Innlent

Jólasveinarnir mæta á safnið

stekkjarstaur Fyrsti jólasveinninn kom til byggða í fyrrinótt og kom við í Þjóðminjasafninu við góðar undirtektir barnanna.fréttablaðið/gva
stekkjarstaur Fyrsti jólasveinninn kom til byggða í fyrrinótt og kom við í Þjóðminjasafninu við góðar undirtektir barnanna.fréttablaðið/gva
Stekkjarstaur mætti í heimsókn á Þjóðminjasafnið í gærmorgun, en hann er fyrsti jólasveinninn og kom til byggða í fyrrinótt. Fjöldinn allur af börnum tók á móti Stekkjarstaur.

Jólasveinarnir munu koma hver á eftir öðrum í safnið klukkan ellefu á morgnana fram að jólum eins og undanfarin ár. Giljagaur mætir því í safnið í dag.

Jólasveinarnir mæta í þjóðlegu fötunum sínum á Þjóðminjasafnið, enda fékk safnið íslenska hönnuði og handverksfólk til þess að gera ný föt handa þeim fyrir nokkrum árum.

Hægt er að fræðast um íslensku jólasveinana og jólasiði á heimasíðu Þjóðminjasafnsins.- þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×