Bíódagar – í hita og þunga dagsins Katrín Jakobsdóttir og Katrín Júlíusdóttir skrifar 24. nóvember 2011 06:00 Íslensk kvikmyndagerð gegnir stóru hlutverki í menningarlífi okkar Íslendinga – en hún er um leið mikilvæg atvinnugrein sem skapar ótal störf og mikil verðmæti. En rétt eins og aðrar atvinnugreinar varð kvikmyndaiðnaðurinn fyrir þungu höggi í kjölfar efnahagshrunsins og eftirskjálfta þess. Í skugga hrunsinsÍ efnahagshruninu brugðust allar tekjuspár ríkissjóðs og það var ljóst frá fyrsta degi að grípa þyrfti til harkalegra aðhaldsaðgerða. Kvikmyndasjóður fór ekki varhluta af þeim og hafa framlög til hans lækkað um 23% frá því sem mest var árið 2009. En öll él birtir upp um síðir og nú þremur árum síðar erum við loks farin að sjá til sólar í ríkisfjármálum – og þá eru komnar forsendur fyrir uppbyggingu. Stóra planiðFramlög ríkissjóðs til kvikmyndagerðar koma ekki aðeins í gegnum Kvikmyndasjóð heldur koma þau einnig fram sem endurgreiðslur á 20% af framleiðslukostnaði. Í ár stefnir í að iðnaðarráðuneytið endurgreiði kvikmyndagerðarmönnum tæpar 687 milljónir króna, þar af 471 milljón vegna íslenskra mynda og 216 milljónir vegna erlendra mynda. Það þýðir að ríkisframlög til kvikmyndaframleiðslu hafa aldrei verið hærri. Samtals verða því ríkisframlög til kvikmyndagerðar um 1.139 m.kr. á þessu ári, þar af 923 m.kr. til innlendrar framleiðslu. Þessar tölur sýna að mikil umsvif eru í kvikmyndageiranum á Íslandi og að árið 2011 er það stærsta hvað varðar framlög úr ríkissjóði til kvikmyndagerðar. Og sannarlega viljum við ýta undir og efla kvikmyndaiðnaðinn. Í fyrra voru ellefu kvikmyndir í fullri lengd frumsýndar og þær eru orðnar átta á þessu ári auk þess sem mikið er framleitt af efni fyrir sjónvarp. Það er ástæða til þess að fagna því að þrátt fyrir allt skuli vera mikil gróska í kvikmyndageiranum á Íslandi. Við gerum okkur hins vegar grein fyrir því að auka þarf fjárframlög til kvikmyndasjóðs til þess að tryggja grunnfjármögnun á kvikmyndum og að því er stefnt. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur kynnt fyrir kvikmyndagerðarfólki drög að samkomulagi um stefnumörkun til fimm ára um aðgerðir til að efla íslenska kvikmyndagerð og kvikmyndamenningu. Gangi þetta samkomulag eftir munu framlög til Kvikmyndasjóðs hækka í skrefum úr 452 m.kr. í ár í 700 m.kr. árið 2016. Auk fjárveitinga til Kvikmyndasjóðs fjallar samkomulagið einnig um ýmis þörf úrbótamál á sviði kvikmyndamenningar. Nýtt lífKvikmyndaiðnaðurinn er viðkvæm atvinnugrein og fjármögnun í þeim geira lýtur um margt sérstökum lögmálum. Styrkir úr Kvikmyndasjóði eru gjarnan forsenda fyrir frekari fjármögnun erlendis frá og þannig margfaldast hver króna sem Kvikmyndasjóður leggur í verkefnið. Iðnaðarráðherra hefur lagt fyrir Alþingi lagafrumvarp sem kveður á um að 20% endurgreiðslukerfið af framleiðslukostnaði verði fest í sessi næstu fimm árin og leggjum við allt kapp á að þingið afgreiði það fyrir jól. Reynslan sannar að það skilar miklum umsvifum og þar með tekjum. Það er dýrt að vera fátækur og það er forsenda fyrir frekari vexti íslenskrar kvikmyndagerðar að stjórnvöld búi til hagfelld skilyrði fyrir kvikmyndagerð og standi vörð um öflugan Kvikmyndasjóð. Og höfum það hugfast að rökin eru bæði mjúk og grjóthörð – menningarleg og fjárhagsleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Íslensk kvikmyndagerð gegnir stóru hlutverki í menningarlífi okkar Íslendinga – en hún er um leið mikilvæg atvinnugrein sem skapar ótal störf og mikil verðmæti. En rétt eins og aðrar atvinnugreinar varð kvikmyndaiðnaðurinn fyrir þungu höggi í kjölfar efnahagshrunsins og eftirskjálfta þess. Í skugga hrunsinsÍ efnahagshruninu brugðust allar tekjuspár ríkissjóðs og það var ljóst frá fyrsta degi að grípa þyrfti til harkalegra aðhaldsaðgerða. Kvikmyndasjóður fór ekki varhluta af þeim og hafa framlög til hans lækkað um 23% frá því sem mest var árið 2009. En öll él birtir upp um síðir og nú þremur árum síðar erum við loks farin að sjá til sólar í ríkisfjármálum – og þá eru komnar forsendur fyrir uppbyggingu. Stóra planiðFramlög ríkissjóðs til kvikmyndagerðar koma ekki aðeins í gegnum Kvikmyndasjóð heldur koma þau einnig fram sem endurgreiðslur á 20% af framleiðslukostnaði. Í ár stefnir í að iðnaðarráðuneytið endurgreiði kvikmyndagerðarmönnum tæpar 687 milljónir króna, þar af 471 milljón vegna íslenskra mynda og 216 milljónir vegna erlendra mynda. Það þýðir að ríkisframlög til kvikmyndaframleiðslu hafa aldrei verið hærri. Samtals verða því ríkisframlög til kvikmyndagerðar um 1.139 m.kr. á þessu ári, þar af 923 m.kr. til innlendrar framleiðslu. Þessar tölur sýna að mikil umsvif eru í kvikmyndageiranum á Íslandi og að árið 2011 er það stærsta hvað varðar framlög úr ríkissjóði til kvikmyndagerðar. Og sannarlega viljum við ýta undir og efla kvikmyndaiðnaðinn. Í fyrra voru ellefu kvikmyndir í fullri lengd frumsýndar og þær eru orðnar átta á þessu ári auk þess sem mikið er framleitt af efni fyrir sjónvarp. Það er ástæða til þess að fagna því að þrátt fyrir allt skuli vera mikil gróska í kvikmyndageiranum á Íslandi. Við gerum okkur hins vegar grein fyrir því að auka þarf fjárframlög til kvikmyndasjóðs til þess að tryggja grunnfjármögnun á kvikmyndum og að því er stefnt. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur kynnt fyrir kvikmyndagerðarfólki drög að samkomulagi um stefnumörkun til fimm ára um aðgerðir til að efla íslenska kvikmyndagerð og kvikmyndamenningu. Gangi þetta samkomulag eftir munu framlög til Kvikmyndasjóðs hækka í skrefum úr 452 m.kr. í ár í 700 m.kr. árið 2016. Auk fjárveitinga til Kvikmyndasjóðs fjallar samkomulagið einnig um ýmis þörf úrbótamál á sviði kvikmyndamenningar. Nýtt lífKvikmyndaiðnaðurinn er viðkvæm atvinnugrein og fjármögnun í þeim geira lýtur um margt sérstökum lögmálum. Styrkir úr Kvikmyndasjóði eru gjarnan forsenda fyrir frekari fjármögnun erlendis frá og þannig margfaldast hver króna sem Kvikmyndasjóður leggur í verkefnið. Iðnaðarráðherra hefur lagt fyrir Alþingi lagafrumvarp sem kveður á um að 20% endurgreiðslukerfið af framleiðslukostnaði verði fest í sessi næstu fimm árin og leggjum við allt kapp á að þingið afgreiði það fyrir jól. Reynslan sannar að það skilar miklum umsvifum og þar með tekjum. Það er dýrt að vera fátækur og það er forsenda fyrir frekari vexti íslenskrar kvikmyndagerðar að stjórnvöld búi til hagfelld skilyrði fyrir kvikmyndagerð og standi vörð um öflugan Kvikmyndasjóð. Og höfum það hugfast að rökin eru bæði mjúk og grjóthörð – menningarleg og fjárhagsleg.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun