Innlent

Veiddu risafiska á sjóstangmóti í Grindavík

Hér sjást keppendur með metfiskana á kajanum í Grindavík. Mynd/Grindavik.is
Hér sjást keppendur með metfiskana á kajanum í Grindavík. Mynd/Grindavik.is
Sannkallaðir stórfiskar komu að landi á Íslandsmeistaramótinu í sjóstöng sem fór fram utan við Grindavík um helgina. Á vef Grindavíkurbæjar kemur fram að met hafi fallið í stærð ufsa og löngu á sjóstöng og jafnvel einnig í þorski.

Ufsinn var 15,5 kíló og 1,13 metrar á lengd, langan var heil 30 kíló og 1,65 metrar og þorskurinn vó 21,5 kg og var 1,38 metrar á lengd. Heyrst hefur af stærri þorskum sem veiðst hafa á stöng, en það er óstaðfest. Þau Skarphéðinn Ásbjörnsson og Sigríður Rögnvaldsdóttir stóðu uppi sem Íslandsmeistarar í bátakeppni.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×