Vill klára að semja og þjóðin fái að kjósa 14. desember 2011 04:30 fjármálaráðherra Segir ekki sjálfgefið að ný aðildarríki að Evrópusambandinu þurfi að taka upp evru. Hann vill ljúka samningum og bera undir þjóðina; annars væri til lítils farið í þann leiðangur sem aðildarviðræður eru.fréttablaðið/gva Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir Íslendinga myndu verða engu nær ef aðildarumsókn að Evrópusambandinu yrði dregin til baka nú. Hann vill ekki að taugaveiklun yfir ástandinu í Evrópu nú hafi áhrif á það sem Alþingi samþykkti á vordögum 2009. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í gær. „Þá fyrst væri sá leiðangur til lítils og við værum bókstaflega engu nær ef við allt í einu hættum nú eða slægjum viðræðum á frest. Ég vil fá efnislega niðurstöðu sem þjóðin getur notað til að móta stefnu sína varðandi Evrópusambandið," sagði Steingrímur. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurðu Steingrím út í afstöðu hans varðandi umsóknina. Báðir töldu þeir að efnahagsástandið í Evrópu og þær aðgerðir sem grípa á til vegna þess sýndu að réttast væri að draga umsóknina til baka. „Nú þegar liggur fyrir að umsókn að Evrópusambandinu þýðir jafnframt aðild að samstarfi evruþjóða, er þá ekki eðlilegt að stöðva viðræðuferlið, leggja mat á stöðuna og leyfa þjóðinni síðan að leggja sitt mat á stöðuna um hvort haldið verði áfram?" spurði Illugi. Steingrímur sagðist ósammála því að umsókn nú þýddi aðild að evrusamstarfi. Ekki væri sjálfgefið að þau lönd sem nú gengju inn í ESB myndu nokkru sinni taka evruna upp. Hann vísaði í Svía sem felldu evruna í þjóðaratkvæðagreiðslu og að krafan um slíka þjóðaratkvæðagreiðslu í Danmörku væri þögnuð. „Að sjálfsögðu fylgjumst við grannt með hvernig menn glíma við vandann og hvaða skorður það setur, til dæmis varðandi sjálfstæðan gjaldmiðil," sagði ráðherra. Hann sagðist talsmaður aukins aga í fjármálum, en vildi ekki skrifa upp á það pólitískt að missa sveiflujöfnunartæki ríkisins úr höndunum, með sjálfstæðum gjaldmiðli. Illugi vísaði í reglur Evrópusambandsins og sagði að þeim ríkjum sem gangi í sambandið beri að taka upp evruna. Steingrímur sagði málið ekki svo einfalt og taldi Illuga gera ítrekaðar tilraunir til að fá velþóknun hans yfir niðurstöðu landsfundar Sjálfstæðisflokksins; að kjósa um áframhaldandi viðræður. Hann sagðist hafa skýrt afstöðu sína til Evrópusambandsins fjórum sinnum á einni viku og hún hefði ekkert breyst. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir Íslendinga myndu verða engu nær ef aðildarumsókn að Evrópusambandinu yrði dregin til baka nú. Hann vill ekki að taugaveiklun yfir ástandinu í Evrópu nú hafi áhrif á það sem Alþingi samþykkti á vordögum 2009. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í gær. „Þá fyrst væri sá leiðangur til lítils og við værum bókstaflega engu nær ef við allt í einu hættum nú eða slægjum viðræðum á frest. Ég vil fá efnislega niðurstöðu sem þjóðin getur notað til að móta stefnu sína varðandi Evrópusambandið," sagði Steingrímur. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurðu Steingrím út í afstöðu hans varðandi umsóknina. Báðir töldu þeir að efnahagsástandið í Evrópu og þær aðgerðir sem grípa á til vegna þess sýndu að réttast væri að draga umsóknina til baka. „Nú þegar liggur fyrir að umsókn að Evrópusambandinu þýðir jafnframt aðild að samstarfi evruþjóða, er þá ekki eðlilegt að stöðva viðræðuferlið, leggja mat á stöðuna og leyfa þjóðinni síðan að leggja sitt mat á stöðuna um hvort haldið verði áfram?" spurði Illugi. Steingrímur sagðist ósammála því að umsókn nú þýddi aðild að evrusamstarfi. Ekki væri sjálfgefið að þau lönd sem nú gengju inn í ESB myndu nokkru sinni taka evruna upp. Hann vísaði í Svía sem felldu evruna í þjóðaratkvæðagreiðslu og að krafan um slíka þjóðaratkvæðagreiðslu í Danmörku væri þögnuð. „Að sjálfsögðu fylgjumst við grannt með hvernig menn glíma við vandann og hvaða skorður það setur, til dæmis varðandi sjálfstæðan gjaldmiðil," sagði ráðherra. Hann sagðist talsmaður aukins aga í fjármálum, en vildi ekki skrifa upp á það pólitískt að missa sveiflujöfnunartæki ríkisins úr höndunum, með sjálfstæðum gjaldmiðli. Illugi vísaði í reglur Evrópusambandsins og sagði að þeim ríkjum sem gangi í sambandið beri að taka upp evruna. Steingrímur sagði málið ekki svo einfalt og taldi Illuga gera ítrekaðar tilraunir til að fá velþóknun hans yfir niðurstöðu landsfundar Sjálfstæðisflokksins; að kjósa um áframhaldandi viðræður. Hann sagðist hafa skýrt afstöðu sína til Evrópusambandsins fjórum sinnum á einni viku og hún hefði ekkert breyst. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira