Leikum okkur um jólin 9. desember 2011 11:00 Þegar hátíðarstemmningin færist yfir bæinn er kjörið að fara í skemmtilega leiki með sínum nánustu. Jólin eru tími samveru og leikja, þótt blátt bann sé við spilamennsku og fíflaskap á aðfangadagskvöld. Leikir létta andrúmloftið, skapa skemmtilegar minningar og setja sérstakan blæ á dagana þegar börn og fullorðnir upplifa jólagleðina saman. Vettlingaboðhlaup Hvað þarf í leikinn? Fáein pör af vettlingum, súkkulaðijólasveina, Hershey-súkkulaðikossa eða annað súkkulaði í álpappír. Hvernig er leikurinn? Skiptið þátttakendum í tvö eða fleiri lið og stillið liðunum upp í enda herbergis. Þegar gefið er merki skal fyrsti liðsmaður hvers hóps hlaupa þangað sem vettlingapar og súkkulaðijólasveinn bíður hans, klæða sig í vettlingana, taka umbúðirnar utan af jólasveininum og borða hann, klæða sig úr vettlingunum og hlaupa til baka til að virkja næsta liðsmann til að gera það sama. Boðhlaupið heldur áfram koll af kolli þar til allir liðsmenn hafa lokið verkefni sínu.Syngjum saman Hvernig er leikurinn? Þessi leikur er fyrirtaks ísbrjótur í jólaboði þar sem fólk þekkist ekki vel. Um leið og gestur kemur í hús fær hann miða með jólalagi. Ef gestir eru margir má skipta þeim í hópa og eru þá gestir hvers hóps um sig með sama lag. Þegar allir eru komnir í hús gengur hver og einn gestur um syngjandi sitt jólalag til að finna einhvern í sínum hópi. Má bjóða þér jólaköku? Hvað þarf í leikinn? Jólatertu með kremi, borð, snæri og pappadiska. Athugið að leikurinn er ekki fyrir ung börn þar sem kappát getur reynst þeim hættulegt. Hvernig er leikurinn? Þátttakendur standa í kringum borð með hendur bundnar fyrir aftan bak. Setjið kökusneið á pappadisk fyrir framan hvern gest. Gefið gestunum merki um að byrja að borða kökuna án þess að nota hendurnar og skammtið tvær mínútur í leikinn. Þegar tíminn er liðinn er sá úr leik sem á mest eftir af sinni köku. Gefið stærri sneið á diskana í næstu umferð og endurtakið leikinn. Sá vinnur sem dugar lengst.Látið jólasokkinn ganga Hvað þarf í leikinn? Jólasokka, sælgæti, jólaskraut, kerti, leikföng og rauðan jólaborða. Hvernig er leikurinn? Fyllið stóra jólasokka með skemmtilegum jólahlutum og bindið fyrir. Skiptið gestunum í pör og látið fá jólasokk til að þreifa á og giska á innihald sokksins. Látið gestina skrifa á miða hvað þeir halda að leynist í sokknum á meðan jólatónlist er spiluð í stutta stund. Þegar tónlistin er stoppuð, þarf hvert par að lesa upp hvað það hefur skrifað niður. Ef eitthvað reynist passa við það sem í sokknum er má parið eiga það til minningar.Þekkirðu þína nánustu? Hvað þarf í leikinn? Blað og penna. Hvernig er leikurinn? Skrifið niður spurningar sem varða fjölskyldumeðlimina. Til dæmis: Hvar vinnur Gummi frændi? Hvenær og hvar gifti Ása frænka sig? Hafið spurningarnar ekki of persónulegar þannig að flestir geti rambað á rétt svar. Sá sem svarar oftast rétt vinnur.Klæðum jólasveininn! Hvað þarf í leikinn? Stóran, rauðan stakk og buxur eða íþróttagalla í jólalitunum. Rauðar og hvítar blöðrur og flautu. Hvernig er leikurinn? Skiptið börnum í tvö lið. Veljið eitt barn í hvoru liði til að vera jólasveinn. Látið hverju liði í té uppblásnar blöðrur og blásið í flautu til að hefja leikinn. Setjið skeiðklukku í gang og gefið hvoru liði fjórar mínútur til að klæða leiðtoga sinn í jólasveinafötin og troða eins mörgum blöðrum og hægt er í búninginn án þess að þær springi. Liðið sem kemur flestum blöðrum í búninginn vinnur leikinn. Jólafréttir Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Hugleiðingar um aðventu Jól Fjölbreytt jólaþorp í Garðabæ Jól Svona gerirðu graflax Jól Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Gjörningur og stuðuppákoma Jól Ný jólakúla komin Jól Að eiga gleðileg jól Jól Viðheldur týndri hefð Jól Jól, eftir Stefán frá Hvítadal Jól
Jólin eru tími samveru og leikja, þótt blátt bann sé við spilamennsku og fíflaskap á aðfangadagskvöld. Leikir létta andrúmloftið, skapa skemmtilegar minningar og setja sérstakan blæ á dagana þegar börn og fullorðnir upplifa jólagleðina saman. Vettlingaboðhlaup Hvað þarf í leikinn? Fáein pör af vettlingum, súkkulaðijólasveina, Hershey-súkkulaðikossa eða annað súkkulaði í álpappír. Hvernig er leikurinn? Skiptið þátttakendum í tvö eða fleiri lið og stillið liðunum upp í enda herbergis. Þegar gefið er merki skal fyrsti liðsmaður hvers hóps hlaupa þangað sem vettlingapar og súkkulaðijólasveinn bíður hans, klæða sig í vettlingana, taka umbúðirnar utan af jólasveininum og borða hann, klæða sig úr vettlingunum og hlaupa til baka til að virkja næsta liðsmann til að gera það sama. Boðhlaupið heldur áfram koll af kolli þar til allir liðsmenn hafa lokið verkefni sínu.Syngjum saman Hvernig er leikurinn? Þessi leikur er fyrirtaks ísbrjótur í jólaboði þar sem fólk þekkist ekki vel. Um leið og gestur kemur í hús fær hann miða með jólalagi. Ef gestir eru margir má skipta þeim í hópa og eru þá gestir hvers hóps um sig með sama lag. Þegar allir eru komnir í hús gengur hver og einn gestur um syngjandi sitt jólalag til að finna einhvern í sínum hópi. Má bjóða þér jólaköku? Hvað þarf í leikinn? Jólatertu með kremi, borð, snæri og pappadiska. Athugið að leikurinn er ekki fyrir ung börn þar sem kappát getur reynst þeim hættulegt. Hvernig er leikurinn? Þátttakendur standa í kringum borð með hendur bundnar fyrir aftan bak. Setjið kökusneið á pappadisk fyrir framan hvern gest. Gefið gestunum merki um að byrja að borða kökuna án þess að nota hendurnar og skammtið tvær mínútur í leikinn. Þegar tíminn er liðinn er sá úr leik sem á mest eftir af sinni köku. Gefið stærri sneið á diskana í næstu umferð og endurtakið leikinn. Sá vinnur sem dugar lengst.Látið jólasokkinn ganga Hvað þarf í leikinn? Jólasokka, sælgæti, jólaskraut, kerti, leikföng og rauðan jólaborða. Hvernig er leikurinn? Fyllið stóra jólasokka með skemmtilegum jólahlutum og bindið fyrir. Skiptið gestunum í pör og látið fá jólasokk til að þreifa á og giska á innihald sokksins. Látið gestina skrifa á miða hvað þeir halda að leynist í sokknum á meðan jólatónlist er spiluð í stutta stund. Þegar tónlistin er stoppuð, þarf hvert par að lesa upp hvað það hefur skrifað niður. Ef eitthvað reynist passa við það sem í sokknum er má parið eiga það til minningar.Þekkirðu þína nánustu? Hvað þarf í leikinn? Blað og penna. Hvernig er leikurinn? Skrifið niður spurningar sem varða fjölskyldumeðlimina. Til dæmis: Hvar vinnur Gummi frændi? Hvenær og hvar gifti Ása frænka sig? Hafið spurningarnar ekki of persónulegar þannig að flestir geti rambað á rétt svar. Sá sem svarar oftast rétt vinnur.Klæðum jólasveininn! Hvað þarf í leikinn? Stóran, rauðan stakk og buxur eða íþróttagalla í jólalitunum. Rauðar og hvítar blöðrur og flautu. Hvernig er leikurinn? Skiptið börnum í tvö lið. Veljið eitt barn í hvoru liði til að vera jólasveinn. Látið hverju liði í té uppblásnar blöðrur og blásið í flautu til að hefja leikinn. Setjið skeiðklukku í gang og gefið hvoru liði fjórar mínútur til að klæða leiðtoga sinn í jólasveinafötin og troða eins mörgum blöðrum og hægt er í búninginn án þess að þær springi. Liðið sem kemur flestum blöðrum í búninginn vinnur leikinn.
Jólafréttir Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Hugleiðingar um aðventu Jól Fjölbreytt jólaþorp í Garðabæ Jól Svona gerirðu graflax Jól Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Gjörningur og stuðuppákoma Jól Ný jólakúla komin Jól Að eiga gleðileg jól Jól Viðheldur týndri hefð Jól Jól, eftir Stefán frá Hvítadal Jól