Offita – Hvað er til ráða? 3. desember 2011 06:00 Hólmfríður Þorgeirsdóttir Offita hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu en í allri umræðu um offitu ætti áherslan ávallt að vera á heilbrigðan lífsstíl, þ.e. mikilvægi þess að borða hollt fæði og hreyfa sig nægjanlega. Aðgerðir sem skapa aðstæður sem hvetja til heilsusamlegra lifnaðarhátta eru ætlaðar öllum óháð því hvort viðkomandi er í kjörþyngd eða ekki. Allir þurfa að hreyfa sig og borða hollan mat óháð holdafari. Ljóst er að margt í okkar samfélagi hefur ýtt undir óheilsusamlega lifnaðarhætti og til að snúa þeirri þróun við er mikilvægt að opna augun fyrir þeim staðreyndum og bregðast við. Á undanförnum áratugum hefur framboð á orkuríkum matvörum stóraukist og matarskammtar farið stækkandi. Þetta, auk ágengrar markaðssetningar orkuríkrar fæðu, hefur hvatt til ofneyslu. Á sama tíma hefur dregið úr hreyfingu við athafnir daglegs lífs vegna tæknivæðingar og breyttra samgönguhátta. Gos og sælgæti eru orkuríkar vörur en veita litla næringu Framboð og aðgengi hefur mikil áhrif á neyslu. Gosdrykkjaneysla er mjög mikil hér á landi, en samkvæmt fæðuframboðstölum drekka Íslendingar tæplega 150 lítra af gosdrykkjum á mann á ári eða tæplega þrjá lítra á viku, en vitað er að margir drekka aldrei gosdrykki þannig að neysla annarra er mun meiri t.d. ungmenna. Mikill afsláttur af sælgæti um helgar sem sett er fram á spennandi hátt í svokölluðum nammibörum dregur til sín börn og fullorðna sem fylla poka af sælgæti.Tímaritið Frjáls verslun (3. tbl. 2011) gerði úttekt á sölu sælgætis hér á landi og kemur þar fram að um 800 tonn séu seld úr nammibörum sem bland í poka. Fæðuframboðstölur sýna að Íslendingar neyta nú um 6000 tonna af sælgæti á ári sem gerir um 19 kg af sælgæti á íbúa á ári og þá er miðað við hvern Íslending. Hvernig er hægt að snúa þessari þróun við? Mikilvægt er að hafa í huga að offita og ofneysla er samfélagslegur vandi og því þarf fjölþættar aðgerðir á víðum grundvelli til að bregðast við honum þar sem allir axla ábyrgð. Slík vinna krefst aðkomu margra, t.d. stjórnvalda, sveitarfélaga, skóla, íþróttafélaga, matvælaframleiðenda og Samtaka verslunar og þjónustu, frjálsra félagasamtaka og einstaklinga. Hér þarf að hafa í huga að margt smátt getur gert eitt stórt og ekki á að gera þá kröfu að stakar aðgerðir leysi vandann heldur sé frekar rætt um þær sem skref í rétta átt. Skólar, frístundaheimili og íþróttamannvirki eru kjörinn vettvangur til að efla heilsu barna og ungmenna. Með heildrænni stefnu um næringu hjá þessum stofnunum er hægt að stuðla að góðum neysluvenjum nemenda og starfsfólks. Börn á leið í skipulagt íþróttastarf þurfa oft að ganga framhjá sjoppu og sjálfsölum áður en komið er að fataklefanum. Að æfingu lokinni er óhollustan stundum það eina sem í boði er. Það er mikilvægt að skapa aðstæður í umhverfi barnanna sem auðveldar þeim að velja hollari kostinn í stað þess að hvetja þau til neyslu á óhollum mat- og drykkjarvörum. Sem dæmi um aðgerð í rétta átt er upptaka samnorræns hollustumerkis, Skráargatsins. Markmiðið með Skráargatinu er að við innkaup geti neytendur á skjótan hátt valið hollari matvörur með tilliti til mettaðrar fitu, viðbætts sykurs, salts og trefja. Neytendur geta þá treyst því að vara sem ber hollustumerkið sé hollari en aðrar vörur í sama flokki sem ekki uppfylla skilyrði til að bera merkið. Annað dæmi er verðstýring með sköttum eða vörugjöldum. Í grein sem birtist í New England Journal of Medicine á árinu 2009 er talað um að aukin neysla sykraðra gos- og svaladrykkja geti verið ein helsta orsök offitufaraldursins. Þar er talað um að verðstýring með sköttum eða vörugjöldum á sykraða gosdrykki geti verið áhrifarík leið til að minnka neyslu á slíkum vörum og að slík verðhækkun gæti haft áhrif þar sem þörfin er brýnust, þ.e. hjá börnum og ungmennum og öðrum þeim sem drekka mest gos. Aðgerðir sem miða að því að gera fólki auðvelt að velja hollustu fram yfir óhollustu er samfélagsmál sem skilar sér í bættri heilsu og betri líðan um leið og það dregur úr kostnaði vegna sjúkdóma sem tengjast óheilbrigðum lifnaðarháttum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Sjá meira
Hólmfríður Þorgeirsdóttir Offita hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu en í allri umræðu um offitu ætti áherslan ávallt að vera á heilbrigðan lífsstíl, þ.e. mikilvægi þess að borða hollt fæði og hreyfa sig nægjanlega. Aðgerðir sem skapa aðstæður sem hvetja til heilsusamlegra lifnaðarhátta eru ætlaðar öllum óháð því hvort viðkomandi er í kjörþyngd eða ekki. Allir þurfa að hreyfa sig og borða hollan mat óháð holdafari. Ljóst er að margt í okkar samfélagi hefur ýtt undir óheilsusamlega lifnaðarhætti og til að snúa þeirri þróun við er mikilvægt að opna augun fyrir þeim staðreyndum og bregðast við. Á undanförnum áratugum hefur framboð á orkuríkum matvörum stóraukist og matarskammtar farið stækkandi. Þetta, auk ágengrar markaðssetningar orkuríkrar fæðu, hefur hvatt til ofneyslu. Á sama tíma hefur dregið úr hreyfingu við athafnir daglegs lífs vegna tæknivæðingar og breyttra samgönguhátta. Gos og sælgæti eru orkuríkar vörur en veita litla næringu Framboð og aðgengi hefur mikil áhrif á neyslu. Gosdrykkjaneysla er mjög mikil hér á landi, en samkvæmt fæðuframboðstölum drekka Íslendingar tæplega 150 lítra af gosdrykkjum á mann á ári eða tæplega þrjá lítra á viku, en vitað er að margir drekka aldrei gosdrykki þannig að neysla annarra er mun meiri t.d. ungmenna. Mikill afsláttur af sælgæti um helgar sem sett er fram á spennandi hátt í svokölluðum nammibörum dregur til sín börn og fullorðna sem fylla poka af sælgæti.Tímaritið Frjáls verslun (3. tbl. 2011) gerði úttekt á sölu sælgætis hér á landi og kemur þar fram að um 800 tonn séu seld úr nammibörum sem bland í poka. Fæðuframboðstölur sýna að Íslendingar neyta nú um 6000 tonna af sælgæti á ári sem gerir um 19 kg af sælgæti á íbúa á ári og þá er miðað við hvern Íslending. Hvernig er hægt að snúa þessari þróun við? Mikilvægt er að hafa í huga að offita og ofneysla er samfélagslegur vandi og því þarf fjölþættar aðgerðir á víðum grundvelli til að bregðast við honum þar sem allir axla ábyrgð. Slík vinna krefst aðkomu margra, t.d. stjórnvalda, sveitarfélaga, skóla, íþróttafélaga, matvælaframleiðenda og Samtaka verslunar og þjónustu, frjálsra félagasamtaka og einstaklinga. Hér þarf að hafa í huga að margt smátt getur gert eitt stórt og ekki á að gera þá kröfu að stakar aðgerðir leysi vandann heldur sé frekar rætt um þær sem skref í rétta átt. Skólar, frístundaheimili og íþróttamannvirki eru kjörinn vettvangur til að efla heilsu barna og ungmenna. Með heildrænni stefnu um næringu hjá þessum stofnunum er hægt að stuðla að góðum neysluvenjum nemenda og starfsfólks. Börn á leið í skipulagt íþróttastarf þurfa oft að ganga framhjá sjoppu og sjálfsölum áður en komið er að fataklefanum. Að æfingu lokinni er óhollustan stundum það eina sem í boði er. Það er mikilvægt að skapa aðstæður í umhverfi barnanna sem auðveldar þeim að velja hollari kostinn í stað þess að hvetja þau til neyslu á óhollum mat- og drykkjarvörum. Sem dæmi um aðgerð í rétta átt er upptaka samnorræns hollustumerkis, Skráargatsins. Markmiðið með Skráargatinu er að við innkaup geti neytendur á skjótan hátt valið hollari matvörur með tilliti til mettaðrar fitu, viðbætts sykurs, salts og trefja. Neytendur geta þá treyst því að vara sem ber hollustumerkið sé hollari en aðrar vörur í sama flokki sem ekki uppfylla skilyrði til að bera merkið. Annað dæmi er verðstýring með sköttum eða vörugjöldum. Í grein sem birtist í New England Journal of Medicine á árinu 2009 er talað um að aukin neysla sykraðra gos- og svaladrykkja geti verið ein helsta orsök offitufaraldursins. Þar er talað um að verðstýring með sköttum eða vörugjöldum á sykraða gosdrykki geti verið áhrifarík leið til að minnka neyslu á slíkum vörum og að slík verðhækkun gæti haft áhrif þar sem þörfin er brýnust, þ.e. hjá börnum og ungmennum og öðrum þeim sem drekka mest gos. Aðgerðir sem miða að því að gera fólki auðvelt að velja hollustu fram yfir óhollustu er samfélagsmál sem skilar sér í bættri heilsu og betri líðan um leið og það dregur úr kostnaði vegna sjúkdóma sem tengjast óheilbrigðum lifnaðarháttum.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar