Innlent

Styðja öryggishópa fyrirtækja

Starfsmenn CERT-ÍS munu ekki sitja sveittir við tölvur og berjast með tölvukóðum gegn óvinveittum hökkurum, eins og einhver gæti ímyndað sér eftir ótæpilegt magn Hollywood-kvikmynda um hakkara.

Sé gerð netárás á íslenskt fjarskiptafyrirtæki munu starfsmenn hópsins ráðleggja sérfræðingum fjarskiptafyrirtækisins, en ekki fara inn í tölvukerfi þeirra til að bregðast við árásinni, segir Stefán.

„Við munum ekki taka yfir ábyrgðina á upplýsingaöryggi þessara fyrirtækja,“ segir Stefán.

„Við erum að styðja við netöryggishópa fyrirtækjanna, en ekki koma í staðinn fyrir þá. Við munum þvert á móti ýta undir að þeir verði styrktir, og munum gera ríkar kröfur til þeirra sem reka ómissandi upplýsingainnviði um þekkingu, tæknibúnað og fleira,“ segir Þorleifur.

Íslenski hópurinn mun einnig hafa samskipti við erlenda hópa, enda upplýsingaflæði í síbreytilegum heimi tölvuheimsins afar mikilvægt.

Þá mun hópurinn taka þátt í alþjóðlegum æfingum, segir Þorleifur.

Líklegt er að haldnar verði sérstakar æfingar hér á landi. Þær mætti halda með sambærilegum hætti við stórslysaæfingar á öðrum sviðum, með því að sviðsetja tölvuárás á fjarskiptafyrirtæki, orkufyrirtæki eða annað fyrirtæki sem sinnir mikilvægri þjónustu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×