Erlent

Börnum nauðgað á 36 tíma fresti

Móðir og barn Vitað er um tæplega 80 börn sem hafa verið særð eða limlest á síðasta ári síðan í kosningum á Fílabeinsströndinni.nordicphotos/getty
Móðir og barn Vitað er um tæplega 80 börn sem hafa verið særð eða limlest á síðasta ári síðan í kosningum á Fílabeinsströndinni.nordicphotos/getty
Börnum er nauðgað á Fílabeinsströndinni að meðaltali á 36 tíma fresti og hafa ríflega 1.100 konur og börn þar orðið fyrir ofbeldi á liðnu ári.

Mikið hættuástand skapaðist í landinu í kjölfar kosninganna í nóvember í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna og Barnaheilla – Save the Children.

Skýrslan tekur til allra brota á mannréttindum, sem tilkynnt var um frá því í nóvember 2010 fram í september 2011. Þar á meðal eru sex mismunandi tilfelli af alvarlegum brotum á mannréttindum barna.

Af 1121 mannréttindabroti gegn konum og börnum, beindust 643 brotanna gegn börnum, þar af voru 182 nauðganir. Barni er nauðgað á 36 tíma fresti að meðaltali í landinu.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×