Körfubolti

Eigendur NBA-liðanna og fulltrúar leikmannasamtakanna hittast í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James hefur alltaf reiknað með því að það verði NBA-tímabil í vetur.
LeBron James hefur alltaf reiknað með því að það verði NBA-tímabil í vetur. Mynd/AP
Eigendur NBA-liðanna og stjórnarmenn í leikmannasamtökum NBA-deildarinnar ætla að hittast í kvöld í New York en þetta verður aðeins í annað skiptið sem deiluaðilar funda síðan að verkfallið í NBA-deildinni skall á 1. júlí síðastliðinn.

Síðan verkfallið hófst þá hafa leikmenn ekki mátt æfa hjá liðum sínum eða þá umgangast þjálfaraliðið eða aðra starfsmenn sinna félaga. Eigendur hafa að sama skapi ekki mátt skipta á leikmönnum eða gera samninga við leikmenn. Deiluaðilar hittust síðast 1. ágúst og sá fundur skilaði engu.

Það er búist við að eigendur og leikmanni fari yfir stöðuna í kvöld en þetta verður fámennur fundur milli mikilvægustu mannanna hjá báðum deiluaðilum. David Stern, framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar, verður á fundinum en eftir hann eru búist við að það komi í ljóst hvort að það séu einhverjar líkur á því að NBA-tímabilið hefjist á réttum tíma.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×