Er þörf á stjórnarskrárákvæði um stöðu þjóðaréttar? 2. desember 2011 06:00 Líklega trúa margir Íslendingar því að þeir geti byggt rétt beint á þeim reglum þjóðaréttar sem binda íslenska ríkið, t.d. alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Svo er hins vegar strangt til tekið ekki. Til þess að maður geti byggt rétt á reglu þjóðaréttar verður reglan að hafa verið innleidd, t.d. með lögfestingu. Reglur sem binda íslenska ríkið í samfélagi þjóðanna binda það þannig ekki endilega fyrir íslenskum dómstólum! Í þessu efni, einkum á sviði mannréttinda, hefur þó orðið mikil gerjun síðustu áratugi, bæði fyrir tilverknað dómaframkvæmdar sem og laga- og stjórnarskrárbreytinga. Í dag er því e.t.v. villandi að fullyrða að ekki verði byggt á alþjóðlegum mannréttindum fyrir íslenskum dómstólum án tillits til lögfestingar. Hver nákvæm staða þessara reglna er að íslenskum rétti er hins vegar ekki fyllilega ljóst. Á vettvangi stjórnlaganefndar, sem ætlað var að leggja fram hugmyndir að nýrri stjórnarskrá, kom fram það sjónarmið að fullt tilefni væri til að taka af tvímæli um stöðu þjóðaréttar að íslenskum rétti, þ.á m. alþjóðlegra mannréttinda. Var þá litið til þess að styrking stöðu þjóðaréttar félli vel að almennri afstöðu Íslendinga til mikilvægis alþjóðasamstarfs og aðstæðum Íslands sem smáríkis sem reiðir sig á þjóðarétt. Í samræmi við þetta var sett fram hugmynd um stjórnarskrárákvæði þess efnis að þær reglur sem binda íslenska ríkið að þjóðarétti teljist sjálfkrafa hluti landsréttar og gangi framar almennum lögum. Í hugmyndinni var þó einnig gert ráð fyrir því að löggjafinn gæti ákveðið að undanskilja þjóðaréttarsamninga þessum áhrifum til að bregðast við ýmsum aðstæðum í alþjóðlegum samskiptum. Í tillögum stjórnlagaráðs er ekki að finna almennt ákvæði um stöðu þjóðaréttar. Í 2. mgr. 122. gr. tillagnanna segir hins vegar að Alþingi sé heimilt að lögfesta „alþjóðlega mannréttindasáttmála og umhverfissamninga og gangi þeir þá framar almennum lögum.“ Í skýringum stjórnlagaráðs kemur fram að ráðið hafi „eftir að hafa ráðfært sig við sérfræðinga“ ekki viljað fara að þeirri hugmynd stjórnlaganefndar, sem áður er lýst, þar sem með slíku ákvæði væri verið að „framselja ekki eingöngu löggjafarvald heldur stjórnarskrárvald“. Þessi rökstuðningur ráðsins er torskilinn. Spurningin um hvort íslenska ríkið eigi að gerast aðili að þjóðaréttarsamningum sem hafa í sér fólgið framsal löggjafar-, framkvæmdar- eða dómsvalds er eitt. Það er svo önnur spurning hvaða stöðu að landsrétti þessar reglur (sem ríkið hefur skuldbundið sig til að virða) eiga að hafa. Það er ekkert framsal lagasetningar- eða stjórnarskrárvalds til erlendra aðila fólgið í því að íslenskur stjórnarskrárgjafi ákveði að þessar reglur eigi að hafa sjálfkrafa gildi og forgang gagnvart almennum lögum. Það er alfarið íslensk ákvörðun sem er á forræði íslenskra aðila. Sjálfkrafa gildi og forgangur þjóðaréttar þýðir auðvitað fráleitt að Íslendingar muni fá reglur, sem gilda að landsrétti, sendar í pósti frá útlöndum án þess að hafa nokkuð um það að segja. Sú spurning vaknar óneitanlega hvað stjórnlagaráð telur unnið með því að forgangur þjóðaréttarreglna sé tryggður með ákvæðum í almennum lögum í stað reglu í stjórnarskrá, en sú leið hefur í för með sér ýmsar lagatæknilegar flækjur sem ekki verða ræddar hér. Þá hefur tillaga stjórnlagaráðs í för með sér réttaróvissu með því að umdeilanlegt er hvaða þjóðaréttarsamningar ber að skilgreina sem „alþjóðlega mannréttindasáttmála og umhverfissamninga“. Eftir stendur hin réttarpólitíska spurning hvers vegna gildi og forgangur er einskorðaður við þessi réttarsvið og önnur undanskilin, t.d. efnahagsleg réttindi. Þrátt fyrir framangreinda vankanta markar tillaga stjórnlagaráðs að mínu mati tímamót. Í fyrsta sinn í íslenskri stjórnskipunarsögu er hreyft við sjálfvirku gildi og forgangi þjóðaréttarreglna að landsrétti. Útfærsla tillögunnar og grundvöllur þarfnast hins vegar frekari umræðu og endurskoðunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Líklega trúa margir Íslendingar því að þeir geti byggt rétt beint á þeim reglum þjóðaréttar sem binda íslenska ríkið, t.d. alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Svo er hins vegar strangt til tekið ekki. Til þess að maður geti byggt rétt á reglu þjóðaréttar verður reglan að hafa verið innleidd, t.d. með lögfestingu. Reglur sem binda íslenska ríkið í samfélagi þjóðanna binda það þannig ekki endilega fyrir íslenskum dómstólum! Í þessu efni, einkum á sviði mannréttinda, hefur þó orðið mikil gerjun síðustu áratugi, bæði fyrir tilverknað dómaframkvæmdar sem og laga- og stjórnarskrárbreytinga. Í dag er því e.t.v. villandi að fullyrða að ekki verði byggt á alþjóðlegum mannréttindum fyrir íslenskum dómstólum án tillits til lögfestingar. Hver nákvæm staða þessara reglna er að íslenskum rétti er hins vegar ekki fyllilega ljóst. Á vettvangi stjórnlaganefndar, sem ætlað var að leggja fram hugmyndir að nýrri stjórnarskrá, kom fram það sjónarmið að fullt tilefni væri til að taka af tvímæli um stöðu þjóðaréttar að íslenskum rétti, þ.á m. alþjóðlegra mannréttinda. Var þá litið til þess að styrking stöðu þjóðaréttar félli vel að almennri afstöðu Íslendinga til mikilvægis alþjóðasamstarfs og aðstæðum Íslands sem smáríkis sem reiðir sig á þjóðarétt. Í samræmi við þetta var sett fram hugmynd um stjórnarskrárákvæði þess efnis að þær reglur sem binda íslenska ríkið að þjóðarétti teljist sjálfkrafa hluti landsréttar og gangi framar almennum lögum. Í hugmyndinni var þó einnig gert ráð fyrir því að löggjafinn gæti ákveðið að undanskilja þjóðaréttarsamninga þessum áhrifum til að bregðast við ýmsum aðstæðum í alþjóðlegum samskiptum. Í tillögum stjórnlagaráðs er ekki að finna almennt ákvæði um stöðu þjóðaréttar. Í 2. mgr. 122. gr. tillagnanna segir hins vegar að Alþingi sé heimilt að lögfesta „alþjóðlega mannréttindasáttmála og umhverfissamninga og gangi þeir þá framar almennum lögum.“ Í skýringum stjórnlagaráðs kemur fram að ráðið hafi „eftir að hafa ráðfært sig við sérfræðinga“ ekki viljað fara að þeirri hugmynd stjórnlaganefndar, sem áður er lýst, þar sem með slíku ákvæði væri verið að „framselja ekki eingöngu löggjafarvald heldur stjórnarskrárvald“. Þessi rökstuðningur ráðsins er torskilinn. Spurningin um hvort íslenska ríkið eigi að gerast aðili að þjóðaréttarsamningum sem hafa í sér fólgið framsal löggjafar-, framkvæmdar- eða dómsvalds er eitt. Það er svo önnur spurning hvaða stöðu að landsrétti þessar reglur (sem ríkið hefur skuldbundið sig til að virða) eiga að hafa. Það er ekkert framsal lagasetningar- eða stjórnarskrárvalds til erlendra aðila fólgið í því að íslenskur stjórnarskrárgjafi ákveði að þessar reglur eigi að hafa sjálfkrafa gildi og forgang gagnvart almennum lögum. Það er alfarið íslensk ákvörðun sem er á forræði íslenskra aðila. Sjálfkrafa gildi og forgangur þjóðaréttar þýðir auðvitað fráleitt að Íslendingar muni fá reglur, sem gilda að landsrétti, sendar í pósti frá útlöndum án þess að hafa nokkuð um það að segja. Sú spurning vaknar óneitanlega hvað stjórnlagaráð telur unnið með því að forgangur þjóðaréttarreglna sé tryggður með ákvæðum í almennum lögum í stað reglu í stjórnarskrá, en sú leið hefur í för með sér ýmsar lagatæknilegar flækjur sem ekki verða ræddar hér. Þá hefur tillaga stjórnlagaráðs í för með sér réttaróvissu með því að umdeilanlegt er hvaða þjóðaréttarsamningar ber að skilgreina sem „alþjóðlega mannréttindasáttmála og umhverfissamninga“. Eftir stendur hin réttarpólitíska spurning hvers vegna gildi og forgangur er einskorðaður við þessi réttarsvið og önnur undanskilin, t.d. efnahagsleg réttindi. Þrátt fyrir framangreinda vankanta markar tillaga stjórnlagaráðs að mínu mati tímamót. Í fyrsta sinn í íslenskri stjórnskipunarsögu er hreyft við sjálfvirku gildi og forgangi þjóðaréttarreglna að landsrétti. Útfærsla tillögunnar og grundvöllur þarfnast hins vegar frekari umræðu og endurskoðunar.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar