Fleiri ökumenn teknir dópaðir en drukknir 2. desember 2011 06:00 hvalfjarðargöngin Maðurinn gafst upp á akstrinum þegar hann var rétt kominn niður í göngin, enda réði hann ekkert við bílinn. Lögreglan í Borgarnesi tekur orðið fleiri ökumenn sem aka undir áhrifum fíkniefna heldur en áfengis, að sögn Theódórs Þórðarsonar yfirlögregluþjóns í umdæminu. Hann segir að nokkuð sé um liðið síðan þessi breyting varð og að til skamms tíma hefði ölvunarakstur verið algengari. Ökuníðingurinn, sem grunaður er um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna og áfengis, og reyndi að komast undan Borgarneslögreglunni í fyrrakvöld sætti yfirheyrslum í gær. Gert var ráð fyrir að hann yrði látinn laus að þeim loknum. Maðurinn, sem er nær þrítugu og búsettur á höfuðborgarsvæðinu, var að koma að norðan áleiðis til Reykjavíkur þegar lögreglan veitti einkennilegu aksturslagi hans í gegnum Borgarnes athygli. Ákveðið var að stöðva bílinn en ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu heldur gaf í og lagði á flótta. Lögregla veitti honum eftirför og ók hann á allt upp í 150 kílómetra hraða. Kallað var eftir aðstoð frá lögreglu á Akranesi og á höfuðborgarsvæðinu meðan á eftirförinni stóð. Til móts við bæinn Gröf, nokkru áður en komið er að Hvalfjarðargöngunum ók ökufanturinn utan í hlið lögreglubíls. Að því búnu hélt hann akstri sínum áfram á fullri ferð. Rétt áður en ekið er að hringtorginu við norðurmunna Hvalfjarðarganga lagði lögregla út naglamottu sem ökuþórinn ók yfir. Við það sprungu dekk undir bíl hans. Hann linnti þó ekki ferðinni heldur komst dálítinn spöl ofan í göngin. Þar missti hann stjórn á bílnum og endaði ökuferðina utan í kantsteini, þar sem lögreglan handtók hann og færði á lögreglustöð, þar sem hann var látinn sofa úr sér.- jss Fréttir Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Lögreglan í Borgarnesi tekur orðið fleiri ökumenn sem aka undir áhrifum fíkniefna heldur en áfengis, að sögn Theódórs Þórðarsonar yfirlögregluþjóns í umdæminu. Hann segir að nokkuð sé um liðið síðan þessi breyting varð og að til skamms tíma hefði ölvunarakstur verið algengari. Ökuníðingurinn, sem grunaður er um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna og áfengis, og reyndi að komast undan Borgarneslögreglunni í fyrrakvöld sætti yfirheyrslum í gær. Gert var ráð fyrir að hann yrði látinn laus að þeim loknum. Maðurinn, sem er nær þrítugu og búsettur á höfuðborgarsvæðinu, var að koma að norðan áleiðis til Reykjavíkur þegar lögreglan veitti einkennilegu aksturslagi hans í gegnum Borgarnes athygli. Ákveðið var að stöðva bílinn en ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu heldur gaf í og lagði á flótta. Lögregla veitti honum eftirför og ók hann á allt upp í 150 kílómetra hraða. Kallað var eftir aðstoð frá lögreglu á Akranesi og á höfuðborgarsvæðinu meðan á eftirförinni stóð. Til móts við bæinn Gröf, nokkru áður en komið er að Hvalfjarðargöngunum ók ökufanturinn utan í hlið lögreglubíls. Að því búnu hélt hann akstri sínum áfram á fullri ferð. Rétt áður en ekið er að hringtorginu við norðurmunna Hvalfjarðarganga lagði lögregla út naglamottu sem ökuþórinn ók yfir. Við það sprungu dekk undir bíl hans. Hann linnti þó ekki ferðinni heldur komst dálítinn spöl ofan í göngin. Þar missti hann stjórn á bílnum og endaði ökuferðina utan í kantsteini, þar sem lögreglan handtók hann og færði á lögreglustöð, þar sem hann var látinn sofa úr sér.- jss
Fréttir Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira