Innlent

Orkuveita með jólaskreytingar

Akraneskaupstaður hyggst taka tilboði Orkuveitunnar í uppsetningu jólaskreytinga fyrir komandi hátíðar. Að því er fram kemur í erindi Framkvæmdastofu til bæjarstjórnarinnar var ætlunin að bjóða út uppsetningu jólaskreytinganna að þessu sinni í kjölfar þess að Orkuveitan tilkynnti að fyrirtækið væri hætt að kosta skreytingarnar eins og tíðkast hafi.

Vegna anna hafi ekki gefist ráðrúm til að ljúka vinnu við útboð og því væri lagt til að tilboði Orkuveitunnar upp á 2,1 milljón króna yrði tekið að þessu sinni en að fleiri fái að bjóða í verkið á næsta ári. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×