Lífið

Þrjár plötur og tveir söngleikir á árinu

Eyþór Ingi hefur unnið við þrjár nýjar plötur að undanförnu.
Eyþór Ingi hefur unnið við þrjár nýjar plötur að undanförnu.
Tónlistarmaðurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson hefur unnið að gerð þriggja ólíkra hljómplatna að undanförnu og hefur því haft í nógu að snúast.

Aðspurður segir hann það ekkert trufla sig að vera með marga bolta á lofti í einu. „Ég held að þetta sé skemmtilegra svona. Það eru minni líkur á að maður staðni í einhverju formi. Ég hef ekki áhuga á því,“ segir Eyþór Ingi, sem sló í gegn í þáttunum Bandið hans Bubba.

Hann sendi nýlega frá sér lagið „Þá kem ég heim“ sem er fáanlegt á Tónlist.is. Það verður að finna á fyrstu sólóplötu hans sem kemur að öllum líkindum út fyrir jólin. Hinar plöturnar tvær eru frumburður proggsveitarinnar Eldbergs, sem er nýkominn út, og nýjasta plata Todmobile þar sem Eyþór Ingi er orðinn fullgildur meðlimur. „Það er búið að vera ótrúlega skemmtilegt ævintýri,“ segir hann um tímann með Todmobile.

Auk vinnunnar við plöturnar þrjár hefur hann tekið þátt í tveimur söngleikjum á árinu. Fyrst í Rocky Horror og síðan í Hárinu sem verður sýnt áfram í Hörpunni í september. „Ég reyni að lifa á því að gera alltaf eitthvað nýtt, alveg sama hvað það er. Mér þykir vænt um öll verkefnin sem ég tek að mér en þetta sameinast allt í einu hjarta sem er þetta sólóalbúm sem er á leiðinni,“ segir hann.

Nýjustu fregnir af Eyþóri Inga og verkefnum hans má sjá á síðunni Facebook.com/eythoringimusic. -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.