Merkin sýna verkin Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 26. nóvember 2011 09:00 Það kemur nú æ betur í ljós að lífskjarasókn er hafin á Íslandi. Merkin um efnahagsbatann eru skýr og eftir þeim hefur verið tekið. Árangurinn á Íslandi hefur á undanförnum vikum ratað á síður stórblaða heimsins og um hann verið fjallað af alþjóðlegum matsfyrirtækjum og fremstu hagfræðingum heims. Sannarlega hafa menn mismunandi skoðanir um orsakir og afleiðingar í þessum efnum, en gömul íslensk hyggindi segja einfaldlega; merkin sýna verkin. Það er varla um það deilt að við Íslendingar höfum náð verulegum árangri í endureisn efnahagslífsins eftir hið skelfilega hrun sem hér varð. Þessum árangri höfum við náð þrátt fyrir að hin alþjóðlega efnahagslægð hafi verið dýpri og langvinnari en ráð var fyrir gert. Fyrr í þessari viku ákvað matsfyrirtækið Standard & Poor’s að breyta horfum um lánshæfi ríkissjóðs Íslands úr neikvæðum í stöðugar og hið sama gerði matsfyrirtækið R&I fyrr í mánuðinum. Vísa fyrirtækin annars vegar til þess að efnahagslífið sé á batavegi með auknum hagvexti en hins vegar til þess að náðst hafi mikilsverður árangur í endurskipulagningu efnahagsreikninga einkageirans. Þetta eru auðvitað afar ánægjuleg tíðindi og mikilvæg skilaboð til umheimsins. Hagvöxtur og félagslegt réttlæti í fremstu röðLærdómsríkt er að bera saman stöðu efnahagsmála hér á landi og í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Hagvöxtur hér á landi er nú um 2½-3% og horfur um svipaðan vöxt á næsta ári. Á sama tíma reikna menn með að um helmingur aðildarríkja OECD verði með lægri hagvöxt en Ísland. Atvinnuleysi er sannarlega enn of hátt hér á landi þótt það lækki nú jöfnum skrefum. Engu að síður er það svo að 2/3 OECD-ríkja verða með meira atvinnuleysi en Ísland á næsta ári og meðal Norðurlandaríkjanna er aðeins Noregur með minna atvinnuleysi en hér á landi. Höfum einnig hugfast að þrátt fyrir atvinnuleysið er atvinnuþáttaka hvergi meiri í heiminum en á Íslandi. Atvinnustaða, fátækt og aðgengi að menntun eru meðal þeirra þátta sem afgerandi eru um félagslegt réttlæti. Nú á dögunum birtist skýrsla um félagslegt réttlæti meðal OECD-ríkja og kemur þar fram að mest félagslegt réttlæti ríkir hér á landi og raunar skipa Norðurlandaríkin sér í fimm fyrstu sætin. Sjálfbær ríkisfjármál og skuldastaðaForgangsatriði efnahagsstefnunnar hefur verið og verður áfram að ná tökum á ríkisfjármálunum, enda tók ríkisstjórnin við ríkisbúskap sem rambaði á barmi gjaldþrots. Staðan nú er sú að samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs verður frumjöfnuður ríkissjóðs jákvæður. Viðsnúningurinn í rekstri ríkisins er um 140 milljarðar króna. Þegar horft er til annarra ríkja kemur í ljós að flest þróuð ríki eru með neikvæðan frumjöfnuð og skv. áætlunum AGS verður aðeins Noregur með meiri afgang á frumjöfnuði sem hlutfall af landsframleiðslu en Ísland. Ríkisfjármálastefnan miðar að því að lækka opinberar skuldir verulega og tryggja sjálfbærni þeirra. Alþjóðlegur samanburður staðfestir góða stöðu okkar að þessu leyti. Ef horft er til hreinna skulda hins opinbera án lífeyrisskuldbindinga kemur í ljós að árið 2010 eru aðeins 12 OECD-ríki af 34 með hagstæðari hreina skuldabyrði af landsframleiðslu. Áhugavert er einnig að bera saman efnahagsmál á Íslandi og Írlandi. AGS spáir að hagvöxtur á Írlandi verði aðeins um ½% í ár og um 1½% á því næsta. Írar munu verja innan við 10% af landsframleiðslu til fjárfestingar á þessu ári, samanborið við 13-14% hér á landi sem þó er allt of lágt. Allar götur frá 2007 hafa fjárfestingar minnkað að magni til hér á landi en á þessu er að verða mikilvægur viðsnúningur og horfur fyrir árið 2011 benda til 8,5% vaxtar fjárfestingar. Aðeins með öguðum vinnubrögðum og skýrt markaðri stefnu verður Ísland samkeppnisfært um fólk og fyrirtæki. Á okkur hvílir sú skylda að tryggja íslensku þjóðinni, ekki síst okkar unga fólki, viðvarandi lífskjör sem eru sambærileg við þau sem best gefast í heiminum. Árangurinn í endurreisn efnahagslífsins á Íslandi eftir hrun gefur góð fyrirheit að þessu leyti – merkin sýna verkin! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Sjá meira
Það kemur nú æ betur í ljós að lífskjarasókn er hafin á Íslandi. Merkin um efnahagsbatann eru skýr og eftir þeim hefur verið tekið. Árangurinn á Íslandi hefur á undanförnum vikum ratað á síður stórblaða heimsins og um hann verið fjallað af alþjóðlegum matsfyrirtækjum og fremstu hagfræðingum heims. Sannarlega hafa menn mismunandi skoðanir um orsakir og afleiðingar í þessum efnum, en gömul íslensk hyggindi segja einfaldlega; merkin sýna verkin. Það er varla um það deilt að við Íslendingar höfum náð verulegum árangri í endureisn efnahagslífsins eftir hið skelfilega hrun sem hér varð. Þessum árangri höfum við náð þrátt fyrir að hin alþjóðlega efnahagslægð hafi verið dýpri og langvinnari en ráð var fyrir gert. Fyrr í þessari viku ákvað matsfyrirtækið Standard & Poor’s að breyta horfum um lánshæfi ríkissjóðs Íslands úr neikvæðum í stöðugar og hið sama gerði matsfyrirtækið R&I fyrr í mánuðinum. Vísa fyrirtækin annars vegar til þess að efnahagslífið sé á batavegi með auknum hagvexti en hins vegar til þess að náðst hafi mikilsverður árangur í endurskipulagningu efnahagsreikninga einkageirans. Þetta eru auðvitað afar ánægjuleg tíðindi og mikilvæg skilaboð til umheimsins. Hagvöxtur og félagslegt réttlæti í fremstu röðLærdómsríkt er að bera saman stöðu efnahagsmála hér á landi og í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Hagvöxtur hér á landi er nú um 2½-3% og horfur um svipaðan vöxt á næsta ári. Á sama tíma reikna menn með að um helmingur aðildarríkja OECD verði með lægri hagvöxt en Ísland. Atvinnuleysi er sannarlega enn of hátt hér á landi þótt það lækki nú jöfnum skrefum. Engu að síður er það svo að 2/3 OECD-ríkja verða með meira atvinnuleysi en Ísland á næsta ári og meðal Norðurlandaríkjanna er aðeins Noregur með minna atvinnuleysi en hér á landi. Höfum einnig hugfast að þrátt fyrir atvinnuleysið er atvinnuþáttaka hvergi meiri í heiminum en á Íslandi. Atvinnustaða, fátækt og aðgengi að menntun eru meðal þeirra þátta sem afgerandi eru um félagslegt réttlæti. Nú á dögunum birtist skýrsla um félagslegt réttlæti meðal OECD-ríkja og kemur þar fram að mest félagslegt réttlæti ríkir hér á landi og raunar skipa Norðurlandaríkin sér í fimm fyrstu sætin. Sjálfbær ríkisfjármál og skuldastaðaForgangsatriði efnahagsstefnunnar hefur verið og verður áfram að ná tökum á ríkisfjármálunum, enda tók ríkisstjórnin við ríkisbúskap sem rambaði á barmi gjaldþrots. Staðan nú er sú að samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs verður frumjöfnuður ríkissjóðs jákvæður. Viðsnúningurinn í rekstri ríkisins er um 140 milljarðar króna. Þegar horft er til annarra ríkja kemur í ljós að flest þróuð ríki eru með neikvæðan frumjöfnuð og skv. áætlunum AGS verður aðeins Noregur með meiri afgang á frumjöfnuði sem hlutfall af landsframleiðslu en Ísland. Ríkisfjármálastefnan miðar að því að lækka opinberar skuldir verulega og tryggja sjálfbærni þeirra. Alþjóðlegur samanburður staðfestir góða stöðu okkar að þessu leyti. Ef horft er til hreinna skulda hins opinbera án lífeyrisskuldbindinga kemur í ljós að árið 2010 eru aðeins 12 OECD-ríki af 34 með hagstæðari hreina skuldabyrði af landsframleiðslu. Áhugavert er einnig að bera saman efnahagsmál á Íslandi og Írlandi. AGS spáir að hagvöxtur á Írlandi verði aðeins um ½% í ár og um 1½% á því næsta. Írar munu verja innan við 10% af landsframleiðslu til fjárfestingar á þessu ári, samanborið við 13-14% hér á landi sem þó er allt of lágt. Allar götur frá 2007 hafa fjárfestingar minnkað að magni til hér á landi en á þessu er að verða mikilvægur viðsnúningur og horfur fyrir árið 2011 benda til 8,5% vaxtar fjárfestingar. Aðeins með öguðum vinnubrögðum og skýrt markaðri stefnu verður Ísland samkeppnisfært um fólk og fyrirtæki. Á okkur hvílir sú skylda að tryggja íslensku þjóðinni, ekki síst okkar unga fólki, viðvarandi lífskjör sem eru sambærileg við þau sem best gefast í heiminum. Árangurinn í endurreisn efnahagslífsins á Íslandi eftir hrun gefur góð fyrirheit að þessu leyti – merkin sýna verkin!
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar