Matís vill ekki styrk ESB vegna ráðherra 29. nóvember 2011 06:30 Óvissa um viðskiptalegar forsendur og pólitísk afstaða sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra varð til þess að stjórn Matvælarannsókna Íslands (Matís) ákvað síðastliðinn föstudag að hætta við að sækja um 300 milljóna króna styrk til Evrópusambandsins (ESB). „Þetta er ákveðin krísa sem við lentum í,“ segir Friðrik Friðriksson, stjórnarformaður Matís, sem er opinbert hlutafélag. Hann segir forstjóra fyrirtækisins hafa ákveðið að sækja um styrkinn án þess að bera málið undir stjórnina. Nú hafi vinnulagi verið breytt þannig að bera þurfi svo risavaxnar styrkumsóknir undir stjórnina. Um svokallaðan IPA-styrk er að ræða, en þeir standa til boða þjóðum sem eiga í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Fyrir styrkinn átti að kaupa tæki til að mæla skordýraeitur og önnur efni í matvælum með það að markmiði að uppfylla skilyrði matvælalöggjafar ESB eins og Alþingi samþykkti í fyrravor. Friðrik segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið rétt að sækja um styrkinn. Hann segir að viðskiptalegar forsendur fyrir því að koma sér upp þeim tækjabúnaði sem átti að kaupa og starfsfólki til að nýta hann hafi ekki verið til staðar. Ætlunin var að rukka Matvælastofnun og aðra fyrir rannsóknir með nýja tækjabúnaðinum, en stofnunin ber ábyrgð á að skilyrði matvælalöggjafarinnar séu uppfyllt. Friðrik segir að of mikil óvissa hafi verið um tekjur til að hættandi væri á að kaupa tækin. Þá hafi verið líkur á að Matís þyrfti að borga tekjuskatt af styrknum. Nú er ljóst að Matvælastofnun verður að leita til rannsóknarstofa utan landsteinanna til að sinna þessum rannsóknum. Friðrik segir að pólitísk afstaða Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafi ráðið miklu um að umsóknin hafi verið dregin til baka. Hann segir Jón ekki hafa gert neitt til að hafa sjálfur áhrif á ákvörðun stjórnarinnar, en horfa verði til þess að Jón fari með hlut ríkisins í Matís og því skipti hans afstaða miklu. „Það er alltaf þannig í stórum álitamálum að menn verða að leggja eyrun við jörðina og hlusta eftir því hvort starfsemin sé í samræmi við það sem eigandinn reiknar með,“ segir Friðrik. „Það þurfti ekki sérstaka tilskipun [...] við þurftum bara að horfa á pólitískar aðstæður.“ brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Sjá meira
Óvissa um viðskiptalegar forsendur og pólitísk afstaða sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra varð til þess að stjórn Matvælarannsókna Íslands (Matís) ákvað síðastliðinn föstudag að hætta við að sækja um 300 milljóna króna styrk til Evrópusambandsins (ESB). „Þetta er ákveðin krísa sem við lentum í,“ segir Friðrik Friðriksson, stjórnarformaður Matís, sem er opinbert hlutafélag. Hann segir forstjóra fyrirtækisins hafa ákveðið að sækja um styrkinn án þess að bera málið undir stjórnina. Nú hafi vinnulagi verið breytt þannig að bera þurfi svo risavaxnar styrkumsóknir undir stjórnina. Um svokallaðan IPA-styrk er að ræða, en þeir standa til boða þjóðum sem eiga í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Fyrir styrkinn átti að kaupa tæki til að mæla skordýraeitur og önnur efni í matvælum með það að markmiði að uppfylla skilyrði matvælalöggjafar ESB eins og Alþingi samþykkti í fyrravor. Friðrik segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið rétt að sækja um styrkinn. Hann segir að viðskiptalegar forsendur fyrir því að koma sér upp þeim tækjabúnaði sem átti að kaupa og starfsfólki til að nýta hann hafi ekki verið til staðar. Ætlunin var að rukka Matvælastofnun og aðra fyrir rannsóknir með nýja tækjabúnaðinum, en stofnunin ber ábyrgð á að skilyrði matvælalöggjafarinnar séu uppfyllt. Friðrik segir að of mikil óvissa hafi verið um tekjur til að hættandi væri á að kaupa tækin. Þá hafi verið líkur á að Matís þyrfti að borga tekjuskatt af styrknum. Nú er ljóst að Matvælastofnun verður að leita til rannsóknarstofa utan landsteinanna til að sinna þessum rannsóknum. Friðrik segir að pólitísk afstaða Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafi ráðið miklu um að umsóknin hafi verið dregin til baka. Hann segir Jón ekki hafa gert neitt til að hafa sjálfur áhrif á ákvörðun stjórnarinnar, en horfa verði til þess að Jón fari með hlut ríkisins í Matís og því skipti hans afstaða miklu. „Það er alltaf þannig í stórum álitamálum að menn verða að leggja eyrun við jörðina og hlusta eftir því hvort starfsemin sé í samræmi við það sem eigandinn reiknar með,“ segir Friðrik. „Það þurfti ekki sérstaka tilskipun [...] við þurftum bara að horfa á pólitískar aðstæður.“ brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Sjá meira