Langþráðar kosningar hófust í gær 29. nóvember 2011 00:30 Forsetaframbjóðandi í biðröðinni Amr Moussa, einn forsetaframbjóðenda og fyrrverandi leiðtogi Arababandalagsins, í biðröðinni fyrir utan einn kjörstaðanna.fréttablaðið/AFP Biðraðir tóku að myndast fyrir utan kjörstaði í Egyptalandi snemma í gærmorun þegar langþráðar kosningar hófust í landinu. Víðast hvar virtist stemningin vera góð. Fólk var ánægt með að fá að greiða atkvæði í kosningum, sem talist geta nokkurn veginn frjálsar en áratugum saman hefur litlu skipt hvernig atkvæði féllu. „Áður var tilgangslaust að kjósa. Raddir okkar skiptu nákvæmlega engu máli,“ hafði franska fréttastofan AFP eftir konu í Kaíró, sem var að greiða atkvæði í fyrsta sinn á ævinni. Margir kjósendur þurftu reyndar að bíða nokkuð lengi. Kjörstaðir voru ekki allir opnaðir á réttum tíma, sums staðar vegna þess að kjörseðlar voru ekki komnir á staðinn í tæka tíð. Á Tahrir-torgi, þar sem þúsundir mótmælenda hafa hreiðrað um sig, var þó ekkert fararsnið á fólki. Enginn ætlaði að taka þátt í þessum kosningum af andstöðu við herforingjastjórnina, sem þeim finnst ekki hafa staðið sig í að koma á þeim lýðræðisumbótum sem byltingin í byrjun árs krafðist. Mótmælendur krefjast þess að herforingjastjórnin afhendi völd sín strax til borgaralegrar bráðabirgðastjórnar, og telja að kosningarnar verði í raun tilgangslitlar meðan herforingjarnir halda enn um valdataumana. Þetta var þó aðeins fyrsti kjördagurinn í löngu kosningaferli, sem lýkur ekki fyrr en rétt fyrir miðjan mars. Neðri deild nýkjörins þings kemur fyrst saman 17. mars en efri deildin viku síðar. Skoðanakannanir benda allar til þess að Frelsis- og réttlætisflokkurinn fái flest atkvæði, varla minna en 20 prósent, en sá flokkur var stofnaður af Bræðralagi múslima, samtökum heittrúaðra múslima sem áratugum saman hafa haft mikil áhrif í Egyptalandi þrátt fyrir að hafa verið að miklu leyti í ónáð stjórnvalda. Næststærsti flokkurinn verður að öllum líkindum Wafd-flokkurinn, sem leggur áherslu á að tryggja bæði markaðsfrelsi og borgaraleg réttindi, þar á meðal trúfrelsi og jafnrétti kynjanna. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Sjá meira
Biðraðir tóku að myndast fyrir utan kjörstaði í Egyptalandi snemma í gærmorun þegar langþráðar kosningar hófust í landinu. Víðast hvar virtist stemningin vera góð. Fólk var ánægt með að fá að greiða atkvæði í kosningum, sem talist geta nokkurn veginn frjálsar en áratugum saman hefur litlu skipt hvernig atkvæði féllu. „Áður var tilgangslaust að kjósa. Raddir okkar skiptu nákvæmlega engu máli,“ hafði franska fréttastofan AFP eftir konu í Kaíró, sem var að greiða atkvæði í fyrsta sinn á ævinni. Margir kjósendur þurftu reyndar að bíða nokkuð lengi. Kjörstaðir voru ekki allir opnaðir á réttum tíma, sums staðar vegna þess að kjörseðlar voru ekki komnir á staðinn í tæka tíð. Á Tahrir-torgi, þar sem þúsundir mótmælenda hafa hreiðrað um sig, var þó ekkert fararsnið á fólki. Enginn ætlaði að taka þátt í þessum kosningum af andstöðu við herforingjastjórnina, sem þeim finnst ekki hafa staðið sig í að koma á þeim lýðræðisumbótum sem byltingin í byrjun árs krafðist. Mótmælendur krefjast þess að herforingjastjórnin afhendi völd sín strax til borgaralegrar bráðabirgðastjórnar, og telja að kosningarnar verði í raun tilgangslitlar meðan herforingjarnir halda enn um valdataumana. Þetta var þó aðeins fyrsti kjördagurinn í löngu kosningaferli, sem lýkur ekki fyrr en rétt fyrir miðjan mars. Neðri deild nýkjörins þings kemur fyrst saman 17. mars en efri deildin viku síðar. Skoðanakannanir benda allar til þess að Frelsis- og réttlætisflokkurinn fái flest atkvæði, varla minna en 20 prósent, en sá flokkur var stofnaður af Bræðralagi múslima, samtökum heittrúaðra múslima sem áratugum saman hafa haft mikil áhrif í Egyptalandi þrátt fyrir að hafa verið að miklu leyti í ónáð stjórnvalda. Næststærsti flokkurinn verður að öllum líkindum Wafd-flokkurinn, sem leggur áherslu á að tryggja bæði markaðsfrelsi og borgaraleg réttindi, þar á meðal trúfrelsi og jafnrétti kynjanna. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Sjá meira