Um gömul refsilög og nýja tækni - dómur Hæstaréttar Róber R. Spanó skrifar 29. nóvember 2011 09:30 Tíminn líður hratt á gervihnattaöld" var eitt sinn sönglað fyrir Íslands hönd í Júróvisjón. Sá söngur hljómar alla daga á Alþingi því löggjafinn er gjarnan í kappi við tímann. Hraðar samfélagsbreytingar og tækniþróun kalla oft á snör handtök í löggjafarstarfinu. Á þetta sérstaklega við þegar löggjafinn hyggst nota refsingar til að hafa áhrif á breytni manna. Lög þarf hins vegar að túlka eftir samhenginu eins og áður hefur verið umfjöllunarefni á þessari síðu. Það er því ekki útilokað að gömul refsilög geti tekið mið af nýjum aðstæðum. Til að útskýra þetta nánar verður að þessu sinni rætt um kröfur stjórnarskrárinnar til skýrra refsilaga. Þá verður fjallað með gagnrýnum hætti um nýlegan dóm Hæstaréttar þar sem reyndi á túlkun gamals refsiákvæðis í ljósi tækniþróunar. Stjórnarskráin og krafan um skýr refsilögÍ stjórnarskránni segir að engum verði gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt lögum á þeim tíma þegar hún átti sér stað. Af þessu ákvæði hefur m.a. verið leidd sú meginregla að refsilög verði að vera skýr til að þau geti orðið grundvöllur refsinga. Það þýðir að þau mega ekki vera of almennt orðuð og óljós um þá háttsemi sem refsa á fyrir. Það gengur t.d. ekki að orða refsiákvæði svona: „Gæta skal varúðar og nærgætni við meðferð skotvopna." Stjórnarskráin gerir einnig ráð fyrir því að leiki vafi á um hvort háttsemi falli undir refsiákvæði skuli túlka þann vafa ákærða í hag. Refsiákvæði verður því að veita sanngjarna og eðlilega viðvörun um hvað má og hvað ekki. Ef um það ríkir raunverulegur vafi ber að sýkna. Hér má taka eftirfarandi dæmi til nánari útskýringar: Í 246. gr. almennra hegningarlaga frá 1940 segir: „Ef maður kastar eign sinni á fundna muni eða muni, sem án aðgerða hans eru komnir í vörslur hans, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 3 árum." Á lagamáli nefnist þessi verknaður ólögmæt meðferð fundins fjár. Jón gluggar í netbankann sinn og sér að fyrir mistök hafa milljón krónur verið lagðar inn á tékkareikning hans en ákveður að nota peningana til að greiða niður kreditkortareikning sinn? Hefur Jón þá „kastað eign sinni á muni sem án aðgerða hans eru komnir í vörslur hans"? Um álitaefni af þessu tagi fjallaði Hæstiréttur í dómi frá 13. október sl., sem nú verður vikið að. Dómur Hæstaréttar frá 13. október 2011Í málinu var R ákærð fyrir brot gegn 246. gr. hegningarlaga með því að hafa í heimildarleysi kastað eign sinni á 810.000 krónur sem B lagði ranglega inn á bankareikning hennar en hún tók fjárhæðina út af reikningum sama dag og millifærði hana inn á tvo aðra reikninga. R hélt því m.a. fram að innstæða á bankareikningi gæti ekki fallið undir ákvæðið. Þrír hæstaréttardómarar dæmdu málið og voru ekki allir sammála. Meirihlutinn vísaði til þess að miklar breytingar hefðu orðið á viðskiptum frá því almenn hegningarlög voru sett með tilkomu rafrænna viðskiptahátta. Yrði að telja eðlilegt, miðað við upphaflegt markmið 246. gr. hegningarlaga, að það næði til ólögmætrar ráðstöfunar á fé, sem ranglega hefði borist viðtakanda, án tillits til þess hvort um væri að ræða reiðufé eða fjárhæð sem lögð hefði verið inn á bankareikning hans. Einn hæstaréttardómari taldi að þegar litið væri til orðalags ákvæðisins yrði að ætla að þar væri átt við hluti sem menn gætu haft einhvers konar líkamleg yfirráð yfir og þar með haft í vörslum sínum. Á þessum skilningi hefði verið byggt í eldri dómi Hæstaréttar frá 1985 þar sem innstæða á bankareikningi var ekki talin falla undir ákvæðið. Það gæti ekki verið hlutverk dómstóla að breyta merkingu refsiákvæða vegna breyttra viðskiptahátta og gefa þeim þannig víðari merkingu en orðalag þeirra gæfi tilefni til. Gamalt refsiákvæði getur tekið mið af nýjum aðstæðumÍ forsendum meirihluta Hæstaréttar er einkum lögð áhersla á upphaflegt markmið 246. gr. hegningarlaga. Í ljósi krafna stjórnarskrárinnar um skýr refsilög hefði þó verið réttara að byggja rökstuðninginn í ríkari mæli beint á orðalagi þess. Það er gert í sératkvæðinu, en um ályktun minnihlutans má þó deila eins og nú verður útskýrt. Við túlkun lagaákvæða má ekki horfa einangrað á hvert orð fyrir sig. Ekki er þannig rétt að túlka refsiákvæði bókstaflega frekar en önnur lagaákvæði. Samhengi þess skiptir öllu máli. Orðalag 246. gr. hegningarlaga er vissulega komið til ára sinna. Þó virðist það geta rúmað nýjar aðstæður ef menn sannarlega eigna sér fjármuni sem þeir hafa í umráðum sínum án eigin aðgerða. Varla leikur vafi á því að undir orðið „muni" falli „fjármunir". Þá má nefna að orðið „vörslur" í næsta ákvæði í sama kafla hegningarlaga, sem fjallar um nátengt brot sem nefnist fjárdráttur, hefur ekki verið skilið þannig að gerandi þurfi að hafa „líkamleg yfirráð" yfir fjármunum eða öðrum verðmætum. Benda má á marga dóma Hæstaréttar um fjárdrátt starfsmanna af bankareikningum fyrirtækja eða opinberra stofnana sem þeir starfa hjá. Varla hefur maður fjármuni á bankareikningum annarra í vörslum sínum en ekki þá sem maður á sjálfur. Hæstiréttur hafði á árinu 1985 dæmt á þann veg að bankainnstæða gæti ekki fallið undir 246. gr. hegningarlaga. Þar hafði ákærði tekið fjármuni út af bankareikningi sínum með atbeina starfsfólks bankans eins og nauðsynlegt var fyrr á tímum. Frekar hafi þá komið til greina að virða brotið sem fjársvik. Það kann að vera að það hafi verið afstaða meirihlutans að eldri dómurinn hafi ekki haft fordæmisgildi vegna tilkomu netbanka. Ef svo er, hefði verið réttara að fyrir þeirri niðurstöðu væru færð fullnægjandi rök. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Róbert Spanó Skoðanir Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun
Tíminn líður hratt á gervihnattaöld" var eitt sinn sönglað fyrir Íslands hönd í Júróvisjón. Sá söngur hljómar alla daga á Alþingi því löggjafinn er gjarnan í kappi við tímann. Hraðar samfélagsbreytingar og tækniþróun kalla oft á snör handtök í löggjafarstarfinu. Á þetta sérstaklega við þegar löggjafinn hyggst nota refsingar til að hafa áhrif á breytni manna. Lög þarf hins vegar að túlka eftir samhenginu eins og áður hefur verið umfjöllunarefni á þessari síðu. Það er því ekki útilokað að gömul refsilög geti tekið mið af nýjum aðstæðum. Til að útskýra þetta nánar verður að þessu sinni rætt um kröfur stjórnarskrárinnar til skýrra refsilaga. Þá verður fjallað með gagnrýnum hætti um nýlegan dóm Hæstaréttar þar sem reyndi á túlkun gamals refsiákvæðis í ljósi tækniþróunar. Stjórnarskráin og krafan um skýr refsilögÍ stjórnarskránni segir að engum verði gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt lögum á þeim tíma þegar hún átti sér stað. Af þessu ákvæði hefur m.a. verið leidd sú meginregla að refsilög verði að vera skýr til að þau geti orðið grundvöllur refsinga. Það þýðir að þau mega ekki vera of almennt orðuð og óljós um þá háttsemi sem refsa á fyrir. Það gengur t.d. ekki að orða refsiákvæði svona: „Gæta skal varúðar og nærgætni við meðferð skotvopna." Stjórnarskráin gerir einnig ráð fyrir því að leiki vafi á um hvort háttsemi falli undir refsiákvæði skuli túlka þann vafa ákærða í hag. Refsiákvæði verður því að veita sanngjarna og eðlilega viðvörun um hvað má og hvað ekki. Ef um það ríkir raunverulegur vafi ber að sýkna. Hér má taka eftirfarandi dæmi til nánari útskýringar: Í 246. gr. almennra hegningarlaga frá 1940 segir: „Ef maður kastar eign sinni á fundna muni eða muni, sem án aðgerða hans eru komnir í vörslur hans, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 3 árum." Á lagamáli nefnist þessi verknaður ólögmæt meðferð fundins fjár. Jón gluggar í netbankann sinn og sér að fyrir mistök hafa milljón krónur verið lagðar inn á tékkareikning hans en ákveður að nota peningana til að greiða niður kreditkortareikning sinn? Hefur Jón þá „kastað eign sinni á muni sem án aðgerða hans eru komnir í vörslur hans"? Um álitaefni af þessu tagi fjallaði Hæstiréttur í dómi frá 13. október sl., sem nú verður vikið að. Dómur Hæstaréttar frá 13. október 2011Í málinu var R ákærð fyrir brot gegn 246. gr. hegningarlaga með því að hafa í heimildarleysi kastað eign sinni á 810.000 krónur sem B lagði ranglega inn á bankareikning hennar en hún tók fjárhæðina út af reikningum sama dag og millifærði hana inn á tvo aðra reikninga. R hélt því m.a. fram að innstæða á bankareikningi gæti ekki fallið undir ákvæðið. Þrír hæstaréttardómarar dæmdu málið og voru ekki allir sammála. Meirihlutinn vísaði til þess að miklar breytingar hefðu orðið á viðskiptum frá því almenn hegningarlög voru sett með tilkomu rafrænna viðskiptahátta. Yrði að telja eðlilegt, miðað við upphaflegt markmið 246. gr. hegningarlaga, að það næði til ólögmætrar ráðstöfunar á fé, sem ranglega hefði borist viðtakanda, án tillits til þess hvort um væri að ræða reiðufé eða fjárhæð sem lögð hefði verið inn á bankareikning hans. Einn hæstaréttardómari taldi að þegar litið væri til orðalags ákvæðisins yrði að ætla að þar væri átt við hluti sem menn gætu haft einhvers konar líkamleg yfirráð yfir og þar með haft í vörslum sínum. Á þessum skilningi hefði verið byggt í eldri dómi Hæstaréttar frá 1985 þar sem innstæða á bankareikningi var ekki talin falla undir ákvæðið. Það gæti ekki verið hlutverk dómstóla að breyta merkingu refsiákvæða vegna breyttra viðskiptahátta og gefa þeim þannig víðari merkingu en orðalag þeirra gæfi tilefni til. Gamalt refsiákvæði getur tekið mið af nýjum aðstæðumÍ forsendum meirihluta Hæstaréttar er einkum lögð áhersla á upphaflegt markmið 246. gr. hegningarlaga. Í ljósi krafna stjórnarskrárinnar um skýr refsilög hefði þó verið réttara að byggja rökstuðninginn í ríkari mæli beint á orðalagi þess. Það er gert í sératkvæðinu, en um ályktun minnihlutans má þó deila eins og nú verður útskýrt. Við túlkun lagaákvæða má ekki horfa einangrað á hvert orð fyrir sig. Ekki er þannig rétt að túlka refsiákvæði bókstaflega frekar en önnur lagaákvæði. Samhengi þess skiptir öllu máli. Orðalag 246. gr. hegningarlaga er vissulega komið til ára sinna. Þó virðist það geta rúmað nýjar aðstæður ef menn sannarlega eigna sér fjármuni sem þeir hafa í umráðum sínum án eigin aðgerða. Varla leikur vafi á því að undir orðið „muni" falli „fjármunir". Þá má nefna að orðið „vörslur" í næsta ákvæði í sama kafla hegningarlaga, sem fjallar um nátengt brot sem nefnist fjárdráttur, hefur ekki verið skilið þannig að gerandi þurfi að hafa „líkamleg yfirráð" yfir fjármunum eða öðrum verðmætum. Benda má á marga dóma Hæstaréttar um fjárdrátt starfsmanna af bankareikningum fyrirtækja eða opinberra stofnana sem þeir starfa hjá. Varla hefur maður fjármuni á bankareikningum annarra í vörslum sínum en ekki þá sem maður á sjálfur. Hæstiréttur hafði á árinu 1985 dæmt á þann veg að bankainnstæða gæti ekki fallið undir 246. gr. hegningarlaga. Þar hafði ákærði tekið fjármuni út af bankareikningi sínum með atbeina starfsfólks bankans eins og nauðsynlegt var fyrr á tímum. Frekar hafi þá komið til greina að virða brotið sem fjársvik. Það kann að vera að það hafi verið afstaða meirihlutans að eldri dómurinn hafi ekki haft fordæmisgildi vegna tilkomu netbanka. Ef svo er, hefði verið réttara að fyrir þeirri niðurstöðu væru færð fullnægjandi rök.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun