Opið bréf til landbúnaðarráðherra 31. ágúst 2011 06:00 Hæstvirti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Jón Bjarnason. Á undanförnum mánuðum hefur borið á mikilli fjölmiðlaumfjöllun um velferð eldisdýra. Þar hafa m.a. samtök um dýravelferð látið til sín taka og bent á að núgildandi reglugerðarákvæði heimili framleiðendum dýraafurða að halda eldisdýr við aðstæður sem eru ekki í samræmi við gildandi lög um dýravernd. Í lögunum er m.a. kveðið á um að dýrum skuli séð fyrir viðunandi vistarverum og þeim tryggt eðlilegt frelsi til hreyfingar samkvæmt viðurkenndri reynslu og þekkingu. Þessi skýru lagafyrirmæli er m.a. að finna í 3. gr. dýraverndarlaga nr. 15/1994. Upplýst hefur verið að þessu er ekki fylgt eftir í tilteknum greinum búfjárhalds, einkum þó í eggjaframleiðslu, alisvínarækt, loðskinnaframleiðslu (minka) og eggjaframleiðslu þar sem stuðst er við reglugerð um vistvæna landbúnaðarframleiðslu. Samkvæmt íslenskum stjórnskipunarrétti hefur ráðherra sem æðsti handhafi framkvæmdarvalds það meginhlutverk að fylgja eftir landslögum, sbr. 2. gr. stjórnarskrár lýðveldisins nr. 33/1944. Þrátt fyrir ábendingar um verulega hnökra í málefnum sem lúta að dýravelferð hefur ekki verið brugðist við þeim nema að mjög takmörkuðu leyti. Margir mánuðir eru nú liðnir frá því að fyrsta ábendingin kom fram um þetta efni en hún fjallaði um aðbúnað og meðferð alisvína skv. aðbúnaðarreglugerð. Í framhaldi af þeirri ábendingu var reglugerðinni um alisvínarækt breytt. Ný reglugerð nr. 353/2011 er til bóta en þó ekki hnökralaus og má sem dæmi nefna að gotstíur þar sem gyltur eru hafðar með grísum voru einungis rýmkaðar lítillega eða um 30 cm á breiddina og 10 cm á lengdina eða úr 1,5x2,4 m í 1,8x2,5 m. Þá þykir orðalag 12. gr. reglugerðarinnar afar óljóst með tilliti til dýravelferðar en þar segir m.a. „Ennfremur er óheimilt að gelda grísi án deyfingar eldri en 7 daga gamla". Spyrja má, er heimilt að gelda grísi án deyfingar yngri en 7 daga gamla? Skv. 15. gr. tillögu að nýjum dýravelferðarlögum verður fyrir það tekið, þau hafa hins vegar ekki tekið gildi og óvíst er hvort þetta bannákvæði verði samþykkt af Alþingi. Í upphafi árs 2010 skoraði Dýralæknafélag Íslands á ráðherra að beita sér fyrir breytingu á reglugerð um loðskinnaframleiðslu svo samrýmdist dýravelferðarsjónarmiðum og til samræmis við dýraverndarlög. Í svari sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins frá 15. mars 2010 kemur fram að það sé eindreginn ásetningur ráðuneytisins að beita sér fyrir breytingum í þessum efnum. Nú 16 mánuðum síðar hafa engar breytingar verið framkvæmdar. Á meðan ekkert er að gert er dýrunum skv. núgildandi reglugerð búnar óviðunandi aðstæður þar sem innilokun við þröngar aðstæður veldur þeim mikilli áþján og langvarandi kvalræði. Að óbreyttu mun það ástand vara áfram en þessum dýrum er gert að þola hinar þrengstu aðstæður í allt að fjögur ár sem er sá tími sem bestu eldisdýrunum er leyft að lifa þar til þau eru aflífuð með útblæstri frá vinnuvélum. Því ber að fagna að sú deyðingaraðferð verður bönnuð, ef ný lög taka gildi, óvíst er þó hvort þau verða samþykkt óbreytt. Eggjaframleiðsla skv. gildandi reglugerð er eitt umdeildasta búfjárhald á Íslandi í dag. Varphænur hafa rými sem samsvarar blaðstærðinni A4 og er í þessari framleiðslu á engan hátt komið til móts við eðlislægar þarfir fuglanna til hreyfingar auk þess sem þeir sjá aldrei dagsljós né geta andað að sér heilnæmu andrúmslofti. Eggjaframleiðendur sem framleiða egg samkvæmt reglugerð um vottun vistvænnar landbúnaðarframleiðslu fá undanþágu frá ákvæði í henni sem kveður á um að varphænur skuli fá útivist. Engin haldbær rök eru fyrir því lengur að veita slíkar undanþágur skv. upplýsingum frá framleiðendum sem framleiða skv. vottuninni. Þrátt fyrir að ekkert sé því til fyrirstöðu lengur hafa framleiðendur ekki sýnt neitt frumkvæði í þá veru að breyta þessu til samræmis við gildandi reglugerð og bæta þannig aðbúnað varpfuglanna. Þá er eftirlit með þessari framleiðslu í algeru lágmarki skv. upplýsingum frá framleiðendunum sjálfum. Það eftirlit er á vegum Matvælastofnunar og viðkomandi búnaðarfélaga undir yfirstjórn sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Það er borgaraleg skylda hvers manns að standa vörð um dýrin og huga að velferð þeirra. Sérstaklega ber að huga að eldisdýrunum, mállausum og oft á tíðum málsvaralausum, sem í mörgum tilvikum er gengið svo hart í fénýtingarskyni að ýtrustu þolmörkum þeirra er ofboðið. Helsti tilgangur og markmið starfshóps Samtaka lífrænna neytenda – Velferð búfjár, er að bæta aðbúnað eldisdýra og jafnframt að hvetja almenning til að breyta neysluvenjum sínum í átt til sjálfbærrar nýtingar náttúru og dýralífs. Með þessu bréfi óskar starfshópurinn, Velferð búfjár, eftir svörum frá ráðherra sem framkvæmdarvaldshafa skv. íslenskum stjórnlögum og æðsta hagsmunagæsluaðila íslensks búfjár. Þess er góðfúslega farið á leit að hann svari því hvernig og hvenær hann hyggst beita sér fyrir því að reglugerðarákvæðum sem kveða á um velferð dýra verði breytt í þá veru að þau samrýmist dýraverndarlögum. Hópurinn bendir á að þrátt fyrir að tillaga að nýjum dýravelferðarlögum geri ráð fyrir verulegum áherslubreytingum í átt að aukinni dýravelferð þá sé óviðunandi að láta dýrin þola meiri bið hvað varðar velferð þeirra enda með öllu óljóst hvaða meðferð hin nýja tillaga hlýtur hjá löggjafanum. Núgildandi reglugerðir eru ekki í samræmi við þau ákvæði sem kveða á um dýravelferð í gildandi lögum og því ber að breyta án frekari tafa að mati hópsins. Þá skorar hópurinn á ráðherra að leita til þeirra sem láta sig málefni dýraverndar og dýravelferðar varða í því skyni að afla sér sérfræðiþekkingar í sem víðustum skilningi. Þar telur starfshópurinn Velferð búfjár hjá Samtökum lífrænna neytenda sig hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hæstvirti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Jón Bjarnason. Á undanförnum mánuðum hefur borið á mikilli fjölmiðlaumfjöllun um velferð eldisdýra. Þar hafa m.a. samtök um dýravelferð látið til sín taka og bent á að núgildandi reglugerðarákvæði heimili framleiðendum dýraafurða að halda eldisdýr við aðstæður sem eru ekki í samræmi við gildandi lög um dýravernd. Í lögunum er m.a. kveðið á um að dýrum skuli séð fyrir viðunandi vistarverum og þeim tryggt eðlilegt frelsi til hreyfingar samkvæmt viðurkenndri reynslu og þekkingu. Þessi skýru lagafyrirmæli er m.a. að finna í 3. gr. dýraverndarlaga nr. 15/1994. Upplýst hefur verið að þessu er ekki fylgt eftir í tilteknum greinum búfjárhalds, einkum þó í eggjaframleiðslu, alisvínarækt, loðskinnaframleiðslu (minka) og eggjaframleiðslu þar sem stuðst er við reglugerð um vistvæna landbúnaðarframleiðslu. Samkvæmt íslenskum stjórnskipunarrétti hefur ráðherra sem æðsti handhafi framkvæmdarvalds það meginhlutverk að fylgja eftir landslögum, sbr. 2. gr. stjórnarskrár lýðveldisins nr. 33/1944. Þrátt fyrir ábendingar um verulega hnökra í málefnum sem lúta að dýravelferð hefur ekki verið brugðist við þeim nema að mjög takmörkuðu leyti. Margir mánuðir eru nú liðnir frá því að fyrsta ábendingin kom fram um þetta efni en hún fjallaði um aðbúnað og meðferð alisvína skv. aðbúnaðarreglugerð. Í framhaldi af þeirri ábendingu var reglugerðinni um alisvínarækt breytt. Ný reglugerð nr. 353/2011 er til bóta en þó ekki hnökralaus og má sem dæmi nefna að gotstíur þar sem gyltur eru hafðar með grísum voru einungis rýmkaðar lítillega eða um 30 cm á breiddina og 10 cm á lengdina eða úr 1,5x2,4 m í 1,8x2,5 m. Þá þykir orðalag 12. gr. reglugerðarinnar afar óljóst með tilliti til dýravelferðar en þar segir m.a. „Ennfremur er óheimilt að gelda grísi án deyfingar eldri en 7 daga gamla". Spyrja má, er heimilt að gelda grísi án deyfingar yngri en 7 daga gamla? Skv. 15. gr. tillögu að nýjum dýravelferðarlögum verður fyrir það tekið, þau hafa hins vegar ekki tekið gildi og óvíst er hvort þetta bannákvæði verði samþykkt af Alþingi. Í upphafi árs 2010 skoraði Dýralæknafélag Íslands á ráðherra að beita sér fyrir breytingu á reglugerð um loðskinnaframleiðslu svo samrýmdist dýravelferðarsjónarmiðum og til samræmis við dýraverndarlög. Í svari sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins frá 15. mars 2010 kemur fram að það sé eindreginn ásetningur ráðuneytisins að beita sér fyrir breytingum í þessum efnum. Nú 16 mánuðum síðar hafa engar breytingar verið framkvæmdar. Á meðan ekkert er að gert er dýrunum skv. núgildandi reglugerð búnar óviðunandi aðstæður þar sem innilokun við þröngar aðstæður veldur þeim mikilli áþján og langvarandi kvalræði. Að óbreyttu mun það ástand vara áfram en þessum dýrum er gert að þola hinar þrengstu aðstæður í allt að fjögur ár sem er sá tími sem bestu eldisdýrunum er leyft að lifa þar til þau eru aflífuð með útblæstri frá vinnuvélum. Því ber að fagna að sú deyðingaraðferð verður bönnuð, ef ný lög taka gildi, óvíst er þó hvort þau verða samþykkt óbreytt. Eggjaframleiðsla skv. gildandi reglugerð er eitt umdeildasta búfjárhald á Íslandi í dag. Varphænur hafa rými sem samsvarar blaðstærðinni A4 og er í þessari framleiðslu á engan hátt komið til móts við eðlislægar þarfir fuglanna til hreyfingar auk þess sem þeir sjá aldrei dagsljós né geta andað að sér heilnæmu andrúmslofti. Eggjaframleiðendur sem framleiða egg samkvæmt reglugerð um vottun vistvænnar landbúnaðarframleiðslu fá undanþágu frá ákvæði í henni sem kveður á um að varphænur skuli fá útivist. Engin haldbær rök eru fyrir því lengur að veita slíkar undanþágur skv. upplýsingum frá framleiðendum sem framleiða skv. vottuninni. Þrátt fyrir að ekkert sé því til fyrirstöðu lengur hafa framleiðendur ekki sýnt neitt frumkvæði í þá veru að breyta þessu til samræmis við gildandi reglugerð og bæta þannig aðbúnað varpfuglanna. Þá er eftirlit með þessari framleiðslu í algeru lágmarki skv. upplýsingum frá framleiðendunum sjálfum. Það eftirlit er á vegum Matvælastofnunar og viðkomandi búnaðarfélaga undir yfirstjórn sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Það er borgaraleg skylda hvers manns að standa vörð um dýrin og huga að velferð þeirra. Sérstaklega ber að huga að eldisdýrunum, mállausum og oft á tíðum málsvaralausum, sem í mörgum tilvikum er gengið svo hart í fénýtingarskyni að ýtrustu þolmörkum þeirra er ofboðið. Helsti tilgangur og markmið starfshóps Samtaka lífrænna neytenda – Velferð búfjár, er að bæta aðbúnað eldisdýra og jafnframt að hvetja almenning til að breyta neysluvenjum sínum í átt til sjálfbærrar nýtingar náttúru og dýralífs. Með þessu bréfi óskar starfshópurinn, Velferð búfjár, eftir svörum frá ráðherra sem framkvæmdarvaldshafa skv. íslenskum stjórnlögum og æðsta hagsmunagæsluaðila íslensks búfjár. Þess er góðfúslega farið á leit að hann svari því hvernig og hvenær hann hyggst beita sér fyrir því að reglugerðarákvæðum sem kveða á um velferð dýra verði breytt í þá veru að þau samrýmist dýraverndarlögum. Hópurinn bendir á að þrátt fyrir að tillaga að nýjum dýravelferðarlögum geri ráð fyrir verulegum áherslubreytingum í átt að aukinni dýravelferð þá sé óviðunandi að láta dýrin þola meiri bið hvað varðar velferð þeirra enda með öllu óljóst hvaða meðferð hin nýja tillaga hlýtur hjá löggjafanum. Núgildandi reglugerðir eru ekki í samræmi við þau ákvæði sem kveða á um dýravelferð í gildandi lögum og því ber að breyta án frekari tafa að mati hópsins. Þá skorar hópurinn á ráðherra að leita til þeirra sem láta sig málefni dýraverndar og dýravelferðar varða í því skyni að afla sér sérfræðiþekkingar í sem víðustum skilningi. Þar telur starfshópurinn Velferð búfjár hjá Samtökum lífrænna neytenda sig hafa mikilvægu hlutverki að gegna.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun