Allir voru velkomnir í Tryggvaskála 28. nóvember 2014 17:00 Tryggvaskáli á Selfossi, líklega árið 1918. Hjónin Kristín Árnadóttir og Brynjólfur Gíslason ráku þar hótel í áratugi. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR, MAGNÚS ÓLAFSSON. Fjölskyldan í Tryggvaskála á Selfossi gegndi stóru hlutverki í jólahaldi margra einstæðinga um miðja síðustu öld. Þar bjuggu hjónin Kristín Árnadóttir og Brynjólfur Gíslason og ráku hótel auk þess að búa í húsinu um áratuga skeið. Tryggvaskáli stóð opinn öllu fólki á aðfangadag og þangað gátu allir komið og borðað kvöldmat auk þess sem gestir fengu jólagjöf á borð við konfektkassa eða bók. Fyrir Bryndísi Brynjólfsdóttur, dóttur þeirra hjóna, var þetta fyrirkomulag fullkomlega eðlilegt enda ólst hún upp á heimili þar sem margir einstaklingar dvöldu langdvölum. „Ég fæddist uppi á lofti árið 1945 og ólst þar upp og vann með þeim við reksturinn þar til þau seldu húsið árið 1974. Hótelið var það eina sinnar tegundar hér í bænum og var byggt af Tryggva Gunnarssyni, þeim sama og smíðaði fyrstu Ölfusárbrúna.“ Hjónin opnuðu heimili sitt á aðfangadagskvöld strax frá upphafi hótelrekstursins og var þar oft margt um manninn. „Í þá daga bjó á Selfossi töluvert af einstaklingum sem leigðu herbergi úti í bæ og keyptu mat af foreldrum mínum daglega. Hótelið var lokað yfir jólin en þeim stóð þó alltaf til boða að borða með okkur án þess að greiða neitt fyrir. Auk þess var alltaf einhver hópur fólks sem komst ekki heim til sín yfir jólin vegna ófærðar og borðaði hér og gisti jafnvel líka.“ Aðfangadagur gat því verið ansi fjölmennur því auk þessa hóps mættu líka uppkomin börn Kristínar og Brynjólfs ásamt börnum sínum. Allt í allt gat hópurinn talið 30 manns. Á aðfangadag var boðið upp á heitan grjónagraut í forrétt sem alltaf var kallaður jólagrautur og að sögn Bryndísar var eldaður eingöngu úr mjólk. Í aðalrétt var alltaf boðið upp á svínakótelettur í raspi, steiktar upp úr smjöri en ekki smjörlíki. „Í eftirrétt var alltaf boðið upp á núggatís sem kallaður var skálaís hér um slóðir. Þar sem engar frystikistur voru til á þessum tíma þurfti að byrja á því að fara með jeppakerru upp á Hellisheiði til að sækja snjó. Hann var settur í trékassa sem staðsettur var fyrir utan húsið. Þá var loks hægt að hefja ísgerðina en mikið var lagt á sig fyrir skálaísinn enda þótti hann algjört lostæti; búinn til úr heimalöguðu núggati, rjóma og eggjum.“ Sjálfur aðfangadagurinn hófst þó á því að Bryndís hjálpaði foreldrum sínum að keyra út mat til fjölskyldna sem þurftu á aðstoð að halda. „Þá settum við til dæmis hangikjötslæri, kleinur, kökur og pakka í kassa. Þetta keyrðum við út til þurfandi fjölskyldna og ég var látin hlaupa inn með kassana þannig að þær gætu gert sér dagamun og borðað góða jólamáltíð.“ Það var þó ekki bara á aðfangadag sem fjölskyldan opnaði heimili sitt. „Hingað kom reglulega alls konar fólk og fékk að borða hjá okkur. Hótelið var hálfgerð félagsmiðstöð enda voru engin félagsleg úrræði í bænum á þessum tíma.“ Árborg Einu sinni var... Jól Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 9. desember Jól Rjúkandi heitt í bolla á aðventunni Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 3. desember Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Kalkúnn með beikon- og pekanfyllingu Jólin Jesúbarnið er dýrmætasta gjöfin Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu: 21. desember Jól Gróft og fínt í bland Jólin
Fjölskyldan í Tryggvaskála á Selfossi gegndi stóru hlutverki í jólahaldi margra einstæðinga um miðja síðustu öld. Þar bjuggu hjónin Kristín Árnadóttir og Brynjólfur Gíslason og ráku hótel auk þess að búa í húsinu um áratuga skeið. Tryggvaskáli stóð opinn öllu fólki á aðfangadag og þangað gátu allir komið og borðað kvöldmat auk þess sem gestir fengu jólagjöf á borð við konfektkassa eða bók. Fyrir Bryndísi Brynjólfsdóttur, dóttur þeirra hjóna, var þetta fyrirkomulag fullkomlega eðlilegt enda ólst hún upp á heimili þar sem margir einstaklingar dvöldu langdvölum. „Ég fæddist uppi á lofti árið 1945 og ólst þar upp og vann með þeim við reksturinn þar til þau seldu húsið árið 1974. Hótelið var það eina sinnar tegundar hér í bænum og var byggt af Tryggva Gunnarssyni, þeim sama og smíðaði fyrstu Ölfusárbrúna.“ Hjónin opnuðu heimili sitt á aðfangadagskvöld strax frá upphafi hótelrekstursins og var þar oft margt um manninn. „Í þá daga bjó á Selfossi töluvert af einstaklingum sem leigðu herbergi úti í bæ og keyptu mat af foreldrum mínum daglega. Hótelið var lokað yfir jólin en þeim stóð þó alltaf til boða að borða með okkur án þess að greiða neitt fyrir. Auk þess var alltaf einhver hópur fólks sem komst ekki heim til sín yfir jólin vegna ófærðar og borðaði hér og gisti jafnvel líka.“ Aðfangadagur gat því verið ansi fjölmennur því auk þessa hóps mættu líka uppkomin börn Kristínar og Brynjólfs ásamt börnum sínum. Allt í allt gat hópurinn talið 30 manns. Á aðfangadag var boðið upp á heitan grjónagraut í forrétt sem alltaf var kallaður jólagrautur og að sögn Bryndísar var eldaður eingöngu úr mjólk. Í aðalrétt var alltaf boðið upp á svínakótelettur í raspi, steiktar upp úr smjöri en ekki smjörlíki. „Í eftirrétt var alltaf boðið upp á núggatís sem kallaður var skálaís hér um slóðir. Þar sem engar frystikistur voru til á þessum tíma þurfti að byrja á því að fara með jeppakerru upp á Hellisheiði til að sækja snjó. Hann var settur í trékassa sem staðsettur var fyrir utan húsið. Þá var loks hægt að hefja ísgerðina en mikið var lagt á sig fyrir skálaísinn enda þótti hann algjört lostæti; búinn til úr heimalöguðu núggati, rjóma og eggjum.“ Sjálfur aðfangadagurinn hófst þó á því að Bryndís hjálpaði foreldrum sínum að keyra út mat til fjölskyldna sem þurftu á aðstoð að halda. „Þá settum við til dæmis hangikjötslæri, kleinur, kökur og pakka í kassa. Þetta keyrðum við út til þurfandi fjölskyldna og ég var látin hlaupa inn með kassana þannig að þær gætu gert sér dagamun og borðað góða jólamáltíð.“ Það var þó ekki bara á aðfangadag sem fjölskyldan opnaði heimili sitt. „Hingað kom reglulega alls konar fólk og fékk að borða hjá okkur. Hótelið var hálfgerð félagsmiðstöð enda voru engin félagsleg úrræði í bænum á þessum tíma.“
Árborg Einu sinni var... Jól Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 9. desember Jól Rjúkandi heitt í bolla á aðventunni Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 3. desember Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Kalkúnn með beikon- og pekanfyllingu Jólin Jesúbarnið er dýrmætasta gjöfin Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu: 21. desember Jól Gróft og fínt í bland Jólin