Innlent

Færri umsóknir en meira fé

hjálparstarf kirkjunnar Gert er ráð fyrir færri umsóknum um jólaaðstoð en úthlutunaraðferð kirkjunnar kostar meira en bein matarúthlutun.fréttablaðið/arnþór
hjálparstarf kirkjunnar Gert er ráð fyrir færri umsóknum um jólaaðstoð en úthlutunaraðferð kirkjunnar kostar meira en bein matarúthlutun.fréttablaðið/arnþór
Hjálparstarf kirkjunnar gerir ráð fyrir því að umsóknir um aðstoð fyrir jólin verði færri en að meira fé fari samt í úthlutun.

Hjálparstarfið afhendir nú inneignarkort og er hætt beinni mataraðstoð. Sú leið er dýrari að sögn Vilborgar Oddsdóttur félagsráðgjafa og því verður jólaaðstoðin dýrari.

„Kortaleiðin er dýrari en okkur þykir hún bara manneskjulegri. Fólk getur þá valið hvað það vill borða um jólin eins og aðra daga.“

Vilborg segir alltaf eitthvað um fólk sem aðeins þurfi aðstoð fyrir jólin. Það fólk geti sótt um hjá hjálparstarfinu. Þeir sem þegar eru með inneignarkort frá stofnuninni hafa verið duglegir að sækja um fyrir jólin á netinu.

Hjálparstarf kirkjunnar er einnig í samstarfi við Reykjavíkurdeild Rauða krossins og aðrar deildir, til þess að fólk fari eingöngu á einn stað til að fá aðstoð.

Mæðrastyrksnefnd er með matarúthlutun fyrir jólin og verður opnað fyrir umsóknir í dag. Hjá Fjölskylduhjálp Íslands er skráning fyrir jólaaðstoð hafin og stendur hún til 9. desember. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×