Saman erum við STERK gegn vændi Kristbjörg Kona skrifar 26. nóvember 2011 09:15 Þrátt fyrir að langflestir karlmenn kaupi aldrei vændi er vændismarkaðurinn stór hér heima og erlendis. Norrænar rannsóknir sýna að 14% danskra karla og 13% norskra karla 18 ára og eldri kaupi eða hafi keypt vændi einhvern tímann á ævinni. Svipaðar tölur voru einnig í Svíþjóð áður en Svíar bönnuðu vændiskaup 1999. Engin íslensk rannsókn hefur verið gerð á umfangi vændiskaupa hér á landi. Þó er að finna vísbendingu í rannsókn sem Landlæknisembættið lét gera um alnæmi á Íslandi 1991. Þar var fólk spurt hvort það hefði sofið hjá manneskju sem seldi sig. 16% karla höfðu gert slíkt. Viðhorf alþjóðasamfélagsins til vændis hefur breyst mikið undanfarin ár vegna aukinnar vitundar um mansal og órjúfanleg tengsl þess við vændi. Mansal getur nefnilega ekki þrifist nema til sé markaður fyrir vændi, klám og hvers konar kynlífsþjónustu. Rannsóknir á vændi á Norðurlöndunum síðustu 50 árin hafa leitt í ljós að þeir sem stunda vændi gera það í langflestum tilfellum af neyð. Miklar líkur eru á því að einstaklingar í vændi verði fyrir ofbeldi og niðurlægingu og oft festast þeir í skipulagðri glæpastarfsemi þar sem réttindi þeirra eru virt að vettugi. Í gegnum tíðina hefur umræðan um vændi snúist um vændiskonuna og að það sé hún sem skapi vandamálið og tæli kaupandann. Með aukinni þekkingu á málaflokknum hefur umræðan snúist meira og meira að vændiskaupandanum sem vinnuveitanda vændis, þeim sem skapar vændi og heldur því við. Rannsóknir sýna okkur að kaupendur vændis eru nær eingöngu karlar og að þeir kaupa vændi af mörgum ólíkum ástæðum. Rannsóknir í Noregi og Danmörku benda til þess að þeir sem kaupi vændi að staðaldri missi yfirleitt áhugann á konum sem ekki séu í vændi. Almenn virðing fyrir konum og réttindum þeirra minnkar og vændiskaupendur eru mun líklegri til að beita maka sína ofbeldi. Rannsóknir frá Bretlandi sýna að því yngri sem kaupendur eru þegar þeir kaupa vændi í fyrsta skiptið, þeim mun líklegra er að þeir verði háðir vændiskaupum. Norrænar rannsóknir sýna að langstærsti hluti vændiskaupenda kaupir vændi einu sinni til þrisvar sinnum. Nýleg dönsk rannsókn sýnir að 80% þeirra sem hafa keypt vændi í Danmörku gera það vegna þess að „það var eitthvað sem þeir urðu að prófa“. Þessir vændiskaupendur hætta vegna þess að vændið stendur ekki undir væntingum þeirra. Þessi kúnnahópur, „fiktararnir“, er gríðarlega stór og er óhætt að segja að í krafti fjölda síns séu þeir undirstaða vændismarkaðsins. Margir vilja meina að það sé ógerlegt að útrýma vændiskaupum og því sé engin ástæða að reyna. Því fer fjarri lagi. Vændiskaupendur eru nágrannar þínir, besti vinur þinn, pabbi þinn, bróðir eða einhver sem þú metur mikils. Þeir kaupa sér vændi af mörgum ólíkum ástæðum, en það sem þeir eiga sameiginlegt er að þeir hafa litla sem enga fræðslu fengið um raunverulegt eðli vændis og afleiðingar þess. Samfélagið segir þeim að vændi sé elsta starfsgrein í heimi og þeir geti ekkert gert til að breyta því. Karlmenn eru þannig gerðir ábyrgðarlausir á gerðum sínum. Með vændiskaupum sínum viðhalda karlmenn eftirspurn eftir kynlífi fyrir peninga og skipulögðum markaði af fólki til sölu, oftast konum og börnum. Beint framhald af því er síðan mansal, þar sem hundruð þúsunda kvenna og barna ganga kaupum og sölum aðeins til þess að ákveðnir karlar fái að svala hvötum sínum og forvitni. Nýleg lög sem banna kaup á vændi eru til mikilla bóta. Þau eiga að koma í veg fyrir að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður fyrir skipuleggjendur mansals, þau færa ábyrgðina yfir á vændiskaupandann og þau kenna næstu kynslóðum ný gildi. Þessi lög gefa skýr skilaboð um að fólk eigi ekki að vera til sölu. Vöntun á eftirfylgni, fjármagni í fræðslu, forvarnir og rannsóknir hjá m.a. lögreglu leiða þó til þess að lögin eru enn sem komið er bitlaus og skila ekki áætluðum tilgangi. Fáfræði og áhugaleysi vinnur gegn framförum. Við getum dregið úr vændiskaupum með því að breyta hugarfarinu gagnvart vændi, fólki í vændi og síðan vændiskaupendum. Við þurfum að taka ábyrgð á því viðhorfi sem hefur ríkt gagnvart vændi. Við þurfum að dusta rykið af réttlætiskennd okkar, fræða og treysta fólki til að taka upplýsta afstöðu um vændiskaup. Við þurfum forvarnir og fræðslu í skólana þar sem ungu fólki er veitt mótvægi við klámvæðinguna sem einkennir samfélag okkar. STERK – forvarnamiðstöð stendur nú fyrir myndbandasamkeppni þar sem leitað er að forvarnamyndbandi sem stuðlar að upplýstri umræðu um vændiskaup og mansal á Íslandi og þar sem sjónum er beint að vændiskaupendum. Markmið er því að fækka vændiskaupum á Íslandi. Skilafrestur er 10. desember og tvenn verðlaun verða veitt, 300 þúsund krónur og 400 þúsund krónur. Áhugasömum er bent að skoða heimasíðu STERK, www.sterk.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að langflestir karlmenn kaupi aldrei vændi er vændismarkaðurinn stór hér heima og erlendis. Norrænar rannsóknir sýna að 14% danskra karla og 13% norskra karla 18 ára og eldri kaupi eða hafi keypt vændi einhvern tímann á ævinni. Svipaðar tölur voru einnig í Svíþjóð áður en Svíar bönnuðu vændiskaup 1999. Engin íslensk rannsókn hefur verið gerð á umfangi vændiskaupa hér á landi. Þó er að finna vísbendingu í rannsókn sem Landlæknisembættið lét gera um alnæmi á Íslandi 1991. Þar var fólk spurt hvort það hefði sofið hjá manneskju sem seldi sig. 16% karla höfðu gert slíkt. Viðhorf alþjóðasamfélagsins til vændis hefur breyst mikið undanfarin ár vegna aukinnar vitundar um mansal og órjúfanleg tengsl þess við vændi. Mansal getur nefnilega ekki þrifist nema til sé markaður fyrir vændi, klám og hvers konar kynlífsþjónustu. Rannsóknir á vændi á Norðurlöndunum síðustu 50 árin hafa leitt í ljós að þeir sem stunda vændi gera það í langflestum tilfellum af neyð. Miklar líkur eru á því að einstaklingar í vændi verði fyrir ofbeldi og niðurlægingu og oft festast þeir í skipulagðri glæpastarfsemi þar sem réttindi þeirra eru virt að vettugi. Í gegnum tíðina hefur umræðan um vændi snúist um vændiskonuna og að það sé hún sem skapi vandamálið og tæli kaupandann. Með aukinni þekkingu á málaflokknum hefur umræðan snúist meira og meira að vændiskaupandanum sem vinnuveitanda vændis, þeim sem skapar vændi og heldur því við. Rannsóknir sýna okkur að kaupendur vændis eru nær eingöngu karlar og að þeir kaupa vændi af mörgum ólíkum ástæðum. Rannsóknir í Noregi og Danmörku benda til þess að þeir sem kaupi vændi að staðaldri missi yfirleitt áhugann á konum sem ekki séu í vændi. Almenn virðing fyrir konum og réttindum þeirra minnkar og vændiskaupendur eru mun líklegri til að beita maka sína ofbeldi. Rannsóknir frá Bretlandi sýna að því yngri sem kaupendur eru þegar þeir kaupa vændi í fyrsta skiptið, þeim mun líklegra er að þeir verði háðir vændiskaupum. Norrænar rannsóknir sýna að langstærsti hluti vændiskaupenda kaupir vændi einu sinni til þrisvar sinnum. Nýleg dönsk rannsókn sýnir að 80% þeirra sem hafa keypt vændi í Danmörku gera það vegna þess að „það var eitthvað sem þeir urðu að prófa“. Þessir vændiskaupendur hætta vegna þess að vændið stendur ekki undir væntingum þeirra. Þessi kúnnahópur, „fiktararnir“, er gríðarlega stór og er óhætt að segja að í krafti fjölda síns séu þeir undirstaða vændismarkaðsins. Margir vilja meina að það sé ógerlegt að útrýma vændiskaupum og því sé engin ástæða að reyna. Því fer fjarri lagi. Vændiskaupendur eru nágrannar þínir, besti vinur þinn, pabbi þinn, bróðir eða einhver sem þú metur mikils. Þeir kaupa sér vændi af mörgum ólíkum ástæðum, en það sem þeir eiga sameiginlegt er að þeir hafa litla sem enga fræðslu fengið um raunverulegt eðli vændis og afleiðingar þess. Samfélagið segir þeim að vændi sé elsta starfsgrein í heimi og þeir geti ekkert gert til að breyta því. Karlmenn eru þannig gerðir ábyrgðarlausir á gerðum sínum. Með vændiskaupum sínum viðhalda karlmenn eftirspurn eftir kynlífi fyrir peninga og skipulögðum markaði af fólki til sölu, oftast konum og börnum. Beint framhald af því er síðan mansal, þar sem hundruð þúsunda kvenna og barna ganga kaupum og sölum aðeins til þess að ákveðnir karlar fái að svala hvötum sínum og forvitni. Nýleg lög sem banna kaup á vændi eru til mikilla bóta. Þau eiga að koma í veg fyrir að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður fyrir skipuleggjendur mansals, þau færa ábyrgðina yfir á vændiskaupandann og þau kenna næstu kynslóðum ný gildi. Þessi lög gefa skýr skilaboð um að fólk eigi ekki að vera til sölu. Vöntun á eftirfylgni, fjármagni í fræðslu, forvarnir og rannsóknir hjá m.a. lögreglu leiða þó til þess að lögin eru enn sem komið er bitlaus og skila ekki áætluðum tilgangi. Fáfræði og áhugaleysi vinnur gegn framförum. Við getum dregið úr vændiskaupum með því að breyta hugarfarinu gagnvart vændi, fólki í vændi og síðan vændiskaupendum. Við þurfum að taka ábyrgð á því viðhorfi sem hefur ríkt gagnvart vændi. Við þurfum að dusta rykið af réttlætiskennd okkar, fræða og treysta fólki til að taka upplýsta afstöðu um vændiskaup. Við þurfum forvarnir og fræðslu í skólana þar sem ungu fólki er veitt mótvægi við klámvæðinguna sem einkennir samfélag okkar. STERK – forvarnamiðstöð stendur nú fyrir myndbandasamkeppni þar sem leitað er að forvarnamyndbandi sem stuðlar að upplýstri umræðu um vændiskaup og mansal á Íslandi og þar sem sjónum er beint að vændiskaupendum. Markmið er því að fækka vændiskaupum á Íslandi. Skilafrestur er 10. desember og tvenn verðlaun verða veitt, 300 þúsund krónur og 400 þúsund krónur. Áhugasömum er bent að skoða heimasíðu STERK, www.sterk.is.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun