Innlent

Sveik út veitingar og stal víni

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært mann á þrítugsaldri fyrir að stela mat úr Bónus fyrir nær tíu þúsund krónur og síðan áfengi úr Vínbúð fyrir nær þrjú þúsund.

Þá er maðurinn ákærður fyrir fjársvik, þar sem hann hafi pantað veitingar á matsölustað en stungið af án þess að greiða fyrir þær. Loks er hann ákærður fyrir að hafa haft tæpt gramm af marijúana á sér sem lögreglan fann við leit á honum á lögreglustöðinni við Hverfisgötu.

Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×