Erlent

Forfeður hunda tamdir í Asíu

Afkomendur úlfa Talið er að hundar séu komnir af úlfum sem tamdir voru fyrir að minnsta kosti 15 þúsund árum.
Nordicphotos/AFP
Afkomendur úlfa Talið er að hundar séu komnir af úlfum sem tamdir voru fyrir að minnsta kosti 15 þúsund árum. Nordicphotos/AFP
Forfeður allra hunda bjuggu í suðurhluta Kína, sunnan við Jangtse-fljótið, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sænskra vísindamanna á genum hunda. Talið er að hægt sé að rekja ættir allra nútímahunda til úlfa sem menn á þessu svæði tömdu.

Erfðafræðingar verið sammála um að hundar hafi þróast út frá úlfum, en hafa hingað til talið að þróunin hafi átt sér stað í Mið-Austurlöndum.

Sænsku vísindamennirnir benda á að í þeim rannsóknum sem hingað til hafi verið vísað til hafi engin sýni verið tekin úr hundum frá Suður-Kína, sem hafi skekkt niðurstöðurnar. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×