Lífeyriskerfi á traustum grunni! 2. desember 2011 06:00 Ég sé að góð vinkona mín Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona, hefur töluverðar áhyggjur af okkar ágæta lífeyriskerfi, samanber grein hennar í Fréttablaðinu s.l. miðvikudag. Sigríður Ingibjörg spyr tveggja spurninga. Í fyrsta lagi hvort raunsætt sé að byggja lífeyriskerfi okkar á ávöxtun upp á 3,5% og í öðru lagi hvaða áhrif þetta vaxtaviðmið hafi á fjármálamarkað og vaxtastig í landinu. Í framhaldinu reynir Sigríður Ingibjörg að svara þessum spurningum en þar þykir mér gæta ákveðins misskilnings sem sjálfsagt er að leiðrétta hér. Í fyrsta lagi er rétt að fram komi að vaxtaviðmið lífeyrissjóðanna varðandi tryggingafræðilega stöðu þeirra miðast við 3,5% raunávöxtun að meðaltali til lengri tíma litið. Hér er um að ræða vaxtaviðmið en ekki ávöxtunarkröfu. Samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu hefur raunávöxtun íslensku lífeyrissjóðanna síðustu tuttugu árin oft á tíðum verið langt yfir 3,5%. Á árunum 1991 til og með 2010 hefur raunávöxtun sjóðanna verð jákvæð í sextán ár, en einungis neikvæð í fjögur ár. Lífeyrissjóðirnir hafa náð yfir 3,5% raunávöxtun á fjórtán árum þessa tímabils en aðeins í sex ár verið undir þessu vaxtaviðmiði. Íslenskt þjóðfélag er nú í ákveðnum sýndarveruleika vegna gjaldeyrishaftanna og vegna þess hvernig hleðst hér upp fjármagn hjá lífeyrissjóðunum sem ekki er hægt að koma út með neinum skaplegum hætti. Á meðan slíkt ástand varir er vöxtunum því miður handstýrt niður á við, sem best sést á neikvæðri ávöxtun sparifjár landsmanna hjá bönkunum. Það ástand sem ríkt hefur á fjármálamörkuðum frá hruni haustið 2008 má hins vegar alls ekki vera sá mælikvarði sem við ætlum að byggja á í framtíðinni. Í þessu sambandi má geta þess að árlegur hagvöxtur hér á Íslandi var um 3,8% að meðaltali á árunum 1945 til 2010. Ef við náum hins vegar ekki 3,5% raunávöxtun til langs tíma er tvennt í boði fyrir lífeyrissjóði á almennum vinnumarkaði; að hækka iðgjöld eða lækka lífeyrinn. Lífeyrissjóðirnir hafa slík ráð árlega til að fínstilla þessa þætti. Þess vegna er engin ástæða til að fara á taugum þótt raunávöxtun lífeyrissjóðanna nái ekki um þessar mundir 3,5% vaxtaviðmiðinu. Í öðru lagi er rétt að leiðrétta í eitt skipti fyrir öll þá staðhæfingu, sem m.a. örlar á í grein Sigríðar Ingibjargar, að 3,5% vaxtaviðmið sé í reynd eins konar vaxtagólf sem lífeyrissjóðirnir geti ekki farið undir. Slíkt er fjarri sanni og stenst engin efnisleg rök. Lífeyrissjóðirnir verða auðvitað að sætta sig við þá raunvexti sem eru á verðbréfamörkuðum á hverjum tíma og þurfa því stundum að kaupa skuldabréf á lægri raunvöxtum en 3,5%, ef svo býður við að horfa. Við því er ekkert að segja svo framarlega sem vöxtunum er ekki handstýrt niður á við með gjaldeyrishöftum og fábreyttum fjárfestingarkostum hér innanlands. Við skulum hins vegar vona að okkur takist a.m.k. að komast út úr þessum gjaldeyrishöftum á allra næstu misserum enda eru fyrirhuguð útboð Seðlabankans að losun haftanna mjög jákvætt skref í þá átt. Þrátt fyrir allt tel ég grein Sigríðar Ingibjargar ágætis innlegg í sjálfu sér og spurningar hennar eðlilegar í ljósi umræðu og atburða síðustu vikna og mánaða þótt, líkt og framan greinir, gæti þar nokkurs misskilnings. Ég verð þó að segja eins og er að ég hef mun meiri áhyggjur af fyrirhugaðri skattlagningu lífeyrissjóðanna, sem stenst enga skoðun þegar vel er að gáð, enda í hróplegu ósamræmi við meginhlutverk sjóðanna að standa við lífeyrisloforð sín. Um er að ræða stjórnarfrumvarp sem lagt var fram á Alþingi nú í vikunni um að skattleggja heildareignir lífeyrissjóðanna með sérstökum tímabundnum eignaskatti að fjárhæð samtals 2,8 milljarðar króna á árunum 2011 og 2012. Því verður vart trúað að Sigríður Ingibjörg formaður fjárlaganefndar Alþingis styðji slík áform. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sé að góð vinkona mín Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona, hefur töluverðar áhyggjur af okkar ágæta lífeyriskerfi, samanber grein hennar í Fréttablaðinu s.l. miðvikudag. Sigríður Ingibjörg spyr tveggja spurninga. Í fyrsta lagi hvort raunsætt sé að byggja lífeyriskerfi okkar á ávöxtun upp á 3,5% og í öðru lagi hvaða áhrif þetta vaxtaviðmið hafi á fjármálamarkað og vaxtastig í landinu. Í framhaldinu reynir Sigríður Ingibjörg að svara þessum spurningum en þar þykir mér gæta ákveðins misskilnings sem sjálfsagt er að leiðrétta hér. Í fyrsta lagi er rétt að fram komi að vaxtaviðmið lífeyrissjóðanna varðandi tryggingafræðilega stöðu þeirra miðast við 3,5% raunávöxtun að meðaltali til lengri tíma litið. Hér er um að ræða vaxtaviðmið en ekki ávöxtunarkröfu. Samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu hefur raunávöxtun íslensku lífeyrissjóðanna síðustu tuttugu árin oft á tíðum verið langt yfir 3,5%. Á árunum 1991 til og með 2010 hefur raunávöxtun sjóðanna verð jákvæð í sextán ár, en einungis neikvæð í fjögur ár. Lífeyrissjóðirnir hafa náð yfir 3,5% raunávöxtun á fjórtán árum þessa tímabils en aðeins í sex ár verið undir þessu vaxtaviðmiði. Íslenskt þjóðfélag er nú í ákveðnum sýndarveruleika vegna gjaldeyrishaftanna og vegna þess hvernig hleðst hér upp fjármagn hjá lífeyrissjóðunum sem ekki er hægt að koma út með neinum skaplegum hætti. Á meðan slíkt ástand varir er vöxtunum því miður handstýrt niður á við, sem best sést á neikvæðri ávöxtun sparifjár landsmanna hjá bönkunum. Það ástand sem ríkt hefur á fjármálamörkuðum frá hruni haustið 2008 má hins vegar alls ekki vera sá mælikvarði sem við ætlum að byggja á í framtíðinni. Í þessu sambandi má geta þess að árlegur hagvöxtur hér á Íslandi var um 3,8% að meðaltali á árunum 1945 til 2010. Ef við náum hins vegar ekki 3,5% raunávöxtun til langs tíma er tvennt í boði fyrir lífeyrissjóði á almennum vinnumarkaði; að hækka iðgjöld eða lækka lífeyrinn. Lífeyrissjóðirnir hafa slík ráð árlega til að fínstilla þessa þætti. Þess vegna er engin ástæða til að fara á taugum þótt raunávöxtun lífeyrissjóðanna nái ekki um þessar mundir 3,5% vaxtaviðmiðinu. Í öðru lagi er rétt að leiðrétta í eitt skipti fyrir öll þá staðhæfingu, sem m.a. örlar á í grein Sigríðar Ingibjargar, að 3,5% vaxtaviðmið sé í reynd eins konar vaxtagólf sem lífeyrissjóðirnir geti ekki farið undir. Slíkt er fjarri sanni og stenst engin efnisleg rök. Lífeyrissjóðirnir verða auðvitað að sætta sig við þá raunvexti sem eru á verðbréfamörkuðum á hverjum tíma og þurfa því stundum að kaupa skuldabréf á lægri raunvöxtum en 3,5%, ef svo býður við að horfa. Við því er ekkert að segja svo framarlega sem vöxtunum er ekki handstýrt niður á við með gjaldeyrishöftum og fábreyttum fjárfestingarkostum hér innanlands. Við skulum hins vegar vona að okkur takist a.m.k. að komast út úr þessum gjaldeyrishöftum á allra næstu misserum enda eru fyrirhuguð útboð Seðlabankans að losun haftanna mjög jákvætt skref í þá átt. Þrátt fyrir allt tel ég grein Sigríðar Ingibjargar ágætis innlegg í sjálfu sér og spurningar hennar eðlilegar í ljósi umræðu og atburða síðustu vikna og mánaða þótt, líkt og framan greinir, gæti þar nokkurs misskilnings. Ég verð þó að segja eins og er að ég hef mun meiri áhyggjur af fyrirhugaðri skattlagningu lífeyrissjóðanna, sem stenst enga skoðun þegar vel er að gáð, enda í hróplegu ósamræmi við meginhlutverk sjóðanna að standa við lífeyrisloforð sín. Um er að ræða stjórnarfrumvarp sem lagt var fram á Alþingi nú í vikunni um að skattleggja heildareignir lífeyrissjóðanna með sérstökum tímabundnum eignaskatti að fjárhæð samtals 2,8 milljarðar króna á árunum 2011 og 2012. Því verður vart trúað að Sigríður Ingibjörg formaður fjárlaganefndar Alþingis styðji slík áform.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun