Erlent

16 ára fá ef til vill að kjósa

vill að 16 ára kjósi Innanríkisráðherra Danmerkur vill að 16 ára unglingar fái að kjósa í sveitarstjórnarkosingum.Nordicphotos/AFP
vill að 16 ára kjósi Innanríkisráðherra Danmerkur vill að 16 ára unglingar fái að kjósa í sveitarstjórnarkosingum.Nordicphotos/AFP
Sextán ára unglingar gætu fengið kosningarétt í sumum bæjum í Danmörku ef hugmyndir stjórnvalda ná fram að ganga.

Margrethe Westager innanríkisráðherra sagði við Politiken að áætlað væri að finna nokkur áhugasöm tilraunasveitarfélög sem myndu lækka kosningaaldur niður í 16 ár. Takmarkið er, að hennar sögn, bæði að efla þátttöku ungs fólks og auka hlutfall ungs fólk í kjörnum embættum.

Þessar hugmyndir eru að norskri fyrirmynd, en 16 og 17 ára unglingar fengu að kjósa í tuttugu sveitarfélögum og gaf það góða raun. Sveitarstjórnarkosningar verða í Danmörku árið 2013.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×