Erlent

Suu Kyi vongóð um framfarir

Clinton og Suu Kyi Eftir nærri tvo áratugi í stofufangelsi hitti Suu Kyi loks fulltrúa eins valdamesta ríkis heims.
nordicphotos/AFP
Clinton og Suu Kyi Eftir nærri tvo áratugi í stofufangelsi hitti Suu Kyi loks fulltrúa eins valdamesta ríkis heims. nordicphotos/AFP
„Ef við höldum þessu áfram í sameiningu þá er ég sannfærð um að ekki verði hægt að snúa af braut lýðræðis,“ sagði Aung San Suu Kyi, leiðtogi lýðræðishreyfingarinnar í Búrma, eftir að hafa rætt við Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Clinton hefur lofað herforingjastjórninni í Búrma margvíslegri aðstoð Bandaríkjanna, og heitir enn frekari aðstoð ef Búrmastjórn gengur lengra í lýðræðisátt.

Í gær bárust fréttir af því að Shan-þjóðflokkurinn, sem barist gegn Búrmastjórn, hefði undirritað vopnahléssamkomulag.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×