Innlent

Finna undanþágur frá árinu 1966

Vill fá svör frá ráðuneyti Lilja Mósesdóttir vill fá að vita um undanþágur til jarðarkaupa frá 1966.
fréttablaðið/gva
Vill fá svör frá ráðuneyti Lilja Mósesdóttir vill fá að vita um undanþágur til jarðarkaupa frá 1966. fréttablaðið/gva
Innanríkisráðuneytið vinnur að því að taka saman svör við fyrirspurn þingmanns um undanþágur til aðila utan EES um kaup á jörðum og fasteignum hér á landi síðan árið 1966.

Hinn 17. nóvember síðastliðinn lagði Lilja Mósesdóttir þingmaður fram fyrirspurn til innanríkisráðherra hversu margar undanþágur hafa verið veittar frá ákvæðum þeirra laga sem segja til um eignarrétt og afnotarétt fasteigna sem banna aðilum utan EES að öðlast eignar- og afnotarétt yfir fasteignum.

„Hverjum voru veittar undanþágur samkvæmt lögunum, hvenær og hvers vegna, og um hvaða fasteign, landsvæði eða réttindi var að ræða í hverju tilviki, sundurliðað eftir kjördæmum og sveitarfélögum?“ spyr Lilja, sem vill fá svörin aftur til ársins 1966, þegar umrædd lög tóku gildi.

Fréttablaðið óskaði eftir upplýsingum um ástæður veittra undanþága síðan undanfarin ár, en þær hafa verið 24 síðan árið 2007, líkt og greint var frá í blaðinu í september.

Þau svör fengust í gær frá ráðuneytinu að unnið væri að svari við fyrirspurn Lilju, en það gæti tekið tímann sinn þar sem verið er að leita í „skjölum í kassavís“ og að vinnan gæti tekið nokkrar vikur, í það minnsta lengri tíma en þá 15 daga sem gefnir eru til að svara fyrirspurnum frá þingmönnum. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×