Erlent

Skaðaði ekki þjóðaröryggi

Bradley Manning.
Bradley Manning.
Bradley Manning, sem sakaður er um að hafa komið hundruðum þúsunda trúnaðargagna þarlendra yfirvalda í hendur Wikileaks-manna, segir þrjár skýrslur frá alríkisstjórninni sýna að þjóðaröryggi Bandaríkjanna hafi ekki verið ógnað með skjalalekanum.

Lögmaður Manning segir skýrslurnar gerðar af varnarmálaráðuneytinu, Hvíta húsinu og utanríkisráðuneytinu.

Niðurstöður þeirra stangist á við fyrri fullyrðingar háttsettra manna um að lekinn gæti skaðað öryggi Bandaríkjanna. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×