Fá ekki þyrlupall hjá skemmtiferðaskipum 14. desember 2011 06:00 Guðmundur ingi Jónsson „Þetta er tilvalinn staður til að þjónusta skemmtiferðaskipin, það verður ekki betra,“ segir Guðmundur Ingi Jónsson, þyrluflugmaður hjá Vesturflugi sem óskað hefur eftir lóð fyrir þyrlupall við Skarfabakka í Sundahöfn. Sigtryggur Leví Kristófersson, eigandi Vesturflugs, segir aðsókn í þyrluflug vaxandi í takt við aukinn fjölda ferðamanna. Félagið geri nú út frá Reykjavíkurflugvelli eins og tvö önnur þyrlufyrirtæki. Níu af hverjum tíu þyrlufyrirtækjum í heiminum séu hins vegar ekki á almennum flugvöllum. „Þyrlur þurfa ekki flugbrautir og ættu ekki að vera á flugvöllum þar sem þær flækjast fyrir annarri traffík. Þess utan erum við miklu sveigjanlegri í öllu aðflugi en flugvélar nokkurn tímann,“ segir Sigtryggur. Stjórn Faxaflóahafna hafnaði á síðasta fundi sínum að uppfylla ósk Vesturflugs um lóð undir 25 sinnum 25 metra þyrlupall og tilheyrandi öryggissvæði með aðstöðuhúsi. Hjálmar Sveinsson, formaður stjórnarinnar, segir ástæðurnar aðallega tvær. Í fyrsta lagi fylgi því of mikið umstang að uppfylla alþjóðlegar öryggiskröfur varðandi aðflugslínur, meðal annars vegna stærðar skemmtiferðaskipanna sjálfra í höfninni. „Í öðru lagi hafa þessir mikilvægu viðskiptavinir, sem eru skipafélögin, eftir því sem okkur skilst, aldrei kallað eftir því að fá þyrluþjónustu, þannig að menn sáu ekki knýjandi ástæðu til að samþykkja þetta. En ef það hefði verið sterk ósk frá skipafélögunum að geta boðið farþegum upp á slíka þjónustu hefðu menn kannski verið tilbúnir að taka skref í þá átt,“ segir Hjálmar. Sigtryggur kveðst hins vegar vilja ræða málið nánar á fundi með fulltrúum Faxaflóahafna 19. desember. Hann segir þjónustu við farþega skemmtiferðaskipa ekki aðalmarkmiðið með flutningi inn í Sundahöfn. Allt eins eigi að selja öðrum ferðamönnum og almenningi útsýnisflug og aðrar þyrluferðir. „Við viljum lóð þar sem hægt er að hafa aðstöðu og gera þetta á öruggum forsendum. Þetta er einn af hentugustu stöðunum og kannski sá öruggasti, enda er þarna aðflug og fráflug frá sjó,“ segir eigandi Vesturflugs. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
„Þetta er tilvalinn staður til að þjónusta skemmtiferðaskipin, það verður ekki betra,“ segir Guðmundur Ingi Jónsson, þyrluflugmaður hjá Vesturflugi sem óskað hefur eftir lóð fyrir þyrlupall við Skarfabakka í Sundahöfn. Sigtryggur Leví Kristófersson, eigandi Vesturflugs, segir aðsókn í þyrluflug vaxandi í takt við aukinn fjölda ferðamanna. Félagið geri nú út frá Reykjavíkurflugvelli eins og tvö önnur þyrlufyrirtæki. Níu af hverjum tíu þyrlufyrirtækjum í heiminum séu hins vegar ekki á almennum flugvöllum. „Þyrlur þurfa ekki flugbrautir og ættu ekki að vera á flugvöllum þar sem þær flækjast fyrir annarri traffík. Þess utan erum við miklu sveigjanlegri í öllu aðflugi en flugvélar nokkurn tímann,“ segir Sigtryggur. Stjórn Faxaflóahafna hafnaði á síðasta fundi sínum að uppfylla ósk Vesturflugs um lóð undir 25 sinnum 25 metra þyrlupall og tilheyrandi öryggissvæði með aðstöðuhúsi. Hjálmar Sveinsson, formaður stjórnarinnar, segir ástæðurnar aðallega tvær. Í fyrsta lagi fylgi því of mikið umstang að uppfylla alþjóðlegar öryggiskröfur varðandi aðflugslínur, meðal annars vegna stærðar skemmtiferðaskipanna sjálfra í höfninni. „Í öðru lagi hafa þessir mikilvægu viðskiptavinir, sem eru skipafélögin, eftir því sem okkur skilst, aldrei kallað eftir því að fá þyrluþjónustu, þannig að menn sáu ekki knýjandi ástæðu til að samþykkja þetta. En ef það hefði verið sterk ósk frá skipafélögunum að geta boðið farþegum upp á slíka þjónustu hefðu menn kannski verið tilbúnir að taka skref í þá átt,“ segir Hjálmar. Sigtryggur kveðst hins vegar vilja ræða málið nánar á fundi með fulltrúum Faxaflóahafna 19. desember. Hann segir þjónustu við farþega skemmtiferðaskipa ekki aðalmarkmiðið með flutningi inn í Sundahöfn. Allt eins eigi að selja öðrum ferðamönnum og almenningi útsýnisflug og aðrar þyrluferðir. „Við viljum lóð þar sem hægt er að hafa aðstöðu og gera þetta á öruggum forsendum. Þetta er einn af hentugustu stöðunum og kannski sá öruggasti, enda er þarna aðflug og fráflug frá sjó,“ segir eigandi Vesturflugs. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira