Innlent

Hélt dreng nauðugum

Embætti ríkissaksóknara
Ríkissaksóknari ákærir manninn fyrir brot gegn níu ára dreng.
Embætti ríkissaksóknara Ríkissaksóknari ákærir manninn fyrir brot gegn níu ára dreng.
Ríkissaksóknari hefur ákært tæplega fertugan karlmann fyrir brot gegn frjálsræði, líkamsárás og brot gegn barnaverndarlögum gagnvart níu ára dreng.

Manninum er gefið að sök að hafa í janúar veist með ofbeldi að drengnum skammt frá heimili sínu í Mosfellsbæ, gripið meðal annars í háls eða hálsmál drengsins, hrist hann til svo hann féll, haldið áfram að hrista drenginn þar sem hann lá í jörðinni og hótað að flengja hann, að því er segir í ákæru. Að því búnu hafi maðurinn farið með hann inn í íbúð sína og haldið honum nauðugum þar til föður drengsins bar að garði og tók drenginn með sér.

Ákæruvaldið krefst refsingar og móðir drengsins gerir þá kröfu fyrir hönd ólögráða sonar síns að maðurinn greiði honum eina milljón króna í miskabætur.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×