Út fyrir endimörk alheimsins 2. desember 2011 06:00 Á sama tíma og fjárfesting í íslensku hagkerfi er í sögulegu lágmarki, um 10% af VLF, hið opinbera berst í bökkum og atvinnuleysi er í hæstu hæðum, þá berast merkileg tíðindi úr Reykjavíkurhreppi (svo ég tileinki mér tungutak ritstjóra Skarps): Kínverji nokkur fær ekki að kaupa land, því jú hann er víst frá Kína. Af því að Íslendingar eru einmitt svo miklir snillingar, sérstaklega þeir sem hafa braskað með stórar fúlgur fjár (og lönd!), að þeir einir eru hæfir til að eiga land! Er einhver að kvarta?Þingeyingar eru ekki gjarnir á að kvarta, setja heldur hausinn undir sig og þumbast áfram í atgangi sínum við firrtan veruleikann í formi kontórista, SAS (sérfræðingum að sunnan) eða þeim allra erfiðustu: „vel meinandi“ stjórnmálamönnum. Nú er búið að stoppa það að reist verði álver við Bakka, sem hefði verið með öllu hátt í 200 milljarða innspýting í hagkerfið. Það á að stoppa orkunýtingu á svæðinu með friðlýsingum og umhverfismati eins og framast er unnt. Nefndarmenn berja í borð og heimta aftur og aftur arðsemismat á Vaðlaheiðargöngum, tala um „sjálfbærni“ án þess að virðast skilja orðið auk þess sem títtnefndir nefndarmenn hafa sjaldan eða aldrei fyrr haft áhuga á því hvað sé efnahagslega fýsilegt fyrir þjóðina, hvorki í nútíð né framtíð! Niðurskurður á uppskurðum!Í fjárlögum 2012 er gert ráð fyrir þvílíkum niðurskurði hjá HSÞ umfram aðrar heilbrigðisstofnanir að jaðrar við ofstæki (sjá skýrslu Capacent). Ég gæti haldið áfram: hver man eftir kísiliðjunni við Mývatn sem var markvisst herjað á uns hún lagði upp laupana? Nóg af upptalningu: allur fjandinn hefur verið reyndur og framkvæmdur í Þingeyjarsýslum. Þessi nýjustu tíðindi úr Reykjavíkurhreppi eru víst bara enn ein fjöður í vel skrýddan hatt ríkisstjórnar Steinhönnu. Einelti ?Hver er tilgangur þess að leggja sífellt stein í götu uppbyggingar í Þingeyjarsýslum. Hefur það tilgang? En verið alveg róleg, þetta er að takast: það hefur fækkað um 1.000 manns á svæðinu á síðustu 15 árum. Einungis um 5.500 hræður eru eftir í Þingeyjarsýslum! Ef fram heldur sem horfir verðum við hætt að ónáða tilvist ykkar um miðja öldina. Og ekki er ólíklegt að það takist því nú hefst leitin fyrir alvöru, leitin að einhverju öðru en öðru… Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Á sama tíma og fjárfesting í íslensku hagkerfi er í sögulegu lágmarki, um 10% af VLF, hið opinbera berst í bökkum og atvinnuleysi er í hæstu hæðum, þá berast merkileg tíðindi úr Reykjavíkurhreppi (svo ég tileinki mér tungutak ritstjóra Skarps): Kínverji nokkur fær ekki að kaupa land, því jú hann er víst frá Kína. Af því að Íslendingar eru einmitt svo miklir snillingar, sérstaklega þeir sem hafa braskað með stórar fúlgur fjár (og lönd!), að þeir einir eru hæfir til að eiga land! Er einhver að kvarta?Þingeyingar eru ekki gjarnir á að kvarta, setja heldur hausinn undir sig og þumbast áfram í atgangi sínum við firrtan veruleikann í formi kontórista, SAS (sérfræðingum að sunnan) eða þeim allra erfiðustu: „vel meinandi“ stjórnmálamönnum. Nú er búið að stoppa það að reist verði álver við Bakka, sem hefði verið með öllu hátt í 200 milljarða innspýting í hagkerfið. Það á að stoppa orkunýtingu á svæðinu með friðlýsingum og umhverfismati eins og framast er unnt. Nefndarmenn berja í borð og heimta aftur og aftur arðsemismat á Vaðlaheiðargöngum, tala um „sjálfbærni“ án þess að virðast skilja orðið auk þess sem títtnefndir nefndarmenn hafa sjaldan eða aldrei fyrr haft áhuga á því hvað sé efnahagslega fýsilegt fyrir þjóðina, hvorki í nútíð né framtíð! Niðurskurður á uppskurðum!Í fjárlögum 2012 er gert ráð fyrir þvílíkum niðurskurði hjá HSÞ umfram aðrar heilbrigðisstofnanir að jaðrar við ofstæki (sjá skýrslu Capacent). Ég gæti haldið áfram: hver man eftir kísiliðjunni við Mývatn sem var markvisst herjað á uns hún lagði upp laupana? Nóg af upptalningu: allur fjandinn hefur verið reyndur og framkvæmdur í Þingeyjarsýslum. Þessi nýjustu tíðindi úr Reykjavíkurhreppi eru víst bara enn ein fjöður í vel skrýddan hatt ríkisstjórnar Steinhönnu. Einelti ?Hver er tilgangur þess að leggja sífellt stein í götu uppbyggingar í Þingeyjarsýslum. Hefur það tilgang? En verið alveg róleg, þetta er að takast: það hefur fækkað um 1.000 manns á svæðinu á síðustu 15 árum. Einungis um 5.500 hræður eru eftir í Þingeyjarsýslum! Ef fram heldur sem horfir verðum við hætt að ónáða tilvist ykkar um miðja öldina. Og ekki er ólíklegt að það takist því nú hefst leitin fyrir alvöru, leitin að einhverju öðru en öðru…
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar