segir: „Eigi má með samningi víkja frá ákvæðum laga þessara né reglugerða, sem settar kunna að verða samkvæmt lögunum, neytanda í óhag." Í 5.gr. Neytendaverndartilskipunar Evrópusambandsins 93/13/EBE sem innleidd er á Íslandi segir: „Í vafamálum um túlkun skilmála gildir sú túlkun sem kemur neytandanum best." Hver á þá að framfylgja því að neytandinn njóti í raun vafans og hvaða úrræði hefur sá valdhafi til að tryggja að svo sé? Framkvæmdarvaldið, í þessu tilfelli innanríkisráðuneytið, á að framfylgja lögum um að neytandinn njóti vafans og í þessu tilfelli hefur hann heimild til að stöðva lánainnheimtur þar til dómar taka af allan vafa. Samkvæmt 3.gr. „Laga um lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda" nr. 141 frá 2001 getur innanríkisráðuneytið „leitað lögbanns eða höfðað dómsmál til að vernda heildarhagsmuni íslenskra neytenda". Ráðherra getur jafnframt útnefnt íslensk félagasamtök sem gæta hagsmuna neytenda á ákveðnu sviði, t.d. Hagsmunasamtök heimilanna, til að beita þessari heimild. Eftir sjö fundi í ráðuneytinu með Ögmundi Jónasyni innanríkisráðherra, Einari Árnasyni, ráðgjafa ráðherra, Ragnhildi Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra og Bryndísi Helgadóttur skrifstofustjóra er ljóst að yfirmenn innanríkisráðuneytisins ætla að gera sig seka um glæpsamlega vanrækslu. Þeir ætla ekki að setja lögbann á lánainnheimtur sem brjóta lagalegan rétt neytenda til að njóta vafans. Þess í stað eru sýslumenn, sem heyra undir innanríkisráðuneytið, iðnir við að hjálpa fjármálafyrirtækjum að gera eigur lántakenda upptækar og setja á uppboð. Það er kominn tími til að aðrir en Geir Haarde séu dregnir persónulega til ábyrgðar fyrir vanrækslu í starfi. Stjórnendur innanríkisráðuneytisins eru persónulega ábyrgir fyrir því að vanrækja að „leita lögbanns eða hefja dómsmál til verndar heildarhagsmunum íslenskra neytenda", þar sem flestar fjölskyldur á Íslandi tóku húsnæðislán og eru enn að borga af þeim þó að vafi leiki á hvort þau séu lögleg, hver eigi þau og hvað skuli greiða af þeim. Þá eru það heildarhagsmunir neytenda að fá lögbann á lánainnheimtur sem ágreiningur er um þar til dómstólar taka af allan vafa, t.d. hvort löglegt sé að endurútreikna gengistryggð lán án samþykkis lántakenda. Ef dómstólar dæma bönkunum í hag verða lántakendur að greiða upp það sem þeir greiddu ekki á lögbannstímanum. En þangað til eiga lántakendur að njóta vafans og lögbann skal sitja á lánainnheimtum eins og lög kveða á um. Við leitum að fólki og félagasamtökum sem vilja snúa vörn í sókn. Við erum að leita allra tiltækra leiða til að draga persónulega til ábyrgðar alla þá einstaklinga sem valda lántakendum fjárhagslegum skaða með aðgerðum eða vanrækslu sem leitt hefur til þess að neytandinn nýtur ekki vafans eins og skýrt kveður á um í lögum. Sökum friðhelgis Ögmundar erum við að leita leiða til að stefna fyrst Ragnhildi Hjaltadóttir ráðuneytisstjóra til skaðabóta vegna vanrækslu í starfi og það er bara byrjunin. Að stefna fólki til skaðabóta kostar aðeins 15.000 krónur og er því ódýrasta leiðin fyrir skuldsett fólk til að sækja rétt sinn. Það er kominn tími til að draga einstaklinga til ábyrgðar og fá þá til að finna skaðann á eigin skinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Mannréttindabrot Orkuveitunnar? Yfirgengileg hækkun Orkuveitunnar á inntaksgjöldum hefur ekki farið fram hjá neinum. Allavega ekki þeim sem neyðst hefur til að versla við þetta einokunarfyrirtæki sem þessa dagana hefur verið afhjúpað sem eitthvað sem helst líkist sirkus, stjórnað af trúðum. 25. nóvember 2011 06:00 Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mikill ágreiningur ríkir um hvort stór hluti lánasamninga á Íslandi er löglegur og, ef þeir eru löglegir, hver löglegur eigandi þeirra er. Óvíst er því hver skuldar hverjum hvað og á hvaða kjörum. Nýleg „Lög um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu" nr. 151 frá 2010, sem sett voru til að eyða óvissunni eftir að Hæstiréttur dæmdi gengistryggð lán ólögleg, tóku aðeins á hluta óvissunnar og nú greinir menn á um hvort lögin sjálf brjóti þjóðréttarskuldbindingar. Landslög eru skýr um hvað skuli gera við slíkar aðstæður. Neytandinn, sem er lántakandinn, skal njóta vafans. Í lögum um neytendalán nr. 121 frá 1994 24.gr. segir: „Eigi má með samningi víkja frá ákvæðum laga þessara né reglugerða, sem settar kunna að verða samkvæmt lögunum, neytanda í óhag." Í 5.gr. Neytendaverndartilskipunar Evrópusambandsins 93/13/EBE sem innleidd er á Íslandi segir: „Í vafamálum um túlkun skilmála gildir sú túlkun sem kemur neytandanum best." Hver á þá að framfylgja því að neytandinn njóti í raun vafans og hvaða úrræði hefur sá valdhafi til að tryggja að svo sé? Framkvæmdarvaldið, í þessu tilfelli innanríkisráðuneytið, á að framfylgja lögum um að neytandinn njóti vafans og í þessu tilfelli hefur hann heimild til að stöðva lánainnheimtur þar til dómar taka af allan vafa. Samkvæmt 3.gr. „Laga um lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda" nr. 141 frá 2001 getur innanríkisráðuneytið „leitað lögbanns eða höfðað dómsmál til að vernda heildarhagsmuni íslenskra neytenda". Ráðherra getur jafnframt útnefnt íslensk félagasamtök sem gæta hagsmuna neytenda á ákveðnu sviði, t.d. Hagsmunasamtök heimilanna, til að beita þessari heimild. Eftir sjö fundi í ráðuneytinu með Ögmundi Jónasyni innanríkisráðherra, Einari Árnasyni, ráðgjafa ráðherra, Ragnhildi Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra og Bryndísi Helgadóttur skrifstofustjóra er ljóst að yfirmenn innanríkisráðuneytisins ætla að gera sig seka um glæpsamlega vanrækslu. Þeir ætla ekki að setja lögbann á lánainnheimtur sem brjóta lagalegan rétt neytenda til að njóta vafans. Þess í stað eru sýslumenn, sem heyra undir innanríkisráðuneytið, iðnir við að hjálpa fjármálafyrirtækjum að gera eigur lántakenda upptækar og setja á uppboð. Það er kominn tími til að aðrir en Geir Haarde séu dregnir persónulega til ábyrgðar fyrir vanrækslu í starfi. Stjórnendur innanríkisráðuneytisins eru persónulega ábyrgir fyrir því að vanrækja að „leita lögbanns eða hefja dómsmál til verndar heildarhagsmunum íslenskra neytenda", þar sem flestar fjölskyldur á Íslandi tóku húsnæðislán og eru enn að borga af þeim þó að vafi leiki á hvort þau séu lögleg, hver eigi þau og hvað skuli greiða af þeim. Þá eru það heildarhagsmunir neytenda að fá lögbann á lánainnheimtur sem ágreiningur er um þar til dómstólar taka af allan vafa, t.d. hvort löglegt sé að endurútreikna gengistryggð lán án samþykkis lántakenda. Ef dómstólar dæma bönkunum í hag verða lántakendur að greiða upp það sem þeir greiddu ekki á lögbannstímanum. En þangað til eiga lántakendur að njóta vafans og lögbann skal sitja á lánainnheimtum eins og lög kveða á um. Við leitum að fólki og félagasamtökum sem vilja snúa vörn í sókn. Við erum að leita allra tiltækra leiða til að draga persónulega til ábyrgðar alla þá einstaklinga sem valda lántakendum fjárhagslegum skaða með aðgerðum eða vanrækslu sem leitt hefur til þess að neytandinn nýtur ekki vafans eins og skýrt kveður á um í lögum. Sökum friðhelgis Ögmundar erum við að leita leiða til að stefna fyrst Ragnhildi Hjaltadóttir ráðuneytisstjóra til skaðabóta vegna vanrækslu í starfi og það er bara byrjunin. Að stefna fólki til skaðabóta kostar aðeins 15.000 krónur og er því ódýrasta leiðin fyrir skuldsett fólk til að sækja rétt sinn. Það er kominn tími til að draga einstaklinga til ábyrgðar og fá þá til að finna skaðann á eigin skinni.
Mannréttindabrot Orkuveitunnar? Yfirgengileg hækkun Orkuveitunnar á inntaksgjöldum hefur ekki farið fram hjá neinum. Allavega ekki þeim sem neyðst hefur til að versla við þetta einokunarfyrirtæki sem þessa dagana hefur verið afhjúpað sem eitthvað sem helst líkist sirkus, stjórnað af trúðum. 25. nóvember 2011 06:00
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun