Um „sanna“ karlmennsku Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar 27. nóvember 2011 09:00 Í byrjun árs fór ég í ræktina, nokkrum kílóum of þungur, með ipodinn stútfullan af fyrirlestrum frá ýmsum þeim frumkvöðlum sem vefsíðan TED (www.ted.com) hefur upp á að bjóða, ákveðinn í að læra eitthvað. Auk þess að læra það að líkamsræktarstöðvar landsins eru troðfullar í janúar hlustaði ég á einn magnaðasta fyrirlestur sem ég hef nokkurn tímann heyrt og öðlaðist í framhaldinu dýrmæta vitneskju. Ég hef hlustað á hann reglulega síðan, hugsað mikið um og kynnt mér boðskapinn og minnst á hann í spjalli við mann og annan. Um hvað snýst svo þessi magnaða uppgötvun mín sem ég bara varð að deila með sem flestum? Grunnhugtakið sem Tony Porter, aktívisti og kennari, fjallar um í fyrirlestri sínum „A Call to Men“, er, jú mikið rétt (skaðleg) karlmennska. Hann vill meina að meirihluti karla sé fastur í því hugarfari að sjá karlmennsku aðeins frá ákveðnu sjónarhorni þess sem hann kallar „karlakassann“. Nú má vel vera að við Íslendingar séum komnir lengra í jafnréttisbaráttunni en Tony og félagar hans í Bandaríkjum Norður-Ameríku, en flest atriði karlakassans eiga líka við hugarfar marga íslenskra karlmanna. Ég fer hægt í að lýsa orðum öflugs ræðumanns á blaði, enda verkefni fyrir betri penna en mig, ég mæli því eindregið með því að allir sem lesa þetta kíki á fyrirlesturinn; ellefu mínútur og fjörutíu sekúndur er erfitt að nýta betur. Ég ætla samt að halda áfram að selja þetta myndband enda er frekar auðvelt að heimfæra marga þá punkta sem Tony kemur með yfir á íslenskt samfélag. Hugmyndir karlakassans segja að karlmennska sé það að karlmenn þurfi að vera sterkir, sýna engar tilfinningar, að reiði undanskilinni, og alls ekki hræðslu. Karlar ráða því þeir eru sterkir, annað en konur, karlmenn laðast ekki að öðrum körlum, konur eru hlutir, sérstaklega kynferðislegir hlutir. Nú er ég alls ekki að segja að þetta sé sameiginleg sýn allra karlmanna á Íslandi, en fyrirmyndir yngri (og eldri jafnvel?) kynslóðarinnar eru oft mjög vafasamar, ekki að þær séu þó eina rót vandans. Það sem ég tengi sérstaklega við karlakassann á Íslandi er málefni sem plötusnúðurinn Margeir St. Ingólfsson fjallaði um í grein sinni í Fréttablaðinu fyrr á þessu ári sem hluti af Öðlingsátakinu. Hann fjallaði um þá venju að nota konur og kvenlega eiginleika sem skammaryrði. Nú er ég enginn öðlingur, en sé vel að eftirfarandi skömmum er ekki ætlað að gefa góða mynd af þeim sem talað er um: „Vertu ekki svona mikil kerling!“, „Ertu faggi?“, „Hagaðu þér eins og maður!“ Það sem situr hvað mest í mér af mörgum eftirminnilegum punktum fyrirlestrarins er spurning fyrirlesarans til ungs fótboltakappa. Fyrirlesarinn spurði hann: „Hvernig myndi þér líða ef þjálfarinn myndi kalla þig stelpu fyrir framan alla hina strákana?“, líkt og ég bjóst spyrjandinn við tiltölulega slæmu svari á borð við; „Mér myndi líða frekar illa“ eða „...það yrði leiðinlegt“. Svar drengsins var hins vegar; „Það myndi rústa mig“. Hvað er samfélagið að kenna ungum strákum sem sjá ekkert verra en að vera stelpur? Ég eftirlæt hverjum og einum að svara fyrir sig sjálfan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Sjá meira
Í byrjun árs fór ég í ræktina, nokkrum kílóum of þungur, með ipodinn stútfullan af fyrirlestrum frá ýmsum þeim frumkvöðlum sem vefsíðan TED (www.ted.com) hefur upp á að bjóða, ákveðinn í að læra eitthvað. Auk þess að læra það að líkamsræktarstöðvar landsins eru troðfullar í janúar hlustaði ég á einn magnaðasta fyrirlestur sem ég hef nokkurn tímann heyrt og öðlaðist í framhaldinu dýrmæta vitneskju. Ég hef hlustað á hann reglulega síðan, hugsað mikið um og kynnt mér boðskapinn og minnst á hann í spjalli við mann og annan. Um hvað snýst svo þessi magnaða uppgötvun mín sem ég bara varð að deila með sem flestum? Grunnhugtakið sem Tony Porter, aktívisti og kennari, fjallar um í fyrirlestri sínum „A Call to Men“, er, jú mikið rétt (skaðleg) karlmennska. Hann vill meina að meirihluti karla sé fastur í því hugarfari að sjá karlmennsku aðeins frá ákveðnu sjónarhorni þess sem hann kallar „karlakassann“. Nú má vel vera að við Íslendingar séum komnir lengra í jafnréttisbaráttunni en Tony og félagar hans í Bandaríkjum Norður-Ameríku, en flest atriði karlakassans eiga líka við hugarfar marga íslenskra karlmanna. Ég fer hægt í að lýsa orðum öflugs ræðumanns á blaði, enda verkefni fyrir betri penna en mig, ég mæli því eindregið með því að allir sem lesa þetta kíki á fyrirlesturinn; ellefu mínútur og fjörutíu sekúndur er erfitt að nýta betur. Ég ætla samt að halda áfram að selja þetta myndband enda er frekar auðvelt að heimfæra marga þá punkta sem Tony kemur með yfir á íslenskt samfélag. Hugmyndir karlakassans segja að karlmennska sé það að karlmenn þurfi að vera sterkir, sýna engar tilfinningar, að reiði undanskilinni, og alls ekki hræðslu. Karlar ráða því þeir eru sterkir, annað en konur, karlmenn laðast ekki að öðrum körlum, konur eru hlutir, sérstaklega kynferðislegir hlutir. Nú er ég alls ekki að segja að þetta sé sameiginleg sýn allra karlmanna á Íslandi, en fyrirmyndir yngri (og eldri jafnvel?) kynslóðarinnar eru oft mjög vafasamar, ekki að þær séu þó eina rót vandans. Það sem ég tengi sérstaklega við karlakassann á Íslandi er málefni sem plötusnúðurinn Margeir St. Ingólfsson fjallaði um í grein sinni í Fréttablaðinu fyrr á þessu ári sem hluti af Öðlingsátakinu. Hann fjallaði um þá venju að nota konur og kvenlega eiginleika sem skammaryrði. Nú er ég enginn öðlingur, en sé vel að eftirfarandi skömmum er ekki ætlað að gefa góða mynd af þeim sem talað er um: „Vertu ekki svona mikil kerling!“, „Ertu faggi?“, „Hagaðu þér eins og maður!“ Það sem situr hvað mest í mér af mörgum eftirminnilegum punktum fyrirlestrarins er spurning fyrirlesarans til ungs fótboltakappa. Fyrirlesarinn spurði hann: „Hvernig myndi þér líða ef þjálfarinn myndi kalla þig stelpu fyrir framan alla hina strákana?“, líkt og ég bjóst spyrjandinn við tiltölulega slæmu svari á borð við; „Mér myndi líða frekar illa“ eða „...það yrði leiðinlegt“. Svar drengsins var hins vegar; „Það myndi rústa mig“. Hvað er samfélagið að kenna ungum strákum sem sjá ekkert verra en að vera stelpur? Ég eftirlæt hverjum og einum að svara fyrir sig sjálfan.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar